Stöðugleikasáttmálinn

Þegar stöðuleikasáttmálinn var gerður á milli Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar lá það ljóst að eitt af þeim málum, sem stjórnarsáttmáli Samfylkingu og Vinstri græna hljóðaði var endurskoðun á fiskveiðilöggjöfinni.

Ekki var gerð nein athugasemd við það þá.

Núna þegar skötuselsfrumvarpið lítur dagsins ljós,eru forsvarmenn Samtaka atvinnulífsins æfir yfir og telja hér brot á stöðuleikasáttmálann.Þessir forsvarmenn hafa greinilega verið teknir á teppið hjá LÍÚ.

Því var ekki leitað ráða hjá LÍÚ,áður en stöðugleikasáttmálinn var gerður?Það virðist vera að þeir hafa ekki gert sér það ljóst,að ríkisstjórnin myndi hreyfa við fiskveiðilöggjöfinni líkt og aðrar fyrrverandi ríkisstjórna.


mbl.is Hittu ráðherra að máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frón,land elds og ísa.

Landið okkar býður upp á náttúrufegurð.Náttúrufegurð,sem erlendir ferðamenn geta ekki orðum lýst.Margbreytilegt landslag,sem skapast af hrikralegum náttúruhamförum.Það líður ekki langur tími á milli þeirra.Eldgos,jarðskjáltar,snjó-og aurflóð og jökulhlaupi.

Þessum hamförum,fylgja mannskaðar og eignaspjöll.En þjóðin tekur allt með jafnaðargeði.,enda hefur hún gert sér grein fyrir því,allt frá landnámi,að landið verður ekki byggjandi,nema með miklum fórnum.Einnig kallar hamfarar á samhæfni og samvinnu,þar sem allar aðgerðir byggjast á að minnka mannskaða og tjón á mannvirkjum.

Enginn veit, hvort eldgos það sem nú er á Fimmvörðuháls,eigi eftir að breytast.Það spurning,hvort gosstöðvar færast vestur undir Eyjafjallajökul eða austur í hátt til Kötlu.Öll biðjum við þess að hér hafi spennan í iðrum jarðar hafi losnað,þannig að eldgosið dvíni úr þessu.En það er ekki víst að sú ósk rætist.En það sem skeður,skeður.


Skötuselur lítill þáttur.

Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til að leift verði að veiða 2500 tonn.Þá spyr maður:Hvaða rök er fyrir þessari tilmælum?Ég tel að Hafrannsókn viti ekkert um það magn skötusels.Áður var þetta meðafli,aðallega við humarveiða undan suðurlandi,og var ársafli nokkur tonn.En þegar var lagst í það að gera út á veiðar,var lagt til að kvóti yrði settur.En hvers vegna?Útgerðarmenn kröfðust þess,ekki til vernda stofninn,heldur til þess að gera kvótann að verðmæti.

Nú er svo komið,að skötuselurinn er orðinn mikið dreifðari,hans hefur orðið vart út af vesturlandi,vestfjörðum og inn í Húnaflóa.Eru stór vandræði hjá sjómönnum,þar sem að hann eykst,sem meðafli.

Það er ekkert vitað um skaðsemi þennan fisk á aðrar fisktegundir.Hann getur eytt öðrum fisktegundum.Þá spyr maður,er rétt að friða fisk,sem er að eyða öðru lífríki.

Þá kem ég að ákvörðun sjávarútvegsráðherra,þar sem að hann hefur ákveðið að,auka veiðar um jafnvel 2000 tonn umfram það sem Hafró leggur til,og verður það ekki úthlutað á grundvelli aflahlutdeilda,heldur verði leigt af ríkinu á kr.110.-En LÍÚ og Félag fiskvinnslufyrirtækja eru alveg æfir út af þessu.En af hverju?Sköturselurinn er lítill þáttur í kvótakerfinu.Jú þeir telja að hér sé komið fordæmi fyrir fyrningu.

Ég tel að sjávarútvegsmálaráðherra að taka skötusel út úr kvóta.Síðan getur hann innheimt veiðigjald á skötusel,þegar komið er með hann að landi.Ef til vill mætti gera þetta við fleiri tegundum t.d.úthafsrækju og veiðar á Flæmska hattinum.Þá myndi það koma í veg fyrir að þeir sem eru handhafar á veiðheimildum,gætu ekki nýtt sér það til tegunda tilfærslu.


Gunnólfsvíkurshöfn.

 Margt er í farvatninu,sem ber að huga af,og  hefja framkvæmdir.

Aftur á að óska eftir tilboðum,í tilraunaborunum á Drekasvæðinu og aftur ber að huga að höfn,sem geti þjónað þeim  aðila,sem vill og fær verkefnið.

Annað verkefni er svo hugsanlegar siglingar um norðurskautssvæðið.Þar sem Ísland gæti verið miðstöð þeirra siglinga.Þar sem að umskipun geti farið fram.

Þriðja,sem ber að huga,að lönd,sem liggja að N-Atlanfshafi,ættu að mynda öryggiskerfi fyrir sjófaranda,nokkuðskonar öryggisnet,þar sem að varðstöðvum er dreift með ákveðnu millibili á milli landanna.

Þá er komið að því,hvort hér væri ekki upplagt,að slá hér þrjár flugur í einu höggi.Gunnólfsvík er kjörinn staður vegna aðdýpi og nokkuð skjólgóð.Hún liggur mjög vel fyrir,sem þjónustumiðstöð fyrir olíuleitardæmið.Hún væri jafnvel kjörin til að taka á móti stórum gámuskipum,eins og Kínverjar eru að smíða til að sigla um norðurskautssvæðið.Þarna yrði tilvalið að sjá um umskipun yfir í smærri skip, og stutt fyrir þau að sigla til Evrópu-ríkjanna.

Þarna svo fyrirtaks staður fyrir varðstöð,þar sem að varðskip og þyrlur yrðu til taks.

Þá er komið að því,hvar á að fá fólk til að starfa á þessu svæði.Eðlilega myndi þarna byggjast upp þorp og síðar kaupstaður.Við ættum ekki að vera í miklum vandræðum með að byggja þar upp á stuttum tíma.Samanber það að við fórum langt fram úr sjálfum okkar með byggingar á Egilsstöðum og Reyðarfirði og það á 3 árum.


Tímaskekkja.

Viðræður um aðildarviðræður við Evrópuráðið,er tímaskekkja.Líkt og Jóhanna og Össur segja ekki marktæk.

Allt kostar peninga.Jóhanna kvartaði undan því að atkvæðagreiðslan væri ekki marktæk og auk þess væri það mikill óþarfa kostnaður.Hvað er með kostnað við aðildarviðræðurnar,og ef niðurstaða verður,hvað um kostnað um atkvæðisgreiðslu um þá niðurstöðu.

Það liggur fyrir eftir skoðunakannanir liggur það ljóst fyrir,að það sé einungis 33% af þjóðinni,sem vill ganga inn í ESB.Og enn minnkar það fylgi.

Íslendingar gera sér fulla grein fyrir,þær fórnir sem hún þarf fram að færa,ef Ísland gengur í sambandið.Forseti Íslands hefur bendt á mikilvægi landsins,ef Norðurskautsleiðin opnast.Ef sú verður raunin,er hér eitt tækifæri,sem þjóðin yrði að láta af hendi,þar sem að ESB myndi krefjast öll ráðandi öfl,um það hvort landið yrði miðstöð um frekari dreifingu á vörum.

Össur farðu nú til Brussel,og segðu við ráðamenn þar."Allt í plati".


mbl.is Vilja aðildarviðræður þrátt fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frændagarður er að bresta.

Við Íslendingar erum rétt að fagna því,að niðurstaða atkvæðagreiðslunar,eigi eftir að tryggja samningsstöðu okkar í ICESAVE-málinu.

Þá lýsa Norðurlandaþjóðir yfir því,að lánapakki frá þeim,sé háður samkomulagi okkar um ICESAVE.Þarna fór sú von, þar sem að þessar yfirlýsingar frændþjóðanna veikja aftur okkar stöðu.

Þá veltur maður því fyrir séð,hvort það væri rétt að fara með málið til dómstóla.

Ég skil af hverju Danir,Svíar og Finnar láta þetta frá sér fara.Þeim er skipað af ESB,þeir ráða ekki sínum gerðum sjálfir.Þeim er ekki heimilt að gera neitt eða segja,nema það sé yfirfarið og leift af ráðamönnum sambandsins.

Önnur frétt er í fjölmiðlum.Þar sem ráðamenn í Brussel hafi áhyggjur af því,að það sé ekki nema 30% af íslensku þjóðinni,sem fylgjandi að fara þangað inn,og fer minnkandi.Er það nokkuð furða.

Hitt er svo annað mál,sem veldur mér áhyggjum ,er hvað Norðmenn eru samstíga öðrum Norðurlandaþjóðum.Eru þeir smitaðir af ánauðarsótt hinna þjóðanna,eða eru þeir að verja markaði sína og önnur samskipti á kostnað Íslendinga. 


mbl.is Sænsk lán háð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttumál kvenna.

N.K.mánudag 8.mars er baráttudagur kvenna.Dagurinn er 70 ára afmæli SFR.

Eitt af baráttumálum kvenna,var að fá kosningarétt.Ein þeim baráttukonum var nafna(amma) Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra.Auðvitað var það eðlilegt og réttlátt.

En vegna þá miklu baráttu,mætti halda að sá réttur væri konum heilagur og hann yrði að framfylgja hið hvívetna.Því veldur það undrun,að æðsti ráðamaður þjóðarinnar sem er kona,ákveður að nýta sér ekki þann rétt,og tilkynnir það í fjölmiðlum,til þess að konur,sem og aðrir  Samfylkingarmenn fylgji henni,að ákvörðun hennar.Hún hefði átt að taka sína ákvörðun og þegja yfir henni.

Þetta á ekki síður við með Steingrím.Því segi ég konur notið réttarins og kjósið.


mbl.is Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um N-Atlantsleiðina.

Í fréttum RÚV er sagt frá því,að Kínverjar veita því athygli,hvort Íslendingar gangi inn í ESB.Þeim eru það mikið mun,að koma á siglingum um N-Atlantsleiðina.

Þeir eru farnir að byggja stór gáma-skip,þau eiga vera sérstaklega styrkt,til að þola það,að sigla í gegnum ísbreiður,sem kunna að vera á leiðinni.

Þeir eru að huga að því,að Ísland geti verið hentugt til umskipunnar,og að Íslendingar geti haft umsjón og séð um áframhaldandi flutning til Evrópu og austurströnd Ameriku.En auðvitað er það skilyrði,að til okkar verði leitað,að við séum utan ESB.

Ég hef haft orð að þessum möguleika Íslendinga,í nokkrum bloggskrifum allt frá því að ég hóf að blogga hér.Hér eru um stærstu möguleika okkar til að umbreyta högum þjóðarinnar.

Það þarf að byggja sér umskipunnarhöfn,þar sem dýpi er mikið til að taka við stórum skipum,sem og miklu hafnarsvæði með fjöldann allan af bryggjuaðstæðum fyrir smærri skip,sem taka við vörunni.Við gætum einnig haft einokrun á áframhaldandi flutningum,með smærri skip.

Kannske yrði þetta kveikja að vekja upp ímynd íslenska sjómannsins,eins og ég minnist á í bloggi mínu frá desember 2009.

Staðreyndin er sú,að tækifæri okkur,er margtfalt meiri utan ESB,en innan.


Hreindýr.

Einn kostur er sá að flytja nokkur hreindýr á svæðið.Ég teldi að skilyrði þar til að þar gæti hreindýrstofn vaxið,ef hann yrði friðaður í nokkur ár.
mbl.is „Villt dýr að féþúfu“ á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðamælingar.

Inn um bréfalúguna barst bréf,þar sem innihald þess,var greiðsluseðill frá Lögreglustjóranum á Snæfellsnesi.Hér var um að ræða sekt fyrir of hraðan akstur.Hraði ökutækis var mælt 97 km.

Gott og vel,ég styð það að menn séu tekin fyrir of hraðan akstur,en spurning er hvort hér löglega af staðið.

Ef svo, er hlýtur lögreglan hafa stórar upphæðir út úr sektargreiðslum,en spurning er hvert renna þessir peningar.Ég veit ekki betur,en að lögreglan séu miklum erfiðleikum með rekstur og alltaf sé verið að segja upp fólki í lögreglunni.

Ég tel mig vera ósköp hófvær í keyrslu,sé best af því,að þegar ég held mig innan löglegra marka,er ég strax orðinn lestarstjóri í umferðinni.Þar sem að ég var mældur, var ég á Suðurlandsvegi eða nánar tiltekið við Gjúfurholt í Ölfusi.Þarna fer um þúsundir bíla á degi hverjum.Ég fullyrði það að fæstir eru á löglegum hraða,þannig það veitir ekki af stórum hóp skrifstofufólks,við að skrifa út sektarmiða.

Ef þessar mælingar eru lögleg aðgerð til ákæru og sektar,mætti vera meira af slíku á flestum stöðum,sem hraðakstur er fyrirsjáanlegur,það myndi valda straumhverfum á akstri,þar sem það kemur vel við budduna,ef það koma margir sektarmiðar inn um póstlúguna á degi hverjum.

Hitt er svo annað mál,hvert renna þessir peningar,þeir fara örugglega í hýtina(ríkissjóð),en ættu vissulega vera eyrnamerktir lögreglu,slysavörnum og vegagerð.

Ég skrifa þetta,til að fá umræðu um þetta,á opinberum vettfangi.Það myndi ef til vill svara mörgum spurningum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband