Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Jörð eða land.

Hver er munurinn á landeiganda eða jarðareiganda?

Ungur maður,sem ég tel vera jarðareigandi,hringdi í Útvarp Sögu og fannst það óréttanlegt að ríkið ætti að eiga allar auðlindir.Hann tók dæmi:Ef heit vatn finndist í landareign ákveðins bónda,ætti ríkið allan rétt til að nýta það,en ekki bóndinn.

Hér er ákveðið ágreiningsefni,sem ber að skilgreina í lögum.T.d. hvað eignarréttur jarðar nær langt niður.Ekki myndi ég telja eignaréttinn nái niður í kjarna jarðarkringlunnar.

Einnig er hægt skjáskjóta bor,þannig að hann fari undir jarðarmörk.

Ég vildi skjóta inn þessari athugasemd,til að ef,ríkisstjórnin ætli að setja lög um auðlindir landsins,verður hún að taka á þessum þætti.

Einnig kæmi fersk vatn til álita í þessu máli.


Enginn bóndi selur bestu mjólkurkúnna.

Vilhjálmur Egilsson sagði í viðtali að ríkisstjórnin hefði hlaupið á sig,að láta nefnd skoða sölu nýtingu orkulinda,væri að hér væri að flæma erlenda fjárfesta frá landinu.

Svona fullyrðar manns,er formaður SA og formaður stjórnar Gildi lífeyrissjóðs.Lífeyrissjóð sjómanna og verkafólk sýnir hug manns,að hann er ekki starfi sínu vaxinn.Hans eina hugsun er skyndigróði fyrir sig,honum er skítsama um þjóðina og framtíð barna okkar.

 Þau erlend fyrirtæki sem ekki vilja fjárfesta í fyrirtækjum,sem  kaupa af okkur orku eða fisk eru ekki velkomin hingað.Auðlindir okkar eru ekki til sölu.Því þær eru trygging þjóðarinnar um að hún geti lifað hér á landi.

 Hingað til höfum við selt orku til álvera,sem hafa þó tryggt okkur niðurgreiðlur orkuvera.Þó margir telja að við höfum gert samning um lágt orkuverð.Staðreyndin er þó að heimurinn með vaxandi íbúa þarnast orku,vatn og fisk.Allt þetta verður gullsins virði í framtíðinni.

 Ætli það myndi ekki valda hatri til þeirra stjórnmálamanna ,(hjá ungu fólki, ef það ætlar sér að byggja upp iðnað hér á landi yrða að kaupa orku frá erlendum aðilum á okurverði,)sem eru nú tilbúnir að afsala sér nýtingarétt næstu hálfrar aldar eða lengur.

 Auðlindirnar eru gulleggin okkar.Engin bóndi selur bestu mjólkurkúnna.

 


mbl.is Orkufyrirtækin af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því skal einstaklingur eiga minni rétt,en lögaðili?

Vegna skeringu á bótum,vegna fjármagnstekna vil ég vil benda á óréttlætið,sem er samfara því að ekkert er tekið tillit til fjármagnsgjalda,sem ætti að jafna út.Þetta er gert hjá lögaðilum,en ekki einstaklingum.Margir eru að greiða af lánum,með fjármagnstekjum.

Svona má segja um eignir.Enginn á meira eign,en af henni verði frádregnar skuldir.

Nettótekjur og nettóeign er það sem á að taka hliðsjón af,en ekki brúttó. 

 

Auðvitað er hér um brot á jafnræðisreglu,sem og mannréttindum.

Ég sendi fyrir tveim árum síðan bréf til Landsamband eldri borgara.Ég fekk svar.Þá átti að fjalla um þetta næsta fundi stjórnar.Nú ekkert svar hef ég fengið,um niðurstöðu málsins.Ég átti ekki von á því.

Menn hafa rætt um að Félög eldri borgara er skemmtiklúbbur,þar er ýmis tómstundagaman á þeirri stefnuskrá.

Ég tel að ef það verður áfram stefna ríkisstjórnar,ræna eldra fólki eignum þeirra,en þetta er eignaupptaka að verstu gerð,þá hlýtur að vera nauðsyn að skipa umboðsmann aldraða.

 Það  er til umboðsmaður Alþingis.

 Umboðsmaður barna.

 Umboðsmaður skuldara.

Því er ekki fráleitt að stofna slíkt embætti.Umboðsmaður hefði rétt til að leita til íslenska eða erlendra dómstóla,til vernda eldri borgara frá ólögum eða siðlausum gerðum yfirvalda.

Ingvi Rúnar Einarsson, 27.7.2010 kl. 20:42


Ofgreiddar tryggingabætur.

Enn kemur fram hjá að Tryggingastofnun að hún hafi ofgreitt tryggingabætur.Ástæðan virðist aðallega að það eru vanáætlaðar fjármagnstekjur.

Hvað fjármagntekjur varðar er hér um tekjur sem eru vextir,verðbætur og arður.Eins og fólk veit er tekin 18% af þeim í skatt.Einnig er ekki tekið til greina þó fjármagnsgjöld viðkomandi eru jafnvel hærri,en fjármagnstekjur.

Ef um lögaðila eru að ræða,þá er alltaf fjármagnstekjur og fjármagngjöld jöfnuð út.

 Margir ellilífeyrisþegar hafa selt stórt og óhentugt húsnæði.Ef um hærra söluverð á eign,en það sem keypt var hefur myndast áhveðin sjóður.Í mörgum tilfellum hefur sú fjáreign verið lögð í sjóðreikninga gömlu bankanna,og tapast.Sumt fólk hefur fengið lán ,og eiga sjóð til að greiða af því.

 Einnig má benda á að stofnannir eða fyrirtæki hafa byggt húsnæði sérstaklega ætlað fyrir eldri borgara,hafa markaðsett það með því að ráðleggja því(eldir borgurum) að selja og nota fjármagnstekjur til greiðslu á leigu húsnæði frá þeim.Það fólk,sem valdi þá leið,er það í þeirri stöðu að það fær engar tryggingabætur vegna að fjármagnstekja,sem er notað til leigugreiðslu eða fjármagngjalda.

Það réttanlegt mál,að tryggingabætur verði reiknaðar út frá mismun fjármagnstekjum annars vegar og fjármagngjalda/leiguverð hins vegar.

Ef það yrði tekið til þess,sem ég hef skýrt frá,yrði sú háa upphæð sem kemur fram í þessari fram þessari miklu lægri.

Hér er hefur tryggingastofnun brotið lög um mannréttindi,sem ber að senda til Mannréttindadómsstóla.


mbl.is 11 þúsund manns fengu of háar tryggingabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vakna af vondum draumi.

Það má segja að hluti ríkisstjórnarinnar er að vakna.Auðlindir okkar eru vatnið,orkan og sjávarföng.

Þessar auðlindir eru okkar lifibrauð,sem þjóðin ber að verja.Unga fólkið hlýtur þetta í arf,ef ríkisstjórnin á ekki eftir að fórna þeim,fyrir skammtíma gróða. 

Ef við afsölum okkar orka til erlenda aðila,erum við búin að veita erlendum aðila heimild að áhveða hvað okkur ber að greiða fyrir orkuna,þar sem þeir eiga nýtingaréttinn.

Þessir erlendu aðilar geta áhveðið,hvað við þurfum að greiða fyrir hita vatnið,sem kyndir okkar hús.Einnig ber að huga af því,ef ungt fólk,sem hefur hugmyndir til að byggja upp t.d.lagverksmiðjur eða gróðurhúsagarða og fl.og fl.þarf það að leita til þeirra,sem hafa eignast einorkrun af orkunni um verð á henni.Þá er hætt við að,þeir geta heimtað aðild að uppbyggunni eða verðleggja orkuna svo,að ekki verði fært að starta fyrirtækjum.

Á þessi má sjá,að einokrun getur orðið til,að erlendir aðilar geta yfirtekið allt það,sem Íslendingar eiga.


mbl.is Rifti samningum við Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórslys kallar á hjálpartæki.

Rútuslysið á Norðurlandið vekur okkur til umhugsunnar ,hversu við er megnugir til bjargar.Þó að slysið var ekki þess eðlis að það þyrfti að koma mörgum slösuðum undir læknishendur á sem stystum tíma,þó má ef til vill gera undantekningu á þeim tveim konum,sem voru fluttar á Landspítalann.

Engin þyrla var send á svæðið.En hvað ef allt fólkið hefði slasast það mikið,að þyrfti að flytja það á skömmum tíma þeim til bjargar í sjúkrahús.

Fækkun þyrla og minnkun rekstrafé til Landhelgisgæslunnar,sýnir okkur,sem og öðrum þjóðum,að öryggi ferðamanna er á skornum skammti.


mbl.is Líðan frönsku konunnar stöðug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vágestur eða lífsbjörg þjóðarinnar?

Ég hef áður bendt á það,að það sé þörf að kanna fæðuöflun makrílsins.sjá grein"Frjálsar veiðar á úthafsrækju"

En niðurstaða leiðangurs rannsóknarskip Hafró,er sú sem ég óttaðist.

Við eigum ekki að hika við að veiða makrílinn,til að reyna bjarga öðrum tegundum.


mbl.is Makríllinn eins og ryksuga og tekur allt sem hann nær í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er súrt að tapa spóni úr aski sínum.

Ég tek undir starfsfólki Dögunar sf.og styð áhvörðun ráðherra.Útgerðarmenn hafa lýst því yfir að það sé grundvöllur fyrir veiðunum,og kvótinn nánast uppurinn.

það væri forvitnislegt að vita hverjir eru að veiða núna.Er það kvótaeigendur eða eru það leiguaðilar?Svar við því þyrfti að liggja fyrir.Upplýsingar má ef til vill að finna á síðu Fiskistofu.En mig grunar að þeir útgerðarmenn,sem eru aðalkvótaeigendur,séu að leiga kvótinn,en hafa hæst í sölum ráðuneytisins,um að mótmæla.


mbl.is Styðja ákvörðun sjávarútvegsráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hversu mikið fé,er bundið í öðrum tegundum?

Hvernig á þjóðin að skilja það,að ríkið(m.t.Byggðastofnun) eigi veð í fiskveiðheimildum?

Ríkið afhendir veiðiheimildir og tekur síðan veð í þeim frá útgerðarmönnum til kaupa þær af öðrum útgerðarmönnum.Ekki er öll vitleysan eins?

 Ég við vísa til fyrri færslu um þetta mál.


mbl.is Talsvert fé bundið í rækjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vekjum athygli á vilja þjóðarinnar.

Þó að sumir telja að Björk sé að vekja athygli af sjálfri sér,má það hins vegar færa,að með því er hún ekki síður að vekja athygli á landinu,sem hún aldist upp á.Hún hefur  vakið heimsfrægð á sínu sviði,þannig það má ætla að það fólk,sem hún höfðar til, opnar hlustir hvað hún hefur að segja.

 En hún vekur athygli á þeirri staðreynd,að við er að selja frá okkur þær auðlindir,sem þjóðin og afkomendur hennar verða lifa á í komandi framtíð.

 Gulleggin okkar eru í auðlindum landsins.Auðlindir ber þjóðin að nýta til að ná okkur út úr kreppunni,og nota þær til framreiðslu á varningi,sem við getum komið á markað,en ekki selja þær.

Étum ekki útsæðið.

Ég þakka Björk og öllum þeim,sem vilja verja auðlindir landsins,hvort sem þeir búa hér á landi eða annars staðar.


mbl.is Björk: „Afgangar af spillingunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband