Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Hvar eru vinarþjóðirnar?

 

 Það virtist vera nokkuð snúið,að ljúka ice-save samingunum.

Englendingar og Hollendingar sameinast um að gera Íslendingum erfitt fyrir,að koma reiðu á sín vandaverk.Til að það sé hægt að hefja uppbyggingarstarf,eftir að fáir landráðamenn,hafi komið íslensku þjóðinni í vanda.

 Ég spyr,eru þetta þjóðir,sem sumir vilja leggjast í sæng með ásamt öðrum þjóðum í EBE?

 Eru það vinaþjóðir,sem launa greiða með hroka og yfirgang?

Englendingar muna ekki eftir,þegar á stríðsárunum,er Íslendingar keppust við að færa þeim mat,þó að þeir urðu að sigla fyrir byssukjafta Þjóðverja,og fórna við það mörgum mannslífum.

Hollendingar muna ekki,þegar Íslendingar gáfu allt,sem þeir gátu misst,þrátt fyrir fátæktar,þegar flóðið miklu voru í Hollandi.Auk þessa stofnuðu þeir sjóði,með söfnun á ágóða við sölu frímerkja.

 


Kvótakaup vandi hvers?

Ásmundur hefur litgreint sjávarútvegsfyrirtæki,miðað við rekstur og rekstravandamál.

Þarna þarf að litgreina það,þá ekkert síður,hversu mikill kvóti,er í hverjum flokki.

Þá myndi koma í ljós,hvað er mikill kvóti,er í þeirri hættu að verða yfirtekinn af lánadrottnum.

Það er skylda stjórnarinnar,að sjá um það,að þau fyrirtæki,sem eru verst stödd,verði gerð upp og kvóti þeirra verði afturkallaður þegar í stað.

 


Er ríkisskattstjórinn kominn á sporið?

 

Ríkistjóri hefur verið að rannsaka hugsanlega skattasvik,vegna sölu á kvóta. 

Þegar kvótinn var gerður veðhæfur,fór gífurleg eignatilfærsla á stað.

Kvótinn var seldur fyrir gífarlegar upphæðir,og fjármagn það fór út úr greininni.En hvert?

 Það fór í ,m.a.kaupa eða byggja fasteignir,kaupa á knattspyrnufélagi í Englandi,ef til hlutabréf í bönkum,(sem nú tapað)sumarhús á Spáni og Florida USA,svona má hugsanlega lengi telja.

Kaupendur kvótans,voru útgerðarfélag,sem höfðu,að því virtist óstöðvandi lánstraust hjá bönkum,jafnvel öðrum fremur,en sitja nú eftir  stórskuldug,sem er ekki óskiljanlegt.Í sumum tilfellum keyptu þau heilu útgerðirnar,hyrtu kvótann af skipum þeim,sem með fylgdu og seldu skipin,svo fyrir nokkrar krónur eða hendtu þeim.Var hér um gífurlega sóun á fjármunum.Mörg þessara skipa voru í toppástandi.

Þeir sem keyptu skipin kvótalaus gerðust síðan leiguliðar hjá seljendum.Þetta var til þess að þarna skapaðist stór markaður fyrir leigukvóta.Enda margfaldaðist verðgildi leigukvótinn á stuttum tíma.

Ég fer aldrei ofan af því,að þegar leyft var að framselja kvótann,var andskotinn laus.Þetta var upphafið að græðgisvæðingu Íslendinga.Flest okkar voru smitað af mamoni og eru nú að súpa seiðið af því.

 Það er þó versta við það,að þeir saklausu voru dregnir með og eru að tapa aleigunni.

 


Kvótinn kominn í hendur erlenda banka.

 

 Það er komið að því,sem ég hef óttast.Ég hef varað við þessi,í ræðu og riti,að þetta myndi ske.Hvað er nú til ráða?

Nú reynir á stjórnvöld,að bregðast við þessu.

Ég held,að það verði ekki öðruvísi gert,en að leggja niður kvótakerfið í núverandi mynd,og taka upp færeyska kerfið.

Auðvitað myndu kvótaeigendur mótmæli.En þeir eru búnir að fyrirgefa rétti sínum,með því að veðsetja kvótann,í hendur erlenda aðila.

Það er sorglegt að það er stærsti kvótaeigandi landsins,sem er aðalsökudólgurinn.

Samkvæmt lögum,ber erlendum fyrirtækjum að selja til Íslendinga aftur,en sú verður ekki raunin.Hann verður seldur hæstbjóðanda.Sem telur sig hafa fullan rétt til að nýta sér hann.

Þá má gera það á marga vegu,t.d. eignast íslenskt útgerðarfyrirtæki,sem yrði skráð á íslending,til að komast framhjá lagalegu umhverfi.

Það verður spurning,hverjar aðgerðir stjórnvalda.Sjávarútvegsmálaráðherra hefur alltaf verið mótfallinn kvótakerfinu.Nú er hans tækifæri að bregast við,og breyta því.


Sameiningartákn þjóðarinnar

 

 Mín skoðun er sú,að breyting verði að skipan æðstu ráðendur þessa lands,í þá veru að leggja niður forsetaembættið í núverandi mynd og taka upp að forsetinn verði æðsti og ráðamesti maður landsins.

Hvað höfum við að gera við forseta,sem hefur engin völd.Hann á að vera sameiningartákn þjóðarinnar.Þjóðin þarf virkilega á manni,sem hefur forustuhæfileika og getur talið kjark og þol í þjóðina.

Þjóðin hefur ekkert að gera við forseta,sem dregur sig í hlé,þegar mest á reynir.Dregur sig í hlé,vegna þess að hann skammast sín,að hafa verið fylgifiskur útrásarvíkingana,án þess að hafa gert sig það í hugarlund,hvar þeir hafa náð í það fjármagn,sem þeir hafa notað til þess að kaupa hlut í hinum og bönkum og fyrirtækjum.

 Fjármagn það,sem þeir hafa tekið út úr flestum sjóðum þessa lands,án nokkra veða eða endurgreiðsluskilmála.

Sama má segja um forsætisráðherra þjóðarinnar.Hún hefur farið huldu höfði,á meðan aðrir hafa verið að reyna,að koma reglu á hlutina.Og kemur svo blaðskellandi,þegar einhverjum afanga er náð,eins og hún hafi gert eitthvert kraftaverk.

Nei hér vantar þjóðarleiðtoga,sem getur starfað opið gagnvart þjóðinni og talað við hana,og sagt henni hvað verið er að gera.Og þá ekki síst staðið við orð sín.

Mér finnst að fjármálaráðherra vera sá eini,sem hefur sýndt einhverja viðleitni í þá veru.þó að hann sé ekki sáttur við aðgerðir.Enda er hann ekki einn,sem ræður.

Nei álit mitt,er að hér verði þjóðarflokkur og æðsti maður þjóðarinnar verði kosinn,utan allri flokkapólitík.hann skal svo velja sína stjórn,sem starfar utan þings.


Hvað að gera inn í EBE?

 

 Sem betur fer hefur meirihluti þjóðinnar,gert upp hug sinn,með því að hafna aðild að EBE.

 Vonandi helst sá meirihluti áfram að vera.

 Margar þjóðir innan EBE,bíða í ofvænni,um von að Ísland verði eitt af ríkjum þess.Hver er ástæðan? Það er örugglega ekki af einhverri góðvild.Heldur er það,að þær þjóðar gera sér vonir um að ná til þeirra auðævi,sem Íslendingar eiga.Einnig er ,og ekki síður,von að Normenn gefi sig,og láti verða af því að ganga þar inn líka.

Til gamans má leggja hægri höndina, opinni, yfir Evrópu.Þá er þumalfingurinn yfir Íslandi.Inní handarkrikanum er Noregur og Færeyjar.Þessari hönd vilja aðildarlönd EBE loka.

 Ég hef verið nokkuð skotin í þeirri hugmynd að með tímanum,yrði komið á fót Bandalag sem samanstæði að þeim þjóðin,sem eiga land sitt að Norður-Atlantshafi.

Þá á ég við Noreg,Færeyjar,Ísland,Grænland og Kanada.Einnig mætti hugsa til þjóða eins og Íra,sem hafa viljað yfirgefa EBE og Skota,sem berjast fyrir sjálfstæði sínu.

Ef þetta gæti orðið framtíðarplan,myndi Norður-Atlantshafið og gífurlegar auðlindir,verða innan þess bandalags.

Er ég lagði þessa tillögu fram,við minn áheyrenda,spurði hann. Hvort ég ætlaði og endanlega ganga frá Bretaveldinu ?.

 Högni Höydal í Færeyjum hefur haft þá ósk, að Grænland,Ísland,Færeyjar og Noregur mynduðu með sér bandalag.

 Auðvitað er þetta langeygður draumur.En orð eru einu sinni fyrst.Hugmyndin gæti orðið að veruleika,ef henni yrði komið á framfæri til þeirra ríkja,sem hafa upptalin hér.

Þess má líka geta að öll umferð um þetta,á eftir að aukast,ef bráðnun hafís á norðuslóðum heldur áfram.Það um verða til þess að við Íslendingar gætum sett upp umskipunnarhöfn.En það er að vísu annað mál.


Upprennandi stjörnur?

 Ungir kylfingar berjast nú um að komast í gegnum úrtökumótin fyrir Evrópumótaraðarinnar.

Að sjálfsögu óskum við þeim,gott gengi.

Framfarir ungra kylfinga,er ótrúleg,sem má rekja til þess,að Golfklúbbar á landinu hafa staðið að framúrskarandi uppbyggingu á æskulýðsstarfi og kennslu á golfíþróttinni.

Að sjálfsögu stöndum við,með þeim kylfingum,sem reyna með sér á erlendri grunduÁ þeim síðustu og verstu tímum er það okkur Íslendingum hollt að fylgjast með afkomendum okkar berjast fyrir því að halda Íslandi á kortinu fyrir eitthvað annað en óráðsíu.

Áfram drengir og áfram Birgir Leifur.Áfram Ísland


Leiðréttingar

 

 Öll lán kalla á leiðréttingu.Margar tillögur hafa komið fram.Ég tel þó að sú leiðréttin,sem ég tél réttlátus, er sú, að færa núverandi verðtrygginu lána aftur til 1.okt.2008.Þannig að öll sú hækkun á verðtryggingu á þeim frá þeim tíma verði færð á 0.

 Síðan ber að breyta verðtryggingu íbúðahúsnæði,að hún miðist einungis við bygginga-og launavísitölu.

 Nú hefur verið boðað hækkun á rafmagns og hitakostnaði,sem mun hækka verðtryggingu,en meir,ef ekkert verði að gert.

Ég get engan veginn séð það,að þessar breytingar hafi nokkurn kostnað í för með sér.Hér einungis verið að leiðrétta það að lánastofnannir(bankar og íbúðalánasjóður hagnist ekki á þeim óárann,sem nokkrir aðilar hafa komið okkur í.Verði ekki við því að breyta verðtryggingunni,sé ég ekki annað en,að ríkisstjórnin er að leika,sama leik og þeir,sem steypti þjóðina í þetta ástand og gera alla landsmenn að öreygðum þurfalingum.

 


Dóms og fangelsismál.

 

 Samhvæmt fréttum,kemur fram kostnaður við afplánun fanga.

 Þegar dómari er að dæma afbrotamann til 3ja ára,er hann um leið að sekta þjóðfélagið um 25 milljónir.

 Hér þarf að vera breyting á.


Reykingar

 Ég vil ekki mæla reykingum bót,þó að ég reyki.Tillögur Læknafélags um að hækka verð á tóbaki eða banna alfarið sölu þess.eru ekki til grundvallar kostnað samfélagsins,vegna veikinda fólks,sem neytir tóbaks.

 Það má kannske segja það,að ef aldrað fólk deyr fyrr en ella,vegna reykinga,er það hagur fyrir þjóðarbúið,lífeyrissjóðina og þeirra,sem greiða lífeyrir,vegna þess að losnar,því við að greiða áunninn ellilífeyrir.


mbl.is Heimdallur andvígur sölubanni á tóbaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband