Stærstu útgerðarfyrirtækin tapa.

Það var tíðrætt um það,að sjávarútvegurinn skuldaði 600 milljarða fyrir ári síðan.

Nú kemur það fram að afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi versnar.Þau hafa breitt uppgjör sínu í evrur,til að breyta bókhaldi sínu,í jákvæða niðurstöðu.En ekkert lagast.

Skuldastaða var í járnum,þegar gengið fór upp úr öllu valdi,en nú þegar eðlilegt jafnvægi er komið á gengið fer staðan versnandi og skuldir aukast.

Þá veltir maður því fyrir sér,hvort raunveruleikinn sé sá að sjávarútvegurinn sé ekki kominn á hausinn og verði ekki viðbjargandi.

Það verður að skoða stöðu hvert einasta sjávarútvegsfyrirtæki,og það fyrr en seinna.Við getum ekki látið þau halda áfram að safna skuldum.Það verður stöðva áframhaldandi skuldasöfnun,en ekki bíða þar til allur sjávarútvegurinn fari á hausinn og draga bankanna og þjóðina aftur í svaðið.

 


mbl.is Afkoma HB Granda versnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Tveir óvissuþættir liggja eins og mara á stórútgerðum.

Annars vegar innganga í ESB.Þá er viðbúið að Íslendingar fái engu að ráða um fiskveiðistefnu hér við land.Einhver aðlögun verður til nokkra ára,en að endingu,verður fiskveiðistefnan í höndum ESB,með þeim afleiðingum að allar þjóðir innan sambandsins telja sig eiga rétt til fiskveiða hér.Hvalveiðum hætt.

Hins vegar hin boðaða fyrningarleið á fiskveiðikvóta.Sem getur haft neikvæðar afleiðingar á stórútgerðirnar vegna veð í kvótanum myndi hverfa og skuldir því innkallaðar af fullu.

Í stöðu,sem þessari er ekki óeðlilegt að eigendur geri allt til að taka fé út úr fyrirtækjunum,á meðan tíma vinnst til.

Makrílveiðar er nýlunda hér við land og ætti að færa þjóðarbúinu miklar tekjur og létta undir rekstri áðurnefnda stórútgerða.En er það raunin?

Ingvi Rúnar Einarsson, 25.8.2010 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband