Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Fólki mismunað.

Frumvarp velferðarráðherra um breytingu á lögum um húsnæðismál var samþykkt. á  Alþingi.

Þarna er verið að mismuna fólki.Því hér er tekið mið af fasteignamati eða markaðsverðmæti húsnæðis.Það öllum ljóst að fasteignamat er hærra en markaðsverðmæti húsnæðis út á landsbyggðinni,en öfugt farið í þéttbýlinu.

Það þýðir að 110% reglan,gagnast að mestu fólki út í landsbyggðinni,en ekki ungu fólki,sem býr í þéttbýlinu.

Það hefði verið eðlilegt,en þá hefði allir notið þess,að lækka höfuðstólinn um 20% á öllum skuldum.Þá er frekar að fólki geti almennt staðið í skilum.

Hér lengur það ljóst,að ÍLS,vill einungis eignast íbúðir í Þéttbýlinu,vegna þess að endursala á þeim eignum er auðveldari.Því er ráðist á fólkið í þéttbýlinu,með það fyrir augum,að hirða íbúðar þeirra.


mbl.is Fær heimild til að færa niður veðkröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orka,orka alstaðar.

 Maður hafði það á tilfinningunni,að hér áður, hafi allar tilraunir til að framleiða orku,hafi verið svæfðar af hinu svokölluðu olíuríkjum .Þau hafi keypt allar þær uppfinningar,eða stöðvað þær með valdi.

 Nú virðist vera koma fram í dagsljósið,alskonar möguleikar.Má það nefna ný frétt þar sem að Íslendingur (Sveinn Hrafnsson)hefur komið á markað vetnisbúnað í bíla,sem minnkar eyðslu og mengun.

Einnig má benda á metan-framleiðslu.Þar er nú metan-framleiðsla frá sorphaugum.Verið að byggja upp verksmiðju við Svartsengi til framleiðslu metan úr umframgufu þar.Einnig er verið að taka upp ræktun á gróðurtegund(repju) til framleiðslu á aflgjafa.

En hefur ekki verið lagt í að virkja sjávarföllin eða vindorkuna.

Maður fer að velta því fyrir sér,hvort olían verði óþörf þegar litið er til framtíðar.

Ég er alveg viss um það,ef óróleikinn heldur áfram í Arabaríkjunum,og olíuvinnslan fari dvínandi,að lagt verði frekari áhersla á aðra orkugjafa,sem allt er útlit að verði talsvert ódýrari,þá verði ekki mörg ár,þar til að olían verði óþörf.Þá er spurningin,hvort nokkur áhugi verði að leita nýrra olíusvæða.


Hvað með ný undirritaða samninga?

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, var á...Leitar-og björgunarsvæði.

 Mér er það óskiljanlegt,að þegar Íslendingar hafa samþykkt.Leitar- og björgunarsvæði Íslands,við Norður-Atlantsnefndinni.Við þá samþykkt var verið að ábyrgjast leit og björgun á þessu svæði.Til þess þarf öfluð tæki,skip og flugvélar.Íslendingar eru fátæk af slíkum tækjum og geta ekki rekið Landhelgisgæsluna sómasamlega.Það er alvarlegt mál,ef gæslan þarf leigu frá sér,þau nauðsynlegu tæki,til gæslu hér við land ,til verkefna,sem eru í raun afskipti af innanríkismálum annara ríkja.


mbl.is Vilja fá varðskip í Miðjarðahaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband