Afnám sjómannaafsláttinn.

Hver eru rökin fyrir því,að afnema sjómannaafsláttinn.Steingrímur segir,að nú séu þeir með góða afkoma,vegna stöðu krónunnar.Ekki var minnst á þetta,síðastliðin ár,er gengi krónunnar var hátt.Þá voru tekjur þeirra,það lægsta sem um getur Meirihluti með í kringum kauptryggingu,sem var rétt yfir 200.þús.Þá voru tekjur landsmanna í hæstum hæðum.Þessu gleymir fólk,enda nær minnið ekki lengra,en það að sjómenn séu að þjéna upp undir 15 milljónir á ári.Fjölmiðlar eru fljótir að grípa svona einstak dæmi,en fjalla aldrei um að margir sjómenn hafa langtum minna.Ekki fjölluðu fjölmiðlar um tekjur sjómanna á síðustu árum.Staðreyndin er sú að landmaður skilur ekki það dæmi að sjómenn fái greitt eftir gengi krónunar hverju sinni,og eftir fiskverði Það veit ekki hvað hlutaskiptakerfi er.

Hvaða fríðindi fær sjómaður.

1.Fatapeninga kr.138.- pr.dag að frádregnum skatti gæti það verið um 70.-kr.Það þýðir 2100.-kr á mán.Einir gúmmívettlingar kosta meira,en þessi upphæð.-Á flestum vinnustöðum í landi,þar sem að hlífarföt eru skyldug,eru þau greidd af vinnuveitanda.

2.Fæðispeningar 1295.- pr.úthaldsdag.frádr.sk. er þessi upphæð kr.800.-Þá kemur, að sjómaðurinn verður að treysta á matsveininn,að hann haldi fæðiskostnaði niðri.Ef matsveininum tekst að halda honum í 2000.- greiðir sjómaðurinn 1200.-.Ásama tíma þarf hann að leggja til mats á heimili sínu,handa konu og börnum.-Þingmaður hefur utan dagpeninga,8000.-kr í fæðiskostnað.

3.Sjómaður hefur krónur 987.-kr í skattaafslátt á dag,ef úthald hans nær yfir 8 mán,en annars talsvert lægra.-Það er þetta sem landsmenn hafi ofsjár yfir.Það er þetta sem fjármálaráðherra ætlar að rífa af þeim.

Og sama tíma,hafa margir þingmenn,dagpeninga,uppihaldspeninga vegna þess eru fjarri heimilum sínum,sem eru í raun á höfuðborgarsvæðinu,en halda lögheimili út á landi.

Hvernig væri að skera niður til nefndarsetu og stjórnarsetu.bæði alþingismanna,sem og annara bæði í opinbera geiranum,sem og öðrum stofnunum.Fólk er í fullri vinnu og fær full laun fyrir það.Svo getur það á vinnutímanum setið í nefndum og ráðum og fengið fyrir það aukasponsíur.Það er sendt af vinnuveitandi,sem fulltrúar þess til starfsins og á því að vera launalaust.Nefndar-stjórnarverk tilheyrir þeirra vinnu.

Líttu þér nær Steingrímur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband