Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Afbrýðisemi Jóhönnu.

Fólkið hefur borið mikið traust til Rögnu.Ég hef áður sagt að Ragna hefur borið höfuð og herðar yfir ráðherrum þessara ríkisstjórnar.Vinsældar hennar hafa einskorðast af æruleysi og velvild.Þessi kona hefði komið mörgu góðu til leiða,ef hún hefði haft úr einhverju að moða,en ekki sífellt þrengt að henni með fjármagn.

Eins og oft hefur komið fram í skoðunnarkönnunum hefur hún verið vinsamlegasti ráðherrann.Manni leikur sá grunur að Jóhanna hefði viljað losna við hana,vegna afbrýðisemi.Jóhanna verður að gera sér það ljóst,hún er ekki með tærnar,þar sem að Ragna hefur hælanna.

Ég vil óska henni velfarnaðar.Ég tel að hún eigi eftir að koma fram á sjónarsviðið,áður en langur tími er liðinn.

Hvað Gylfa snertir,vil ég bara segja,að hann hefur verið heilaþveginn,frá tímum búsáhaldabyltinguna.Líkt og Jóhanna og Steingrímur.


mbl.is Gylfi og Ragna hætta í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtiferðaskip strandar.

Enn og aftur kvarlar það að manni,að stórslys getur orðið hér við land,þegar maður horfir á öll þau skemmtiferðaskip,sem sigla umhverfis Ísland.Hvað getum við gert?

Er ekki verið að storka örlögunum.Eða er þetta ekki eins og Ómar Ragnarsson skrifaði í sínum pisli hér á mbl/ploggi,að hér væri tifandi tímasprengja.

Eins og alþjóð veit erum við svo vanbúin björgunartækjum,að við gætum ekkert gert.Einungis hlustað á skipsbrotmenn kalla á "hjálp",hjálp sem við getum ekki veitt.


mbl.is Strandaði í Norður-Íshafinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgangur þeirra stóru.

 

 

   Á miðum Í fréttum í kvöld,kom fram að Þjóðverjar virða ekki aflaheimildir.Danir og Svíar kvarta undan yfirgangi þjóðverja á miðum í Eystrasalti.Þorskur er þar í hægum uppgangi,og hafa aflaheimildir verið skipt á milli þjóða innan ESB.

 Það virða ekki Þjóðverjar og ganga hart í stofninn.Mótmæli Dana og Svía eru ekki tekin til greina.

Er þetta háttalag Þjóðverja,það sem koma skal.Stærstu aðildarlöndin virða ekki veiðikvóta sambandsins.Heldur ganga á rétt hinna minni. 5-6 stærstu ríkin eru Þýskaland,Bretland,Frakkland,Ítalía og Spánn með yfir 60% vægi.Þessi ríki munu ganga yfir þau minni,og ekki virða reglur sambandsins,heldur brjóta þær í sínar þágu,og einhver verða mótmælin,verða reglunum breytt,eftir þeirra vilja. 

 Ríkisstjórn Íslands er spennt að komast undir skósólanna þeirra.


Hvar skal við skepnuna gera?

Náttúrufræðistofnun hefur óskað eftir því,að fá beinagrindina.

Þá vellti ég því fyrir mér hvort minka-og refaræktendur vildu ekki nýta kjötið.


mbl.is Margir skoða skepnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærstu útgerðarfyrirtækin tapa.

Það var tíðrætt um það,að sjávarútvegurinn skuldaði 600 milljarða fyrir ári síðan.

Nú kemur það fram að afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi versnar.Þau hafa breitt uppgjör sínu í evrur,til að breyta bókhaldi sínu,í jákvæða niðurstöðu.En ekkert lagast.

Skuldastaða var í járnum,þegar gengið fór upp úr öllu valdi,en nú þegar eðlilegt jafnvægi er komið á gengið fer staðan versnandi og skuldir aukast.

Þá veltir maður því fyrir sér,hvort raunveruleikinn sé sá að sjávarútvegurinn sé ekki kominn á hausinn og verði ekki viðbjargandi.

Það verður að skoða stöðu hvert einasta sjávarútvegsfyrirtæki,og það fyrr en seinna.Við getum ekki látið þau halda áfram að safna skuldum.Það verður stöðva áframhaldandi skuldasöfnun,en ekki bíða þar til allur sjávarútvegurinn fari á hausinn og draga bankanna og þjóðina aftur í svaðið.

 


mbl.is Afkoma HB Granda versnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárfestingar lífeyrissjóðanna.

Mikið er rætt m fjárfestingar lífeyrissjóðanna.Eru samkeppnisaðilar við hinu ýmsu fyrirtækja,sem líffyrirteyrissjóðarnir keyptu öskureiðir,ekki síst vegna þess,að það hallar á samkeppisstöðu þeirra.

Ekki veit ég um tilgang forustumanna sjóðanna með þetta útspil.Hér er verið að herja á atvinnulífið með ósanngjörnum hætti,og stuðla að því,önnur fyrirtæki fari á hausinn.Og þá ráðist á atvinnuöryggi sjóðsfélaga.

Eins og alþjóð veit er það ljóst,að Orkuveita Reykjavíkur er í stórum fjármagns vandræðum.Má það rekja til kaupa á orkuverum og vatnsverum vítt um land.Af þeim sökum er ætlunin að ráðast á almenning með hækkun á orkuverði.

Þá velltir maður því fyrir sér,hvort hér sé ekki upplagt tækifæri fyrir lífeyrissjóðina að kaupa hluta af þeim fjárfestingum,sem Orkuveitan hefur fest kaup á.Margar af þeim eiga eftir að gefa af sér arð,er til lengri tíma litið.Í samanburði við fjárfestingar í fyrirtækjum,sem eru á barmi gjaldþrots,teldi ég,að það væri öllu viti meira.

 


Allar aðilar nefndar,þurfa nefndir til að rannsaka nefndir.

Í þessu litla samfélagi er erfitt að finna mann,sem er ekki skyldur eða tengdur einhverjum,sem hlut eiga að máli.Ég er ekki að segja að þau þrjú,sem eiga sinna þessu máli,séu skyld eða tengd viðkomandi,en allavega ber að rannsaka það.

Það liggur við,að hér á landi ber að leita út fyrir landsteinana,eftir fólki til að sinna málum,sem eru þannig,að það þurfi rannsóknar við.

En lesendur skrif mín,vísa ég til færslu mína um lífeyrissjóða hér á undan.


mbl.is Lífeyrissjóðir rannsakaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtakssjóður er eigu launþega.

Eins og kemur fram,þá er Framtakssjóður í eigu lífeyrissjóðanna.Lífeyrissjóðir eru í eigu launþega,þó að stjórnarmenn séu vinnuveitendur og launþegar,og flestum tilfellum eru formenn stjórnar á hópi vinnuveitanda.

Samkvæmt lögum lífeyrissjóðanna er gert ráð fyrir að í stjórnum sjóðanna,fulltrúar vinnuveitanda og launþega eigi jafnmarga fulltrúa og oddamaður sé viðurkenndur maður úr fjármálageiranum af Alþingi.

Þess vegna er það ekki skrítið að vinnuveitandi sé formaður stjórnar.Þar sem að kunningsskapur vinnuveitanda og fjármálamanna er meiri,en launþega og fjármálamanna.

Af þessum sökum,er eftirgjöf fulltrúum launþega er alger.

Í lögum sjóðanna er lagt til að framkvæmdastjórn vinni að því að ávaxta sjóðina,með því að dreifa allri áhættu.Hvort áður nefndur framtakssjóður,sé til ávöxturs eða er hann einungis ætlaður til að bjarga illa reknun fyrirtækjum,og á sama tíma verið að reyna ná til baka fjármagni,sem eru sennilega glatað.

Það slær mann,þegar maður velltir því fyrir sér til þess hverjir eru aðalfulltrúar sjóðina.Vilhjálm Egilsson,Arnar Sigmunsson og Finnboga Jónsson,allir þessir menn hafa verið framámenn á meðal vinnuveitanda.Þetta er þeir menn,sem eru ráðgast með fjármagn launþega.

Á aðalfundi Gildi,var Vilhjálmur Egilsson spurður um það,hvort það væri ekki eðlilegt að vinnuveitendur færu úr stjórnum lífeyrissjóðanna.Hans svar var."Við vinnuveitendur myndum hætta greiða til sjóðanna,ef þeir væru ekki í stjórnum þeirra".Þetta stríðir gegn því,að allar greiðslur til sjóðanna eru laun launþega,sem unnist hafa í samningum.

Af þessu má hugleiða það.Voru samningar samþykktir,af því að vinnuveitendur mættu ráðgast með fjármagnið af eiginn vild?


mbl.is Framtakssjóður kaupir Vestia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með lögum skal land byggja.

Fuglakonan Helga var handtekin.Hvaða lög braut hún?

Mótmæli almenning eru ekki lögbrot.

Lögreglan braut lög við að svifta Helgu frelsi,sem var ekkert annað en mannrán.


Hvert er svar ríkisstjórnarinnar?

Hér full þörf fyrir svörum ríkisstjórnarinnar,bæði til landa innan ESB og Noregs.Ríkisstjórnin virðist ekki vilja stygga fulltrúa ESB.Þó hér liggur ljóst,hvað koma skal í viðskiptum við ESB,og samningaviðræðum.

Ég tel að  hótannir um að aðildarviðræður um inngöngu verði hætt vegna makrílveiða,sé undirtónninn í að okkur verði fleygt út í horn á þeirri stundu og aðild yrði samþykkt.

Svör rikisstjórnarinnar ættu að vera.

1.Íslendingar hafa óskað eftir að koma,að samningaborði um veiðarnar,en verið hafnað.

2.Makríllinn er að eyða miklu af lífríki sjávar umhverfis Íslands.Veiðar Íslendinga eru að verjast því.

3.Þar sem að makrílinn sækir á aðrar slóðir,má ætla að endurreisn verði á öðrum fisktegundum á miðum ESB.

4.Öllum skilyrðum,til inngöngu að hálfu ESB,er hafnað þegar í stað.Og munum við hlýta því að aðildarviðræðum verði hætt.


mbl.is Spáir „makrílstríði" við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband