Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Frjálsar veiðar á úthafsrækju.

Það vilja margir tjá sig um litlar aukningar á þorskveiðikvóta.Því taldi ég rétt að rita um frjálsar úthafsveiðar.

 Við að veita heimild fyrir frjálsum úthafsrækjuveiðum,er verið að koma aftan að sumum útgerðamönnum.Þá sem hafa haft eignarhald yfir rækjukvótanum.Nú er verið að gera þá heimild verðlausa og þar að leiðandi óveðhæfa.Einnig má ætla að ekki geta þeir leigt rækjukvóta.

 Hvað skyldi vera mikið fjármagn,sem rækjukvóti er í veði fyrir?Það er spurning sem væri rétt að uppvísa.Enda hlýtur það að vera,að einhverjar bankastofnannir krefjast breytingar á veðum.

 Ég tel að það hafi verið rétt hjá ráðherra,að veita frjálsa heimild,og hefði átt að gera fyrir nokkrum árum.Handhafar heimildar hafa hætt veiðum,en þeir sem hafa vilja byrja,hafa orðið að leita til þeirra um heimildir.Og þá orðið að leggja út í kostnað fyrir leigu.

 Annað hefur sjávarútvegsráðherra gert,sem er vel.Það er að heimila strandveiðibátum að reyna við sig við makrílveiðar.Það liggur ljóst fyrir að makríllinn leitar inn í voga og víkur,í leit að æti.Ekki sækja fjölveiðiskipin og togararnir þangað.

 Makríllinn er í leit að æti,eins og ég sagði áðan,og hætt við að leiti upp hvert það síli,sem er hér við strendur.Það ber að huga að því,hvort hér sé ekki vágestur á ferð,éti þorsk-og annara fiska seyði.Því ætti að sækja í hann með öllum ráðum,burtséð hvort Írar eð aðrar þjóðir séu að mögla yfir því.


mbl.is 160 þúsund tonn af þorski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innan við 5%.

Hvenær  var tæplega 5% af 100 meirihluti.Hafnfirðingar eru vel yfir 20 þús.Því spyr ég er það lýðræði,ef innan við 55 íbúa,skrifa undir mótmælaskjal.??????????
mbl.is „Sigur fyrir lýðræðið í Hafnarfirði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandaður maður víkur.

Hafnarfjörður.Lúðvík Geirsson hefur ákveðið að hætta störfum.Ég tel að það sé eftirsjá af manni,líkt og honum.Ég tel að hér sé maður,sem hefur barist fyrir velgegni bæjarins,og viljað gera öllum íbúum bæjarins til hæfis.Hann hefur verið ötull í íþrótta-og æskulýðsstörfum.Og starfað af miklum krafti til við uppbyggingu aðstöðu til íþrótta.

 Auðvitað er þarf fleira um að hugsa í stóru bæjarfélagi.Ég er sáttur við það,að hann hefur verið á móti því að bærinn seldi eignir sínar,einhverjum fjárfestum,til leiga þær aftur,enda reift slíkum samningum,sem voru gerðir af fv.bæjarstjórn.

 En eitt var það þó,sem ég var ósáttur við,er hvernig var byggt á Norðurbakkanum(sjá mynd.).Þarna var að vísu tekið við gjörðum fv.bæjarstjórnar,og haldið áfram með þeirra tillögu.En ég undirritaður var algerlega á móti.Þarna átt að vera,(samhvæmt mínum hugsjónum.Ein virðuleg bygging,ráðhús ásamt móttöku ferðalanga,og móttöku skemmtiferðaskipa.Þess skal getið að fleiri skemmtiferðaskip eru bókuð í sumar,en hafa verið undanfarið.

Höfnin er hjarta hvers bæjarfélag,sem liggja við sjó.Það er eitt ef þrengir hjartinu,þá líður því illa.Að byggja íbúðablokkir við höfnina,er ekkert nema aðþrenging að hjartanu.Íbúðablokkir eiga vera staðsettar upp á landi,þar sem að nóg landrými er til staðar.Þar væru næg bílastæði o.frv.

 Samfylkingin var upphaflega á móti þessum aðgerðum,en helt þeim áfram er þeir tóku við.Voru það svik gagnvart alla vegi sumum kjósendum.

 En það má til sannsögðu færa,að sitt sýnist hverjum,hvernig á að reka bæjarfélag,allir hafa lausnir,en það er alltaf í þá veru að hver og einn tekur þær lausnir mið á af sjálfum sér,en ekki af mið á bæjarbúum öllum.

 Ég sagði að Lúðvík Geirsson er vandaður maður og vildi helst getað leyst vandamál hvers og eins,og því eftirsjá á honum.Ég vil óska honum alls hins besta í framtíðinni.


mbl.is Sér eftir Lúðvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafa nr.1

Fyrsta krafa frá ESB.(Þær eiga eftir að vera margar.)

 Íslendingar eiga hætta hvalveiðum.Hér ein af sér kröfum,sem mörg lönd,sem liggja ekki að sjó,hafa verið að berjast fyrir.Þær þjóðir hafa enga hagmuni að gæta og hafa engan skilning á því,að það verður að halda jafnvægi í vistkerfinu.Sumar tegundur voru að vísu í útrýmingarhættu fyrir mörgum árum,en nú hafa þeir stofnar vaxið svo mikið,að þeir eru hættulegir vistkerfinu,sem og þeir eru í keppni við almenning um allan heim,um sjávarafurðir.

 Hér eru hin svokölluðu náttúruverndarsamtök,sem halda því á lofti,að verið sé að útrýma hvölum.Þeim málstað hafa þeir tekist að berja inn í haus margra með lygum og uppskapningi.Sumt fólk hefur keypt af Samtökunum hvali,sem eru einhvers staðar á sundi um heimshöfin,og greitt stórar upphæðir fyrir.Það fjármagn er síðan notað til rekstur á Samtökunum.

 Ekki skipti þeir sér að nautaati Spánverja,þó að þeir(Spánverjar),ali upp naut til að kvelja og síðan drepa þau síðan.Sú iðja er til að ganga í augum á ferðalöngum.Ekki veit betur,en að Spánn er innan ESB.Skyldi forsvarsmennirnir í Brussel þora að banna nautaat.


mbl.is Ísland hætti hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnir lífeyrissjóðanna.

 Er það ekki full langt gengið,að aðalsamningamaður Lífeyrissjóðanna,sem er eign launþega,sé Arnar Sigmundsson fulltrúi vinnuveitanda.

  Í lífeyrissjóðnum Gildi er æðsti ráðamaður Vilhjálmur Egilsson form.S.A.

 Ég get engan veginn skilið það,að vinnuveitendur skulu vera aðal ráðamenn í Lífeyrissjóðum.Látum það vera,að þeir séu í stjórn sjóðanna,en þá ætíð í minnihluta.

 Þetta sýnir okkur að forsvarmenn Félaga launþega eru í sínu embætti einungis til að féflétta félögin,til að njóta hárra launa,og sleikja rassgatið á vinnuveitendum.


mbl.is Framkvæmdir fyrir 30 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætt út í blindni.

Þyrla var send eftir tveim ferðalöngum á Fimmvörðuháls.Hvað skyldi ein svona ferð kosta.Rekstrafé Landhelgisgæslunnar er á mjög skornum skammti,og er þá svona útköll,ekki til að bæta hann.

 Auðvitað var gott að hægt var að sækja þessa menn,þar sem að þeir voru villtir og á hættuslóðum.

 En það verður að fara fram á að menn,sem eru á ferðalegi um fjöll og firnindi,,séu vel búnir til ferðalagsins.Áður nefndir menn voru vanir og því velbúnir og hefðu ekki skort neitt,á meðan þeir fyrirbárust,þar til að þokunni létti.Það eina,sem réttlætur þessa björgunnaraðgerð er að þeir voru á brún hengiflugs.

 Nú eru til tæki,sem kostar smá aura miðað við eitt björgunarflug þyrlu,en það GMC-tæki.sem allir ferðalangar geta keypt.Þessi tæki eru þannig að þú sér hvaða leið þú ert að fara,sem og að getur plottað,leiðina,sem þú fórst.Þannig að ef þoka skellur á,getur þú farið í hvert fótspor,sem þú fórst tilbaka,ef þú villt eða getur ekki haldið kyrru fyrir..

 Ferðalangar hættið að æða út í blindni,með þá hugsun,að ef eitthvað kemur uppá,þá komu björgunarsveitir eða þyrla okkur til hjálpar


Efirlit og öryggi er fleygt fyrir róðra.

Hvers vegna er ekki leitað til nálægðar þjóða,um að byggja upp öryggis- og eftirlitsnet um Norður-Atlantshafið?Slík net yrði kostuð sameiginlega af þjóðunum.Net þetta hefði stöðvar á vissu millibili um allt svæðið.

 Ég segi þetta,þegar maður sér,öryggis-og björgunnartæki seld vegna fjárskort.Á sama tíma eru eyddar stórar upphæðir í einhver gæluverkefni.

 Þegar við hugsum um að auka ferðamannastrauminn til landsins,verðum við að huga að því,að fullt traust sé tekið til öryggismála á og við landið.Annars ber okkur skylda,að vara ferðamenn við því,að við höfum ekki öryggistæki,ef eitthvað kemur fyrir.Hvort sem að skemmtiferðaskip hlekkjast á t.d.sigla á ísjaka o.fl.eða önnur farartæki sem lenda í slysum t.d.rútuslysum o.fl.

 Tæki Landhelgisgæslunnar,Flugvélar,þyrlur og varðskip eru þau tæki,sem að allir landsmenn treysta á,ekki bara sjómenn.En sjómenn vita að það,að þeir geta ekki leitað annara nema Gæsluna.

Ég skora á dómsmálaráðherra,að leita leiða til að vekja upp umræður á meðal nágrannaþjóða,að sameinast um öryggi og eftirlit á N-Atlantshafi.


mbl.is Gæsluvél send á Mexíkóflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband