Frjálsar veiðar á úthafsrækju.

Það vilja margir tjá sig um litlar aukningar á þorskveiðikvóta.Því taldi ég rétt að rita um frjálsar úthafsveiðar.

 Við að veita heimild fyrir frjálsum úthafsrækjuveiðum,er verið að koma aftan að sumum útgerðamönnum.Þá sem hafa haft eignarhald yfir rækjukvótanum.Nú er verið að gera þá heimild verðlausa og þar að leiðandi óveðhæfa.Einnig má ætla að ekki geta þeir leigt rækjukvóta.

 Hvað skyldi vera mikið fjármagn,sem rækjukvóti er í veði fyrir?Það er spurning sem væri rétt að uppvísa.Enda hlýtur það að vera,að einhverjar bankastofnannir krefjast breytingar á veðum.

 Ég tel að það hafi verið rétt hjá ráðherra,að veita frjálsa heimild,og hefði átt að gera fyrir nokkrum árum.Handhafar heimildar hafa hætt veiðum,en þeir sem hafa vilja byrja,hafa orðið að leita til þeirra um heimildir.Og þá orðið að leggja út í kostnað fyrir leigu.

 Annað hefur sjávarútvegsráðherra gert,sem er vel.Það er að heimila strandveiðibátum að reyna við sig við makrílveiðar.Það liggur ljóst fyrir að makríllinn leitar inn í voga og víkur,í leit að æti.Ekki sækja fjölveiðiskipin og togararnir þangað.

 Makríllinn er í leit að æti,eins og ég sagði áðan,og hætt við að leiti upp hvert það síli,sem er hér við strendur.Það ber að huga að því,hvort hér sé ekki vágestur á ferð,éti þorsk-og annara fiska seyði.Því ætti að sækja í hann með öllum ráðum,burtséð hvort Írar eð aðrar þjóðir séu að mögla yfir því.


mbl.is 160 þúsund tonn af þorski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Bull er þetta, að koma aftan að útvegsmönnum!!! það er akkúrat það sem við viljum, að kóngarnir sem hafa gengið að okkar miðum sem sjálfsögðu eignarmið fái samkeppni frá venjulegu fóki er þarf á þessum afla að halda!!!

Guðmundur Júlíusson, 16.7.2010 kl. 22:09

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Guðmundur.Þú kallar það bull,er ég skrifa að komið sé aftan að útgerðarmönnum.Ég er viss um að þeir áttu ekki von á þessu.Þakka innlitið.

Ingvi Rúnar Einarsson, 16.7.2010 kl. 22:14

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Heldur hverju????

Guðmundur Júlíusson, 16.7.2010 kl. 22:24

4 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Frábært að ráðherra skuli hafa ákveðið að fara að lögum. Það eru ekki lagaskilyrði fyrir því að halda vannýttum tegundum í kvóta, þó það hafi verið gert árum saman.

Þórður Már Jónsson, 16.7.2010 kl. 22:59

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Guðmundur.Mér sýnist að þú skiljir ekki skrif mín.Ég er einungis að benda á útgerðarmenn verða af kvóta,sem þeir gátu notað til tegundafærslu ásamt því,sem taldi upp í fyrsta skrifi.Ég einnig koma því til skila,að ég mjög sáttur við aðgerða ráðherra.

Þórður.Hér er verið að innkalla veiðiheimildir,sem þarf lagabreytingu við.Og er í ráði að breyta lögunum,við nýju þingi í haust.Hér er spurning,hvort það sé ekki rétt að kalla inn kvóta á fleiri tegundum.Þakka innlitið.

Ingvi Rúnar Einarsson, 17.7.2010 kl. 19:30

6 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Það sem verður að koma út úr endurskoðunarnefndinni (sáttanefndinni) núna, er að kvótinn verði yfirtekinn af íslenska ríkinu með formlegum hætti og leigður til útgerða.

Ef niðurstaðan hjá Sáttanefndinni verður á þann veg að útgerðin fái afhentan kvótann í formi nýtingar-/afnotaréttar, stöndum við uppi með óbreytt kvótakerfi þar sem búið er að festa gjafakvótann endanlega í sessi og útgerðarmenn eiga fiskinn í sjónum.

Þá fer nefndin í sögubækurnar, ekki sem sáttanefndin, heldur sem gjafakvótanefndin. Nefndin sem staðfesti það sem margir hafa kallað gjafakvótann í boði fyrstu hreinu vinstri stjórnar Íslands.

Margrét Sigurðardóttir, 17.7.2010 kl. 23:12

7 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Margrét.Þakka innlitið.Ég er sammála þér,að það má ekki ske,að nýtingaréttur verði gerður að lögum.Þá eigum við í hættu að allar auðlindir okkar falli í það ákvæði að nýtingaréttur verði lögfestur til hálfra aldar,líkt og niðurstaða virðist vera hjá orkufyrirtækjunum.Þá er hætt við að auðlindir falli á ennþá færri hendur en nú er og verði aðeins fluttur á milli handhafa,sem arfur til barna þeirra,sem nú hafa réttinn.Þá höfum við skapað ákveðna yfirstétt,sem öllu myndi ráða hér á landi,og við tæku erfingjar.

 Auk þess má ætla,að ríkisstjórnin hafi hér tromp í hendi.Ef þeir samþykkja nýtingaréttinn.Er hætt við að hún telji þjóðinni trú um að því yrði ekki breytt nema að göngum í ESB.Og það væri í höndum stjórnar ESB að ógilda lögin. 

Ingvi Rúnar Einarsson, 18.7.2010 kl. 00:21

8 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég bendti í minni upphafsgrein,að ég að rækjukvótinn væri í veði,hjá bönkum.Það hefur komið í ljós að sjálft ríkið(Byggðastofnun) hefur tekið veð í rækjukvótanum.Er hér um að ræða 1,3 milljarðar.

Mönnum verða agndofa,er hugsað er þess,að þjóðin er eigandi auðlindinni,afhendir síðan einstaklingum veiðiheimildir,án endurgjalds,og tekur síðan sjálft veð í kvótanum.Þetta ástand er sjálfsagt með aðrar tegundir fiskjar.

Þetta sýnir það,hversu djúpt við erum sokknir í ruglinu.Manni sárnar þetta,ekki síst vegna þess,að ég (greinarhöfundur),hef starfað að félagsmálum sjómanna,allt frá því kvótakerfið var sett á laggirnar,og reynt að berjast gegn því,í ræðu og riti allt fram á þennan dag,og varað við afleiðingum þess.Afleiðingum sem hafa verið að uppvísast nú í ríkum mæli.

Ingvi Rúnar Einarsson, 20.7.2010 kl. 12:58

9 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Sæll Ingvi og takk fyrir svar þitt um daginn. Það er ekki rétt hjá þér að með því að gefa frjálsar veiðar á úthafsrækju sé verið að innkalla kvóta. Og að við það þurfi jafnframt lagabreytingu til. Þetta er þó algengur misskilningur sem ég get fullvissað þig um að er einmitt það; misskilningur. Málið er að ráðherra er falið að taka ákvörðun um það á hverju ári hvort gefa eigi út kvóta í einstökum tegundum, en fyrir þeirri ákvörðun þurfa þá að liggja sterk rök, er þar aðallega vísað til ráðgjafar Hafró. Ef ekki er talið að takmarkana þurfi til þá er ekki gefinn út kvóti, eða réttara sagt að þá á ekki að gefa út kvóta. Af því leiðir auðvitað að vannýtta nytjastofna á ekki að setja í kvóta, ráðherra hefur ekki heimild til þess í lögum (en handhafar framkvæmdarvalds mega aðeins aðhafast það sem þeim er beinlínis heimilað í lögum og mega jafnframt ekki gera neitt það sem gengur gegn lögum). Heimildir ráðherra hvað þetta varðar eru skýrar, þ.e. hvað hann má gera. Hitt er annað mál að ráðherrar hafa árum saman gefið út kvóta í tegundum sem ekki eru nýttar svo neinu nemi, en þar er úthafsrækjan mest áberandi. Þegar nytjastofnar eru kvótasettir er verið að takmarka atvinnufrelsi, en við slíkar takmarkanir verður að gæta margra sjónarmiða samkvæmt stjórnarskránni, en fyrir þeim takmörkunum sem settar eru þurfa að liggja almannahagsmunir, en ofnýting nytjastofna hefur hingað til verið talin til slíkra almannahagsmuna. Séu þeir ekki til staðar er einfaldlega ekki heimilt að leggja bönd á atvinnufrelsi manna. Þannig hefur ráðherra ekki heimild til að setja aflamark á tegundir sem vannýttar eru. Hafa ráðherrar þó hingað til gert það eigi að síður. En til þess að koma á annars konar stýringu þarf hugsanlega lagabreytingu til, þó ráðherra hafi jú ákveðnar heimildir til stýringar í lögum um stjórn fiskveiða, sem menn virðast gjarna ekki vilja muna. Jæja, nóg af blaðri og tími kominn á svefn.

Bestu kveðjur

Þórður Már Jónsson, 21.7.2010 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband