Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Aflamark á makríl-veiðum.

 Útgerðarmenn vilja fá aflamark á skip við makríl-veiðar.

Það er skiljanlegt,þeim vantar meiri kvóta,til að framselja og veðsetja.

Er ekki komið nóg að slíku.

Skiptinga á veiðikvóta markríl ber að skipta á milli,ýmsa flokka veiðiskipa.Þannig að allir fái rétt til að veiða úr þessum stofni.

Allt framsal verði bannað.


Eru lífeyrissjóðirnir bjargvættir þjóðarinnar?

Nú þegar allir sjóðir eru tæmdir,skal nú ráðist á þann eina,sem eftir er.Margar tillögur liggja frammi hvernig hann skal notaður.m.a.greiða upp lán ICE-SAVE reiknings.    Greiða uppbyggingu háskólasjúkrahús.(Ég hef haldið að símapeningarnir hafi verið eyrnamerktir,því verkefni.Hvar eru þeir?). Greiða fyrir virkjannir.Greiða fyrir samgöngubótum.Svona má lengi telja.Stjórnir lífeyrissjóða ,hafa  mótmælt þeim hugleiðingum,um að skattleggja inngreiðslur til Lífeyrissjóðanna,

Hversu mikil yrði rýrnun á sjóðunum,ef skattur yrði inngreiðslum í krónum talið ?

Hvaða áhrifa myndi þetta hafa á útgreiðslur? Þær yrði að skerða en meira,en hefur nú þegar verið gert.EF þetta yrði niðurstaðan,vil ég benda á að þetta yrða ekki, fyrsta aðgerð stjórnvalda til að rýra kjör sjóðfélaga,heldur má einnig benda á þá tvísköttun,sem varð  1988  þegar  staðgreiðsla skatta varð að veruleika. Eins og menn rekur minni til urðu launþegar að borga skatt af iðgreiðslum til lífeyrissjóðanna til ársins 1994. En þá loksins tókst að sannfæra stjórnvöld um ranglætið, og lögunum var breytt í þá veru að skattafrádráttur var af iðgreiðslum launþega. Á þessu 7 ára tímabili var greiðslur sjómanna til Lífeyrissjóðsins  ca.3,5 milljarðir,og af því var greiddur skattur um það bil ca.1.4 milljarðar. Þar sem að lagabreytingin var ekki afturvirk,varð þessi upphæð endurkrafin af lífeyrisþegum,er þeir fengu greiðslur úr sjóðnum. Það er merkilegt við þetta og hér er sama upphæð,sem Lífeyrissjóður sjómanna gerir kröfur til,vegna 60 ára reglunnar.Pétur Blöndal telur að launþegar hafi fengið þetta bætt,með því að perónuafláttur hafi verið hækkaður.Merkilegt þó, telur hann að við þær aðgerðir eiga ríkið hlut í lífeyrissjóðunum.     Yrði það að veruleika,að stjórnvöld,breyttu skattalagningu, yrði að endur skoða skattlagningu,bæði inn-og útgreiðslur.Þá þarf að tryggja það,að útgreiðslur yrðu ekki skattlagðar,nema þá að hluta,sem fjármagnstekjur.En kemur nýr vandi fyrir ríkið,ef hún skattleggur útgreiðslur,vegna vaxtaauka af inngreiðslur.Þá kemur fram,sú mismunum að áðurgreiddar útgreiðslur,þar sem ellilífeyrisþegar hafa greitt fullan skatt,en barist fyrir því, að fjármagntekjuskattur yrði greiddur af hluta útborgana.Ég get ekki annað séð,en að stjórnir lífeyrissjóða hafa í mörg horn á að líta,áður en hún áhveður aðgerðir.

Enn um brottkast.

 Ég lýsi mikilli efasemd,um að það að það að Hafró geti mælt brottkast.En þá þarf að gefa sér einhverjar forsendur.
 Forsendur líkt og Hafró gefur sér í togara-rallynu.Þar sem að togstöðvar eru alltaf þær sömu,frá ári til árs.Þó að skilyrði í sjónum hafi breytst vegna hitastig.En það er önnur saga.
Ég vil samt vekja athygli á Hafró-afla.Í þessu samhengi tel að Hafró ætti að upplýsa það,hversu mikil hann er,og hvað mikið fekkst fyrir hann,sem rennur til Hafró.
Það hefur verið gerðar reglugerðir,að við veiðar á nokkrum svæðum skulu verið notaðar smáfiskaskiljur.
Hér ekki tekið tillit til þessa eða Hafró telur að skiljurnar hafi engin áhrif.
 Ég hef talið það  hafa verið,Hafró,sem  lagði til þessa reglugerð.
 Þarna er verið að ráðast á ímynd sjómannsins,og reyndt að gera hann að glæpamanni.
 Er nokkur furða,að ungir menn vilja ekki stefna að því að gerast sjómenn og læra til skipstjórnar.
 Ég held að meirihluti þjóðarinnar viti ekki á hverju hún lifir eða hafa lifað um aldur og ævi.
 Það er eitt,sem er alvarlegast í þessu máli,að meðalaldur sjómannastéttarinnar er að hækka,það er svo til engin er nýliðun.
Svona slúður og vitleysa,án nokkra raka,sem  þessi frétt er, ekki til annars,en að æsa uppi fólki,sem hefur hundsvit á fiskveiðum,reynir að breiða yfir þann óárann,sem gengur yfir landið,og á einhvern þátt.
 Þeir sem búa í glerhúsi,eiga ekki að kasta steinum.

Virkið í Norðri.

 

 Sagan endurtekur sig.

 Allar þjóðir innan EBE fagna því,að nú öðlast þeim rétt að misnota Ísland.

 Allt vegna misvitra íslenskra stjórnmálamanna.


mbl.is Fagnaði ESB-umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsmekkurinn.

 

 Keppnin harðnar um forseta EBE.

 Þetta lýsir því,hvað ágreiningur um hitt og þetta getur haft mikil áhrif í sölum Evrópusambandsins.

 Heitar rimmur,sem geta jafnvel valdið uppsteit eða uppreisn á meðal ríkja.

Ætlum við þangað inn?Ég vona ekki.


mbl.is Keppnin um forseta ESB harðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biskupsstofa.

 

 Í þættinum"Línan er laus" á Útvarp Sögu,sagði stjórnandinn að vinni 68 manns á Biskupsstofu.

 Ef rétt reynist,langar mig að vita,hvað þetta fólk er að gera.

 Ég hélt að þarna ynnu,kannske 3 manneskjur.Biskupinn,ritari og ein símamær.

 

 Er ekki kominn tími,aðskilnað ríki og kirkju. Ég spyr.


Brottkast af fiski.

 

 Nýlega kom skýrsla frá Hafrannsóknarstofnun,þar sem en er því haldið fram,að þúsundir tonn af fiski,sé hendt í sjóinn.

 Ekki skal ég beint rengja það,en þó hef ég mínar efasemdir.

 Úr því að Hafró heldur þessu fram,væri ekki eðlilegt að Hafró gæfi þjóðinni áhveðnar upplýsingar.

 Rekstur stofnunnar eru meðal haldið gangandi,með svokölluðum Hafró-afli.

 Hafró-afli er sá fiskur,sem sjómenn koma með að landi,sem þeir hafa ekki kvóta fyrir.Sá fiskur er settur á fiskmarkað og seldur þar.

 Sjómenn fá lítið brot af andvirði hans,sem borgun fyrir fyrirhöfnina.Hafrannsóknarstofnun fær svo restina til reksturs.

 Ég er þeirra skoðunnar að hér er um talsverða upphæð að ræða.

 Því krefst ég:Að Hafró veiti almenningi allar þær upplýsingar.1.Hvað mikið magn er hér um ræðir,sem er landaður,sem Hafró-afli á síðasta kvóta-ári? 2.Hversu margar krónur fekk Hafró í sinn hlut?

 Ég er samfærður um að þessi reglugerð,sem var sett á,til að létta á sjómönnum,að eiga þann kost að koma með allan fisk að landi, hafi skilað sér nokkuð vel og mikið dregið úr brottkasti.

 Ég fer fram á það,þegar Hafrannsóknarstofnun,lýsir yfir sök í sjómenn um brottkast,án nokkra sannana og raka,segja alla söguna.Þar sem brottkast og Hafró-afli tengjast málefninu.


Reynslunni ríkari.

Grikki einn var spurður af því,af eldri Íslendingi.hvort Ísland ættu að ganga í EBE.

Svar hans var."Ef þú ert að hugsa um sjálfan þig,þá er svarið,Já.

                        Ef þú ert að hugsa um börnin þín og barnabörn er svarið,Nei

 Því hefur verið haldið fram,að þeir sem eru á móti því að Ísland gangi í EBE,séu með hræðsluáróður gagnvart því.

 Hver getur haldið því fram,þjóðir þeirra landa,sem eru komin í sambandið,sem og þeirra sem eru nú að sækja um inngöngu,sætti sig við að einhverjir menn í Brussel ráði yfir þeirra högum og þeirra auðlindum,um ókomin ár?

 Ef við skoðum t.d.lönd-Balkanskaga(Júguslovakíu)Mörg þessara ríkja eru að sækja um aðild að EBE. Ríki,sem brutust út úr sambandsríkinu.Með slíkum þjóðarmorðum og mannsvígum.Geta þessa ríki starfað,sem ein heild,og horft á það,að þeirra hagur er jafnvel fyrir blóðborinn á nýjan leik.

 Þá benda á Sovet-ríkin,sem voru sambandríki,þar sem að enn er miklir blóðhellingar,vegna sjálfstæðibaráttu smáríkjanna.

 Vitum við hver framtíðin ber í skauti sér.Er það ekki akkurat þetta,sem Grikkinn er að hugsa,að það verði uppreisn innan EBE,þar sem að margar þjóðir,vilji fara aftur út úr sambandinu,vegna yfirgang þeirra stóru, sem jafnvel kostaði stríð og blóðhellingarauk annara hörmunga.

  Þú kæri landi,þú veist ekki hvað þú átt,en þú gerir þér grein fyrir því,þegar þú hefur misst það.

 

  


Ruddaskapur eður ei.

Sjávarútvegsmálaráðherra hefur skipt(litgreint) sjávarútvegsfyrirtækin í flokka,eftir fjárhagsstöðu þeirra.

Samkvæmt því eru sum þeirra fyrirtækja í vonlausri stöðu,vegna mikilla skulda.

Skuldir þessar hafa í flestum tilvikum,verið vegna lána til að kaupa kvóta.Hér hafa forráðamenn fyrirtækjanna,reist sér burðaröxl,sem þeir áttu að gera sér grein fyrir,að var þeim ofviða.Veð fyrir þessum lánum,hefur verið"kvótaeign"Þeirra.Síðan hafa þeir veðsett nýkeyptan kvóta,til að öðlast meiri kvóti.Svona hefur það haldið áfram koll af kolli.

Aðrir hafa veðsett kvóta,til að kaupa hlutabréf í bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum,sem hafa orðið fyrir barðinu á niðursveiflunni.Hér hefur græðgi þeirra orðið þeim að aldurstila.

Þessum fyrirtækjum eru ekki viðreisnarvon.Þeim verður ekki bjargað.

Það eru vissulega sjávarútvegsfyrirtæki,sem hafa burðast við að reka sín fyrirtæki,eftir sinni getu,og reynt að hafa sitt á hreinu.Það má vissulega ætla það,að þau fyrirtæki ber að verðlauna með því að þau haldi sínum kvóta.

Það má vellta því fyrir sig,hvort fyrningarleið,sé rétta leiðin.En mér finnst það enginn ruddaskapur miðað við þá miklu hækkun á fiski,sem nú hafa verið.Meiri segja sjómenn eru farnir að ofbjóða,því háa verði,sem er á fiski.

Þess skal þó getið,að hér er átt við verð á fiski,sem fer á fiskmarkað,en ekki sá fiskur,sem fer beint til vinnslu hjá fyrirtækjum,sem eiga skipin.Hér er mikil munur á.Því skiljanlegt að sjómenn hafa ætíð barist fyrir því,allur fiskur skulu fara á fiskmarkað.

Spurning er hvort er aukningin á fiskveiðiheimildum á milli ára eigi ekki vera til ráðstöfunnar gegn auðlindagjaldi til þjóðarinnar.

 Staðreyndin er sú að,það vantar nýja stefnu í sjárvarútvegsmálum,sem þjóðin og aðrir hagsmunaaðilar geti sætt sig við.


mbl.is Segir fyrningarleið ruddaskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm spurningar

 Hvað eru mörg sjávarútvegsfyrirtæki,í viðskiptum við Íslandsbanka?

Hvernig standa þau fjárhagslega?

Hvað hafa þau,veðsett mikinn kvóta hjá bankanum?

Hvert fer kvótinn,við hugsanlegt gjaldþrot fyrirtækjanna?

Hefur ríkisstjórnin tök á að stýra ráðstöfun kvótans?


mbl.is Íslandsbanki í erlendar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband