Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Ferðamannaiðnaður.

Ferðamannaiðnaður er talið þriðja stærsti gjaldeyrisskapandi grein,hér á landi.

Það má víða bera niður í því sambandi.Hvað er það sem ferðamaðurinn sækir í?

Ef við byrjum á skemmtiferðaskipin.Skemmtiferðaskipin taka land í Reykjavík,ferðamennirnir þar umborð hafa mismunandi vilja um hvað skal gera í landi.Fjöldinn óskar eftir því að ferðast um suðurlandið,og skoða perlur okkar.Þingvöll,Gullfoss og Geysir.Þarna gefst rútufyrirtækin að auka við sinn kost.Ferðaskrifstofur innheimta fyrir þessar ferðar,þá spyr maður hvernig sá reikningur er.Kostnaður er sjálfsagt,rúta með bílstjóra og fararstjóra,og vinna starfsmanna á ferðaskrifstofunnar.En hvað er greitt fyrir að berja perlur okkar augum?

Við komu á Akureyri,eru ekki síður perlur að sjá,má þar nefna Ásbyrgi,Dettifoss,Hljóðakletta,Goðafoss og Mývatn.Hef ég sömu hugleiðingar gagnvart hlut ferðaskrifstofu og kostnað.En því spyr ég,hvað er greitt fyrir að berja perlur augum.Okkur er það ljóst að aðsókn fólks á þessa staða,valda miklum átroðningi,sem og spillingu á svæðum.Til verndar á svæðum,þarf auka við mannskap við eftirlit og halda við svæðum.Það sjálfsagt í flestum ríkjum,að ferðamaðurinn greiði þann kostnað,með áhveðni gjaldtöku.

Annað ferðafólk sækir í ýmislegt,td.hvalaskoðun,lax og silungsveiðar,hreindýraveiðar og sjóstangaveiðar og aukning er að gerast í golfferðir hingað til lands.

Þjóðgarðar erlendis eru áhveðin söluvara.Hér á Íslandi 4-5 þjóðgarðar,sem útlendingar hafa sótt að.Þar vantar fleiri þjónustumiðstöðvar.

Allt þetta gefur af sér gjaldeyrir og það er vel,en spurning er hvort hægt er að auka tekjurnar af með því byggja upp aðstæður.Bændur og búalið hefur staðið vel i að breyta búum sínum,í hina svokölluðu bændagistingu,þar sem afurðir búsins eru nýttar til að fæða ferðamenn.

Þá velltir maður,fyrir sér hverjir hagnast mest á ferðaiðnaðnum.Eigendur hvalaskoðunnarfyrirtæki hafa barist gegn hvalveiðum.Hér er ákveðin auglýsingatækni viðhorf,enda öll umfjöllun í fjölmiðlun um stríð hvalveiðimanna og hvalaskoðunarmanna,skapar athygli.

Sjóstangaveiði er vinsælt á meðal útlendinga.Í nýlegum fréttum er Þjóðverji veiddi stórlúðu,kom fram að 60 bátar á Suðureyri væru leigðir til sjóstangaveiða,og aðsókn til þeirra veiða verið mikil.Þá kom það fram að þeir sem standa að þessari atvinnu verða leiga kvóta til veiðanna.Það kom einnig fram að leiguverð til þeirra er hærra,en markaðsverð.Þarna liggur það fyrir að þeir kvótaeigendur eru að hagnast á ferðamennskunni.Var ætlast til þess,er útgerðarmönnum var úthlutaður kvóti.

Margt fólk hefur komið að ferðmennskunni með sölu á ýmsum heimaunnum vörum,bæði flíkum og mat.Þarna er kannske verið að brjóta lög í ýmsum skilningi,heimaslátrun,sultugerð og köku-og brauðbakstri,o.fl.Þó hafa ýmsir fengið leyfi,þar sem að eftirlit með húsakynnum og hreinlæti er viðhaft.En alla vega má ætla að markaður fyrir þessar vörur fer vaxandi.Því teldi ég að eftirlit með því yrði ekki með algerðu banni,heldur yrði eftirlitið til leiðsagnar um hvað ber að gera,til að þetta standist lög.


Stolið úr grænmetis-og kartöflugörðum.

Frétt sú,sem var í Sjónvarpinu,að einhver hafi stolið grænmeti úr görðum,þar sem fólk er að rækta grænmeti og kartöflum,vakti athygli mína.

 Ung telpa,sem hafði sáð í vor ásamt fjölskyldu sinni,og hafði fylgst með vexti grænmetisins í allt sumar.Þegar kom nú til að fylgjast með var búið að stela grænmetinu.Vissulega var hún sár og skildi ekkert í því,hvaða fólk gat gert henni slíkan óleik.

Þegar ég var að alast upp hér í Reykjavík,þá voru kartöflugarðar í Safamýrinni(þar sem að Kringlan er nú.)Þarna ræktaði fólk kartöflur og fleiri grænmeti,hver og einn hafði sína spildu.Voru garðarnir ógirtir,enda var talið að enginn færi ránhendi þar um,þó að hér var álitið ef svo væri,að það væri þá einhverjar skepnur.

Íslendingar hafa ekki verið miklar grænmetisætur,en nú er þó miklar breytingar á.Margir nýir Íslendingar,þekkja mikið grænmetisát og eru réttir þeirra aðallega grænmeti,ásamt kryddi sem unnið er úr grænmeti.

Þjóðfélagið hefur mikið breyst,þar sem stuldur er miklu algengari núna en áður.Fólk átti það,sem það átti,og flestum var það lögmál og lét það vera,þrátt fyrir að það væri ekki læst eða girt af.

Ég tel að hér sé nauðsyn,að það komi í ljós,hver eða hverjir hafa farið ránshendi um grænmeti litlu telpunnar,svo hugur hennar um að allir séu óheiðarlegir staðnemist ekki í hennar saklausa höfði.

 

 


Íslendingar eiga réttinn.

Ég tek undir yfirlýsingu L.Í.Ú.

Vegna göngu makríll inn í íslenska landhelgi,er réttur okkar til veiða ,ótviræður.

Íslendingar hafa óskað að koma að samingaborði með Norðmönnum,ESB og Færeyingum,og öðrum þjóðum,sem um veiðarnar varða,til að komast að samkomulagi um veiðarnar á makrílnum.En Norðmenn og ESB-ríkin hafa hunsað þá beiðni.

Hér er um að ræða deilistofn,sem fer sínar ferðir í leit að æti.Hvernig ætla þær þjóðir(Norðmenn og ESB) að stöðva göngur makrílsins?

Það liggur ljóst fyrir,að Norðmenn og ESB verða að koma að samningaborðinu,og láta af oflæti sínu.Þeirra tilraun til að stöðva veiðar Íslendinga með hótunum um viðskiptastopp,er skot út í loftið.

Samkomulag um veiðar á öðrum deilustofnum,er í uppnámi,með svona aðgerðum.Er það vilji Norðmanna og ESB?


mbl.is Sendu yfirlýsingu til erlendra miðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr öskunni í eldinn.

Stjórn Ísafoldar,félag ungs fólk geng ESB-aðild.

Hvetja þingmenn til að draga umsókn um aðild tilbaka.Ungt fólk hefur líka skoðun.

Við það ástand,sem hefur leikið okkur grátt,hvílir yfir okkur áhveðinn drungi og við erum að gefast upp,í að halda sjálfstæði og viljum jafnvel fórna öllu til að fá málamynda leiðréttingu.

En sem betur fer,hefur unga fólkið arfleið frá baráttumönnum þjóðarinnar,og eru ekki tilbúin að fórna öllu,til að fá hland í skóinn.Það veit að það er skammgóður vermir.

 Margt ungt fólk hefur í atvinnuleysinu áhveðið að hefja uppreisn gegn örbrigðinni,og leitar nýrra miða.Það hefur stofnað fyrirtæki með eingöngu gamlar flíkur í fartaskinu,og endurhannað og boðið til sölu.Hvar vetna heyrir maður,að ungt fólk leitar hófanna,og byggir upp,og gengur vel.

Þú sem ert að hugleiða að gefast upp.Líttu í kringum þig,sjáðu unga fólkið,það er ákveðiið að byggja upp nýtt Ísland.Taktu þátt í baráttu þeirra.Láttu ekki misvitra alþingismenn eða stjórnarmenn leiða þig af leið.Uppreisn gegn óréttlæti því,sem okkur var beitt skal upphefjast.Við heimtum fljótari aðgerðir stjórnvalda við að fara ofan í grunn mistakanna,og hefjum sáningu fræja að nýrri uppskeru.

Unga fólkið vill nýtt og betra líf.Unga fólkið vill nýtt Ísland.


mbl.is Vilja að umsókn verði afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sitt sýnist hverjum.

Forkálfar LÍÚ eru að tjá sig,um inngöngu í ESB.

Það þótti frétt er Adolf formaður sagði að við Íslendingar yrðum að halda áfram aðildarviðræðum.En hann hefur þó dregið nokkuð tilbaka.

Friðrik framkvæmdastjóri segir að við inngöngu í ESB missi Íslendingar forræði á samningum um veiðar á deilistofnum,hér er verið að tala um makríl,Norsk-íslenska síldarstofninn,kolmunna og úthafskarfa.

Þorsteinn forstjóri hefur talið,að hans fyrirtæki Samherji sé með 90% rekstur sinn erlendis m.a.í Þýskalandi,en þar er hann með talsverðan kvóta frá ESB,sem myndi sennilega aukast við inngöngu Íslendinga í ESB.

Guðmundur forstjóri Brims telur að við inngöngu í ESB munum við(Íslendingar) þurfa hlýta lögum og reglugerðum ESB.Þar af leiðandi ekki vera ráðamenn yfir auðlindum landsins.

En það er akkurat það,sem Guðmundur segir er naglinn á höfuðið.ESB hefur sín lög og reglugerðir,sem eru sjálfsagt að finna í Lissabon-sáttmálanum.Eftir því verður farið í einu og öllu.Hvort samningamenn okkar geta fengið einhverja aðlögun,þá verður hún aldrei varanleg og ber að taka það þannig að innan eins eða nokkra ára við inngöngu verðum við alfarið að hlýta stjórn ESB.Draumur um eitthvað annað, er fjarstæðukenndur.

Ef þú ert að hugsa um þig,skaltu ganga í ESB.En ef þú ert að hugsa um börnin þín og framtíð þjóðarinnar,skaltu halda þér víðfjarri ESB.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband