Færsluflokkur: Bloggar

Norðurslóðir.

Á miðum

Össur Skarphéðinsson hefur vaknað frá draumi um ESB,og komist að það þarf annað að huga að.Nú hefur hann langt fám á Alþingi,þingályktunartillögu um Norðurslóðir.

Hann segir m.a.:"Alþjóðapólitísk ábyrgð og vægi Íslands og annara norðurskautsríkja mun fara vaxandi."Ég verð að segja að málefni norðurslóða í mínum huga,hefur verið eitt af þeim málum,sem tel að Íslendingar eiga að huga að.Tækifæri okkar er mikið,ef rétt er haldið á spilum.Við meigum ekki af nokkru leiti,að gefa eftir okkar rétt.Það á að mótmæla öllum alþjóðaráðstefnum,sem Íslendingum eru ekki boðið,að vera viðstaddir.

Auðvitað er ákveðinn fórnarkostnaður,til að standa rökræðum við aðrar þjóðir,en umfram allt ber okkur að standa á rétti okkar.

Nýlega var samþykkt leitar-og björgunnarplan,og var hlutur okkar mikill,jafnvel ofmikill að við getum sinnt því.Á þetta benti ég í blogg mínu.

Ég hef oft bent á möguleika okkar vegna siglinga um norðurslóðir,að við getum átt möguleika vegna umskipunnar,þá verður velja stað til þess,einnig getur svo farið að við verðum að auka við fragtskipaflotann.En þá er ég uggandi vegna þess,að farmannastétt Íslendinga er að verða útdauð,sem má kenna stjórnvöldum um.

Enn og aftur skora ég á samgönguráðherra og fjármálaráðherra,að stuðla að því að íslensk fragtskip verði með skráningu hér á landi.Íslenskur fáni á íslensk skip.

Ég vil að endingu taka undir orð Össurar"Eitt af grundvallaratriðum norðurslóðastefnu Íslands er að tryggja að Ísland hafi bein áhrif á þróun og alþjóðlega ákvarðannatöku í málefnum svæðisins."

Össur.Hafðu þökk fyrir.


Víða er pottur brotinn.

Mikið brottkast er stundað í Norðursjó, að sögn bresks baráttumanns.Víða er pottur brotinn í fiskveiðistefnu ríkja.Má það sjá að brottkast tíðkast ekki aðeins hér,heldur víða annars staðar.

Þó að ráðamenn ríkja,séu að þeirri skoðun,að sjómenn geti ákveðið hvaða tegund skal veiðast án þess að önnur tegund komi í veiðifærið er gjörsamlega út í hött.Sjómenn eru engir galdramenn eða að þeir geta ekki haft samband við fiskanna í sjónum,og komið boðum til þeirra,að einungis þessi ákveða tegund er heimilt að fara í veiðarfærið.

Það eitt af því vitlausasta,að úthluta sjómönnum kvóta af einni tegund,án þess að þeir hafi heimild til veiðar án annari.Það liggur  í ljósi fyrir hvern heilvita mann,að ekki má koma með annan fisk að landi þá er honum hent.

Brotið er val sjómannsins.Á hann að koma með fiskinn í land og fá sekt fyrir eða á hann að henda honum aftur í sjóinn og fá sekt fyrir.Alla vega er staða hans sú að hann verður að velja.

Hér á landi er að vísu komið aðeins á móts við sjómenn,með svokölluðum VS-afla.Og er sá fiskur gerður upptækur og seldur á fiskmarkaði og andvirðið að mestu látið renna til rekstur Hafró.

Þessi aðgerð,er vísu umdeild af sjómönnum,sem starfa á skipunum þar sem að þeir fá ekkert fyrir þá vinnu,sem hlýst af.Aðgerð,ísun og löndun.

Sumir af eigendum á kvótalausum bátum hafa reynt að leiga kvóta fyrir meðaflanum,en þá með háu verði,en sú tíð er að verða liðin,þar sem að kvótaeigendum hafa haldið þeim fyrir sig.

Auðvitað þarf að stokka upp allt fiskveiðikerfið upp á nýtt,þó fyrr hefði verið.Þá er það fullljóst að sjávarútvegsmálaráðuneytið verður að eiga í vörslu hjá sér kvóta fyrir allar fisktegundir til að mæta óvæntum veiðum á öðrum tegundum,sem viðkomandi veiðiskip hefur ekki kvóta fyrir,en kemur með að landi.Auðvitað er hægt að misnota slíka aðferð,en þá má beyta refsiaðferð með riftun á veiðileyfi.

En alla vega verður að koma í veg fyrir,ef í raun á að minnka veiðina á ákveðnum tegendum,að fiskinum verði hent,því veit enginn hvort veiðin sé ekki talsvert meiri við minnkun á veiðiheimildum,heldur er í frjálsi veiði.Þar sem að rányrkjan og brottkastið á sér stað í þeim tilfellum,sem kvóti hefur verið settur á veiddan fisk.


mbl.is Fiskistríð gegn stefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaðvaldur við haukalóð.

 Mynd 430979

 

 

 

Í skýrslu nefndarinnar kemur ekki fram,að háhyrningur er skaðvaldur,við veiðar á haukalóð.

Ég hef heyrt það frá þeim,sem veitt hafa með haukalóð,að háhyrningur er stórtækur í að rífa stórlúðuna af krókum haukalóðarinnar.

Það liggur eðlilega ekki ljóst hvað mikið magn fer í kjaft háhyrningsins,en sjálfsagt er hér áhveðið hlutfall af rýrnun stofnsins.Af þeim sökum má eðlilega mæla með banni á haukalóð.


mbl.is Ástand lúðustofnsins mjög bágborið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast?

Við lestur þessara frétt,verður ekki hjá því komist,að setja bíómynd"Helbruni"í samhengi,sem var sýnd í sjónvarpinu á Stöð 2 í gærkveldi,en framhald hennar verður í kvöld.

 Það hafa margir bent á það við bráðnun Grænlandsjökuls hækki sjávarborð um 7 metra,m.a. að mig minnir Magnús Tumi jarðfræðingur.En þá var verið að vara við byggingum á íbúðahúsnæði,á svokölluðu bryggjusvæðum.

 Ég hef bent á þetta nokkrum sinnum,enda mótfallin því að þrengt væri að höfnum,með íbúðabyggingum.Þá einnig velta því fyrir sér hvort nýja Hörpuhúsið,sé ekki á flóðasvæði.

En fólk verður að gera sér grein fyrir því,að hér er um há alvarlegt mál,sem það verður að taka mark á.


mbl.is Grænlandsjökull bráðnar ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt ríki ESB í skuldavandræðum.

Það er óskiljanlegt að stjórn ESB,sé í aðildarsamræðum við önnur ríki,á meðan lönd sem eru innan bandalagsins,eru í djúpum skít vegna skuldavanda.

Ítalía er að bætast í hóp með Írum,Grikkjum og Spánverjum sem eru í miklu basli,vegna skuldavandræða.

Hvernær ætla íslensk stjórnvöld að skilja að Íslendingar hafa ekkert þarna inn að gera,ef við teljum að munum hagnast af því og okkar vandræði verði leyst.Heldur liggur það ljóst fyrir,að Ísland er stór kostur fyrir ESB.


mbl.is Ítalska hagkerfið á hættusvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbrögð er þörf.

Þ að er rétt að ekki er tilefni til viðbragða,vegna ákvarðanna frá ESB,vegna löndunnarbann.Þegar ekki næst samkomulag um deilistofna,er ekki leifð löndun hér á landi.

Má þar nefna að skip sem veiða karfa á Reykjaneshrygg,án samning fá ekki að landa hér.Einnig kemur til að Norðmenn og skip frá ESB fá ekki að landa makríl hér.

En viðbrögðin eru gegn óbilgirni Norðmanna og ESB um eðlilega skiptingu á makrílveiðistofni,er rétt að mótmæla.Þar má sjá að aðildarviðræður við ESB er ekki raunhæfar,ef fulltrúar ESB sýni sömu viðbrögð gegn samninganefnd Íslendinga.Því ber að hætta öllum viðræðum,og kalla okkar fólk heim.


mbl.is Ekki tilefni til viðbragða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að rétta upp fingurinn?

Evrópusambandið er að sýna Íslendingum,hverjar verða skorðurnar,sem verða lagðar á okkur,þegar við göngum í sambandið.Engar hvalveiðar og deilustofnarnir verða skipt niður eftir áskrift áhveðina ríkja.Það mun einkennast af frekju og yfirgangi.

Norðmenn og ESB,(en eru fremstir í flokki Skotar),hafa einhliða ákveðið sinn makrílkvóta.En þar sem að makríll hefur gengið á mið Færeyinga og Íslendinga,er það ekki óeðlilegt að þær þjóðir geri slík hið sama.Allt má þetta rekja til óbilgirni Normanna og Skota í samningaviðræðum.

En fyrst og fremst sýna hótannir ESB,hvað þetta samband mun kúga smáar þjóðir,sem ganga í raðir þeirra.En löndunnarbann hefur ekkert að segja,við seljum okkar afurðir til annara þjóða,því væri rétt að hætta öllum aðildarviðræðum við sambandið og rétta þeim bara fingurinn.


mbl.is Skipum verði bannað að landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náðu samkomulagi.

Samkomulag um leit og björgun. unnið upp úr Fr.bl.Leitar-og björgunarsvæði.Norðurskautsráðið hefur náð samkomulagi um leita-og björgunarsvæði ríkja á norðurslóðum.Ísland gæti þurft aðstoð við að ráða við ábyrgð sína.

Kjarni samningsins er að aukið samstarf ríkjanna sem mun auðvelda Íslendingum mjög við að ráða við ábyrgðina á leit og björgun á sínu svæði,því við getum leitað aðstoðar nágrannaríkja eftir því hvar slys á sér stað.

Ég hef áður bloggað um að vegna skort á björgunartækjum væri okkur um megn að sinna skyldum gagnvart umferð flugvéla og skipa,þá ekki síst skemmtiferðaskipa.Í þeim skrifum hef lagt ríka áherslu um að við verðum að leita til nágrannaríkja um uppsetningu gæslunets með björgunarstöðvum á ákveðnu millibili.

Eins og má sjá á korti hér á ofan er hér um gífurlega stórt svæði,sem er innan leitar-og björgunarsvæðisins,sem samið var um.Um 500 sml.í SV og annað eins í NA.Langt umfram lögsögu landsins.Þessu samþykkt kallar á að við verðum að sinna Landhelgisgæslunni betur en hefur verið gert.Því ber að endurskoða rekstraskilyrði og fjárveitingar til Gæslunnar.

Fv.dómsmálaráðherra Ragna Árnadóttir sá að hér þurfti að breyta miklu hjá Gæslunni,en henni var skammtað með niðurgreiðslum fjármagn til allra aðgerða.

Íslendingar verða nú að fylgja samkomulaginu og huga betur að leitar-og björgunartækjum,og ekki síður að leita til aðildarríkjanna,að þessu samkomulagi,um þá aðstoð,sem ætlast til af þeim og varast alla þá oflæti að okkur verði auðvelt að sinna verkefninu.


Þau verða mörg skilyrðin.

Mörgum er það ljóst ,að þau verða mörg skilyrðin,sem Íslendingum verða gangast undir vegna umsóknar um aðild að ESB.Eitt af þeim eru hvalveiðar.

Þjóðir þær,sem eru innan ESB eru engan veginn ljóst um tilveru hvala.Þær hafa heyrt og lesið það í fjölmiðlum að hvalir,séu sjávar spendýr,sem lifa í hafinu og séu útrýmingarhættu vegna ofveiði þeirra þjóða,sem eru nánd við þessi dýr.

Ákveðin samtök nýta sér vanþekkingu þjóða,með alskonar áróðri, sem einungis er notaður til leita fjárs til starfsemina.Áróður þessi er skaðvaldur,fyrir þær þjóðir,sem eru í návígi við þessi dýr og vita hversu offjölgun þeirra er mikil.Margar tegundur  hvala eru ekki útrýmingarhættu,má þar nefna langreyði,hrefnu og ekki síður sú tegund,sem hefur verið friðuð í allt nær heila öld,en þar á ég við hnúfubak.

 Við fjölgun mannkyns,liggur það ljóst fyrir,að hafið verður sú matarkista,sem allar þjóðir reiða sig á.En til þess að halda jafnvægi í dýraríki hafsins verður að veiða fleiri hvali og seli.Ekki mæli ég til þess að veiðar á t.d.selum verði ekki til að sækja þar einungis í skinnin,heldur er hér matur,sem þjóðir hafa lifað af í gegnum aldirnar.

Annars skulum við Íslendingar ekki vera að velta okkur upp úr skilyrðum ESB.Við sem þjóð, ætlum ekki þarna inn.Það eru ákveðnir einstaklingar,sem sjá gull og græna skóga,við inngöngu í ESB.En það er bara glýja í augum þeirra.


mbl.is Skilyrði að Íslendingar hætti hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgangur ESB.

Íslendingar eru ekki óvanir hótunum um þvingannir frá öðrum þjóðum.Því tel ég að Íslendingar eiga ekki að uppveðrast yfir því.

 Það er ekki óeðlilegt að talsmaður skoskra sjómanna,sé að hlaupa upp á nef sér,og leita til ESB til þvinganna á Íslendingum,hann á ekki í önnur hús að venda.Þau ríki sem eru innan ESB verða að klaga til stóra bróðir,af því að þau geta ekkert sjálf gert í málunum.Má það líkja við smákrakka,sem eru að klaga til stóra bróðir um að verið sé að hrekkja sig.

Þarna er  verið að hugsa um að ákveðnar þvinganir á Íslendinga,sem  koma harðast niður á aðrar þjóðir innan ESB .Má þá nefna granna þeirra í Englandi í Hull og Grimsby.

Það má líka nefna þær þvingannir,sem ESB hefur boðað vegna hvalveiða Íslendinga.Hvergi hafa þær komið fram.Sem segir okkur að allar þvingannir á önnur ríki koma verst niður á þeim sjálfum.

Skotar hljóta skilja það,að Íslendingar vildu samninga,en samningstilboð frá ESB og Noregi við samningsborðið voru móðgandi og fjarri öllu því sem sanngjarnt var.


mbl.is Hóta þvingunum vegna makríls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband