Frændagarður er að bresta.

Við Íslendingar erum rétt að fagna því,að niðurstaða atkvæðagreiðslunar,eigi eftir að tryggja samningsstöðu okkar í ICESAVE-málinu.

Þá lýsa Norðurlandaþjóðir yfir því,að lánapakki frá þeim,sé háður samkomulagi okkar um ICESAVE.Þarna fór sú von, þar sem að þessar yfirlýsingar frændþjóðanna veikja aftur okkar stöðu.

Þá veltur maður því fyrir séð,hvort það væri rétt að fara með málið til dómstóla.

Ég skil af hverju Danir,Svíar og Finnar láta þetta frá sér fara.Þeim er skipað af ESB,þeir ráða ekki sínum gerðum sjálfir.Þeim er ekki heimilt að gera neitt eða segja,nema það sé yfirfarið og leift af ráðamönnum sambandsins.

Önnur frétt er í fjölmiðlum.Þar sem ráðamenn í Brussel hafi áhyggjur af því,að það sé ekki nema 30% af íslensku þjóðinni,sem fylgjandi að fara þangað inn,og fer minnkandi.Er það nokkuð furða.

Hitt er svo annað mál,sem veldur mér áhyggjum ,er hvað Norðmenn eru samstíga öðrum Norðurlandaþjóðum.Eru þeir smitaðir af ánauðarsótt hinna þjóðanna,eða eru þeir að verja markaði sína og önnur samskipti á kostnað Íslendinga. 


mbl.is Sænsk lán háð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

SÉR ER NÚ HVER FRÆNDGARÐURINN - SANNAST ÞÁ HIÐ FORNKVEÐNA - FRÆNDUR ERU FRÆNDUM VERSTIR

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.3.2010 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband