Hvernig væri að rétta upp fingurinn?

Evrópusambandið er að sýna Íslendingum,hverjar verða skorðurnar,sem verða lagðar á okkur,þegar við göngum í sambandið.Engar hvalveiðar og deilustofnarnir verða skipt niður eftir áskrift áhveðina ríkja.Það mun einkennast af frekju og yfirgangi.

Norðmenn og ESB,(en eru fremstir í flokki Skotar),hafa einhliða ákveðið sinn makrílkvóta.En þar sem að makríll hefur gengið á mið Færeyinga og Íslendinga,er það ekki óeðlilegt að þær þjóðir geri slík hið sama.Allt má þetta rekja til óbilgirni Normanna og Skota í samningaviðræðum.

En fyrst og fremst sýna hótannir ESB,hvað þetta samband mun kúga smáar þjóðir,sem ganga í raðir þeirra.En löndunnarbann hefur ekkert að segja,við seljum okkar afurðir til annara þjóða,því væri rétt að hætta öllum aðildarviðræðum við sambandið og rétta þeim bara fingurinn.


mbl.is Skipum verði bannað að landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta er líka algjör lögleysa hjá þeim enda ekkert sem réttlætir þetta háttlag. Ég held að það geti ekki komið betur fram hvar þeir eru staddir.

Hér er ekki tekið tillit til Hafréttarsáttmálans og strandríkisréttinda okkar og engin vísindaleg rök liggja fyrir þessu, einungis neytt aflsmunar.

Það er ljóta battaríið.

Gunnar Waage, 21.12.2010 kl. 13:58

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta sannar og sýnir að við verðum að kveða þennan ESB draug niður sem fyrst enda gert svindli og 14 lögbrotum þeirra Jóhönnu og Össuri án okkar samþykki.

Menn skulu alltaf muna hvernig Evrópumenn fóru með frumbyggja Ameríku. Mafína voru ekki heldur Ameríkanar. Þeir voru Evrópubúar sem eru enn við sama heygarðshornið.   

Valdimar Samúelsson, 21.12.2010 kl. 15:25

3 Smámynd: Eirikur

Do Not Join The ESB

Besides, who would want us ?

Eirikur , 21.12.2010 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband