Náðu samkomulagi.

Samkomulag um leit og björgun. unnið upp úr Fr.bl.Leitar-og björgunarsvæði.Norðurskautsráðið hefur náð samkomulagi um leita-og björgunarsvæði ríkja á norðurslóðum.Ísland gæti þurft aðstoð við að ráða við ábyrgð sína.

Kjarni samningsins er að aukið samstarf ríkjanna sem mun auðvelda Íslendingum mjög við að ráða við ábyrgðina á leit og björgun á sínu svæði,því við getum leitað aðstoðar nágrannaríkja eftir því hvar slys á sér stað.

Ég hef áður bloggað um að vegna skort á björgunartækjum væri okkur um megn að sinna skyldum gagnvart umferð flugvéla og skipa,þá ekki síst skemmtiferðaskipa.Í þeim skrifum hef lagt ríka áherslu um að við verðum að leita til nágrannaríkja um uppsetningu gæslunets með björgunarstöðvum á ákveðnu millibili.

Eins og má sjá á korti hér á ofan er hér um gífurlega stórt svæði,sem er innan leitar-og björgunarsvæðisins,sem samið var um.Um 500 sml.í SV og annað eins í NA.Langt umfram lögsögu landsins.Þessu samþykkt kallar á að við verðum að sinna Landhelgisgæslunni betur en hefur verið gert.Því ber að endurskoða rekstraskilyrði og fjárveitingar til Gæslunnar.

Fv.dómsmálaráðherra Ragna Árnadóttir sá að hér þurfti að breyta miklu hjá Gæslunni,en henni var skammtað með niðurgreiðslum fjármagn til allra aðgerða.

Íslendingar verða nú að fylgja samkomulaginu og huga betur að leitar-og björgunartækjum,og ekki síður að leita til aðildarríkjanna,að þessu samkomulagi,um þá aðstoð,sem ætlast til af þeim og varast alla þá oflæti að okkur verði auðvelt að sinna verkefninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Mér hefur hugkvæmst það,heildarkostnaður á vegna Norðurskautssvæðisins verði áætlaður.Þá á ég við björgunartæki(flugvélar,þyrlur og varðskip) og fjarskiptatæki.Og ekki síður kostnaður við mannahald.

Þessi kostnaður er síðan deilt niður eftir stöðu ríkja, fjölda íbúa sem og efnahagsástand þeirra.

Ingvi Rúnar Einarsson, 17.12.2010 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband