Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Ótilgreindar ástæður.

Það er von að fólk,spyrji.Hvað leynist í pokahorninu.

Gagnsæi skortir,og heiðarleiki gagnvart þjóðinni.Hvernig getur stjórnin,ætlast til að þjóðin,sem vill örugglega leggja sitt að mörkun,til að reyna að greiða úr vandamálum,sem og reisa landið til vegsæmdar,fái ekki vita sannleikann.

Það er merkilegt að Steingrímur,segjist hafa tilgreint formönnum stjórnarandstöðuflokkana,um hvað hangir á spýtunni,hvers vegna, það sé nauðsynlegt að klára málið.Ekki veit ég hvort þeir formenn stjórnarandstöðunnar eru þagnarskyldubundnir gagnvart sínum flokksmönnum.Alla vega virðist eins og þingmenn viti ekki neitt eða þeir láti það engu skipta.Þingmenn væri ekki að lengja viðræður,til hins endalausa,ef eitthverjar slæmar afleiðingar muni hlotnast að því.

Steingrímur,láttu það koma,leynd hefur slæm áhrif á svefninn og heilsuna.Þú þarft örugglega á því að halda.Þjóðin vill vita sannleikann.


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur.

Vegna ákvörðunnar ríkisstjórnar um leggja niður sjómannafrádráttinn,er hér ekki í fyrsta sinn,sem ríkisstjórnir eru að skipta sér að kjörum sjómanna.

Ég hef starfað að félagsmálum í yfir tuttugu ár.Í þeim tilfellum hef ég verið í samninganefnd sjómanna.

Í nær öll skipti hafa samningaumleitannir lendt inn hjá sáttasemjara.Þær samningaumleitannir hafa,vegna óbilgirni útgerðarmanna,endað með verkfalli.En verkföllin hafa ekki staðið lengi,vegna aðkomu ríkisstjórnar  að málum.Hún hefur sett lög á saminga, yfirleitt að vilja og forskrift útgerðarmanna.Ríkistjórnir hafa lofað ýmsum bótum,má t.d.benda á loforð um að styrkja Lífeyrissjóð sjómanna til þess að sjómenn gætu,þegar þeir væri 60 ára,farið land og notið lífeyrir.Þetta sveik ríkistjórn,og er það mál hefur farið fyrir dómsstóla,þar sem að niðurstöður ísl.dómsstóla hafa verið kært til Mannréttindadómstólsins.

En ég vil endurtaka það,að lögin voru yfirleitt að forskrift LÍÚ. Þeir höfðu ríkistjórnina í vasanum,því voru aldrei tilbúnir að semja.Það var beðið eftir verkfalli,og þá tæki ríkistjórnin við.

Ég tel að það sé ekki nokkur stétt á Íslandi hafi orðið að vinna eins oft samkvæmt lögum,líkt og sjómenn.Lög voru sett á vegna sjómannafrádráttinn,sem voru þau fáu,sem komu sjómanninum til góða og núna á að setja lög  til afmá hann.


mbl.is Sjómenn vara stjórnvöld við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnám sjómannaafsláttinn.

Hver eru rökin fyrir því,að afnema sjómannaafsláttinn.Steingrímur segir,að nú séu þeir með góða afkoma,vegna stöðu krónunnar.Ekki var minnst á þetta,síðastliðin ár,er gengi krónunnar var hátt.Þá voru tekjur þeirra,það lægsta sem um getur Meirihluti með í kringum kauptryggingu,sem var rétt yfir 200.þús.Þá voru tekjur landsmanna í hæstum hæðum.Þessu gleymir fólk,enda nær minnið ekki lengra,en það að sjómenn séu að þjéna upp undir 15 milljónir á ári.Fjölmiðlar eru fljótir að grípa svona einstak dæmi,en fjalla aldrei um að margir sjómenn hafa langtum minna.Ekki fjölluðu fjölmiðlar um tekjur sjómanna á síðustu árum.Staðreyndin er sú að landmaður skilur ekki það dæmi að sjómenn fái greitt eftir gengi krónunar hverju sinni,og eftir fiskverði Það veit ekki hvað hlutaskiptakerfi er.

Hvaða fríðindi fær sjómaður.

1.Fatapeninga kr.138.- pr.dag að frádregnum skatti gæti það verið um 70.-kr.Það þýðir 2100.-kr á mán.Einir gúmmívettlingar kosta meira,en þessi upphæð.-Á flestum vinnustöðum í landi,þar sem að hlífarföt eru skyldug,eru þau greidd af vinnuveitanda.

2.Fæðispeningar 1295.- pr.úthaldsdag.frádr.sk. er þessi upphæð kr.800.-Þá kemur, að sjómaðurinn verður að treysta á matsveininn,að hann haldi fæðiskostnaði niðri.Ef matsveininum tekst að halda honum í 2000.- greiðir sjómaðurinn 1200.-.Ásama tíma þarf hann að leggja til mats á heimili sínu,handa konu og börnum.-Þingmaður hefur utan dagpeninga,8000.-kr í fæðiskostnað.

3.Sjómaður hefur krónur 987.-kr í skattaafslátt á dag,ef úthald hans nær yfir 8 mán,en annars talsvert lægra.-Það er þetta sem landsmenn hafi ofsjár yfir.Það er þetta sem fjármálaráðherra ætlar að rífa af þeim.

Og sama tíma,hafa margir þingmenn,dagpeninga,uppihaldspeninga vegna þess eru fjarri heimilum sínum,sem eru í raun á höfuðborgarsvæðinu,en halda lögheimili út á landi.

Hvernig væri að skera niður til nefndarsetu og stjórnarsetu.bæði alþingismanna,sem og annara bæði í opinbera geiranum,sem og öðrum stofnunum.Fólk er í fullri vinnu og fær full laun fyrir það.Svo getur það á vinnutímanum setið í nefndum og ráðum og fengið fyrir það aukasponsíur.Það er sendt af vinnuveitandi,sem fulltrúar þess til starfsins og á því að vera launalaust.Nefndar-stjórnarverk tilheyrir þeirra vinnu.

Líttu þér nær Steingrímur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Breytt stjórnarskipan.

Nú þegar ástandið á Alþingi,eins og það er í dag við umræðu um ICESAVE- málið,að engin af ráðherrum ríkisstjórnarinnar,sjái sér ekki fært að vera viðstödd umræðanna,sýnir að breytt stjórnarskipan er nauðsynleg.

Stjórnarskipan yrði að vera líkt og í Bandaríkjunum,þannig að forsætisráðherra(forseti landsins) yrði kosinn af þjóðinni.Hann myndi síðan skipa í hina ýmsu ráðuneyti.

Ráðherrar sitji ekki Alþingi.Alþingi verði æðsta vald landsins og taki afstöðu til tillagna frá ráðherrum.Og ráðherrar myndu ekki hafa neinn atkvæðarétt um málin.Þeir yrðu að hlýta niðurstöður þingsins.


Á ekki að stöðva þessa vitleysu

Við erum að fara inn í vítahring.segir Þór Saari.Tekjuskattstekjur 79 þús.launþega,af ca.200 þús.fari í að borga bara vexti af ICESAVE

Nú liggur fyrir að fyrsta málið,gegn neyðarlögunum,er komið til  dómstóla.Hverjar verða niðurstöður úr því máli?Hvað ef Íslendingar tapa?Og allir erlendir innlánseigendur fara á stað,strax í farvatnið.Hvað gerist þá?Er nú ekki rétt,að bíða með að afgreiða þetta ICESAVE-mál,þar niðurstaða fæst úr áðurgreindu dómsmáli.

Ég vildi segja það,að það er allt útlit fyrir því,að þetta ICESAVE fari gegn á morgun,þá er bara ein von,að Forseti Íslands bregðist ekki þjóðinni,einu sinni enn.


mbl.is 79 þúsund borga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Makrílinn.

Ég vísa til fyrri blogg mín.
mbl.is LÍÚ vill meiri makríl en Jón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjan leik.

 Ég sammála Sigurpáli um nýjan leik.

Henry sagði dómaranum,að hann hefði handleikið boltann,en dómarinn ekki tekið það til greina.

Allir muna eftir guðshönd Maradonna.En ekki var hann svo heiðanlegur að tilkynna það þá.En hann viðurkenndi það síðar.

Því segji ég það,að það eru Frakkar,sem eiga biðja um nýjan leik.Það er vitað mál,að þetta atvik á eftir loða við þá  alla heimsmeistarakeppnina.Ég er sannfærður um það,að það verður púað á þá,í öllum leikjum þeirra,hversu skemmtilegt það verður fyrir þá.


mbl.is Henry: Ég notaði höndina viljandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesta verðbólga hér á landi.

Útreikningur verðbólgu,fer eftir samræmdri vísutölu neysluverðs.

 Mér  hefur oft verið hugleikið,við hvað er miðað,þegar reiknað er út neysluverð á hinum ýmsu vörur.Er hér átt við uppsett verð,verslunareiganda.Eða verð á vörum,sem seljast ekki eða endanlega söluverð,og þar með talin lækkun á vörunni með tilboðum eða útsölu.

Er byggingarvísitala reiknuð á útlögðum kostnaði til byggingar eða söluverð fasteignar?

Ég er því ekki nógu vel að mér í þessum málum.Langar að fræðast.


mbl.is Verðbólgan langmest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aflaverðmætis-aukning.

Það er gleðileg frétt,fyrir sjávarútveginn,sem og þjóðina,að aflaverðmæti hafi aukist á milli ára.

En er öll sagan sögð?

Hér miðað við íslenska krónu.Þar sem að krónar hefur fallið nokkuð á tímabilinu Því væri fróðlegt að vita hvað aflaverðmætis-aukningin væri,ef miðað er við dollar eða evru.


Kvóti skötuselsins.

Sjávarútvegsmálaráðherra hefur lagt til að aukning á kvóta á skötusels skulu verða leigður af ráðuneytinu.Nú þegar er komið verð kr.120.-Auk þess skulu 5 tonn verða leigð í senn.

Rökin fyrir þessu eru þau,að skötuselurinn hefur aðallega veiðst við suðurland,en hefur nú dreift sér um aðrar fiskislóðir.Einnig er bendt á það,að skötuselurinn hefur komið í m.a.grásleppunet,sem og önnur veiðfæri.Vegna þessa tel ég að það skulu hafður annar þáttur á.

Sá þáttur er þannig að veiðskip(grásleppu-og annar bátar),sem fær skötusel,sem meðafla komi með hann að landi,og hann seldur á markað.Þá skal leiguverð dregið frá söluverði.

Ef þessi háttur er hafður á.er það tryggt ,að rétt skil verði á skötuselnum og ekkert brottkast.Það má einnig hugsa sér það,ráðuneytið hafi fleiri fisktegundur til ráðstöfunnar með slíkum hætti.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband