Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Hraðamælingar.

Inn um bréfalúguna barst bréf,þar sem innihald þess,var greiðsluseðill frá Lögreglustjóranum á Snæfellsnesi.Hér var um að ræða sekt fyrir of hraðan akstur.Hraði ökutækis var mælt 97 km.

Gott og vel,ég styð það að menn séu tekin fyrir of hraðan akstur,en spurning er hvort hér löglega af staðið.

Ef svo, er hlýtur lögreglan hafa stórar upphæðir út úr sektargreiðslum,en spurning er hvert renna þessir peningar.Ég veit ekki betur,en að lögreglan séu miklum erfiðleikum með rekstur og alltaf sé verið að segja upp fólki í lögreglunni.

Ég tel mig vera ósköp hófvær í keyrslu,sé best af því,að þegar ég held mig innan löglegra marka,er ég strax orðinn lestarstjóri í umferðinni.Þar sem að ég var mældur, var ég á Suðurlandsvegi eða nánar tiltekið við Gjúfurholt í Ölfusi.Þarna fer um þúsundir bíla á degi hverjum.Ég fullyrði það að fæstir eru á löglegum hraða,þannig það veitir ekki af stórum hóp skrifstofufólks,við að skrifa út sektarmiða.

Ef þessar mælingar eru lögleg aðgerð til ákæru og sektar,mætti vera meira af slíku á flestum stöðum,sem hraðakstur er fyrirsjáanlegur,það myndi valda straumhverfum á akstri,þar sem það kemur vel við budduna,ef það koma margir sektarmiðar inn um póstlúguna á degi hverjum.

Hitt er svo annað mál,hvert renna þessir peningar,þeir fara örugglega í hýtina(ríkissjóð),en ættu vissulega vera eyrnamerktir lögreglu,slysavörnum og vegagerð.

Ég skrifa þetta,til að fá umræðu um þetta,á opinberum vettfangi.Það myndi ef til vill svara mörgum spurningum.


Annað er að tala,hitt að framkvæma.

 Jóhanna,vill að ekki verði hlustað á þrýstihópa.

Voru það ekki þrýstihópar(búsáhaldabyltingin),sem henni til valda.

Þrýstihópar eru margskonar,og markmið þeirra eru mörg og mismunandi.

Þrýstihópar eru margir hlutar af þjóðinni og allir telja sig hafa eitthvað til síns máls.

Þrýstihópur eru þeir sem vilja framkvæmdir.

Þrýstihópur eru þeir,sem ekkert vilja gera.

Þrýstihópur eru þeir,sem ekkert vilja leggja til uppbyggingu landsins,en framkvæma þó.

Þrýstihópur eru þeir vilja byggja upp landið,þó að, af þeim er tekið einhvað til uppbyggingu.


mbl.is Reka þarf ríkið á ódýrari hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta eitthvað skrítið?

Við Íslendingar getum ekki verið undrandi yfir því,að verða ekki boðið þátttaka í þessum fundarhöldum.

Hvernig getum við ætlast til þess,þar sem að stjórnvöld liggja með bænarhug,um að komast inn í ESB.Við getum ekki bara haldið og sleppt.

Þetta rugl stjórnvalda,um að komast inn í ESB,er ekkert til annars en að skemma fyrir okkur á alþjóðavettfangi.Það verður ekki litað á okkur,sem þjóð,þegar við erum búnir að afsala öllum okkar auðlindum.Við verðum eitt lítið peð innan ESB og munum ekki hafa rétt til að semja við ríki utan þess.

Þetta er ástæðan fyrir því,að ekki er rætt við Íslendinga.Þeir geti ekki ætlast til þess að vera samningsaðilar að framtíð Norðurskautssvæðisins á sama tíma og eru að afsala sér rétt sinn að því.


mbl.is Íslandi og Inúítum úthýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endurtekin.

Það er ekki fyrsta sinn,sem svona lagað kemur fyrir.Dæmin er mörg bæði hér á landi,sem og í öðrum löndum.

Hér áður kom þetta fyrir,þegar verið var að landa hrossamakríl.Ástæðan var þá vegna þess að skipin voru lengi á veiðum.Þá myndaðist kolsýringur í lestunum.

Þetta gerist oft í heitari löndum.Enda myndast kolsýringurinn við gerjun hráefnisins.Ég bloggskrifari hef orðið vitni að þessu,þegar ég starfaði í Persaflóanum.En sem betur tókst að ná manni,upp úr lestinni og koma honum í sjúkrahús í tæka tíð.

Fyrir fáum árum lést íslenskur skipstjóri í Marakkó,er hann fór niður til að bjarga skipsfélaganum sínum.

 Verst er við það,að menn verða ekki var við þennan kolsýring,þar sem að hann er lyktarlaus.Því kemur þetta ekki fram fyrr,en menn missa meðvitund.

En það er hægt að mæla þetta.Því á það að vera skilyrði,að öll skip,sem afla fisk til bræðslu hafi slíkan mælir umborð og láti síga niður í lestarnar áður,en menn fara niður.Það aldrei nógu varlega farið í þessu efni.


mbl.is Misstu meðvitund við löndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnema kvóta.

Hvernig væri að afnema kvóta,af t.d.Úthafsræju og rækju af Fæmska hattinum.Og jafnvel fleiri tegundum.Það vantar meiri sókn í þessar tegundir.

Það er ekki réttlátt,að handhafar á veiðiheimildum,geti notað þær til að tegundaskipta.Það, fyrst og fremst riðlar kvótaskiptum.Sem veldur því að það er meira veitt,af sumum tegundum,en ætlað er.


mbl.is Rætt um stjórn fiskveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband