Skötuselur lítill þáttur.

Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til að leift verði að veiða 2500 tonn.Þá spyr maður:Hvaða rök er fyrir þessari tilmælum?Ég tel að Hafrannsókn viti ekkert um það magn skötusels.Áður var þetta meðafli,aðallega við humarveiða undan suðurlandi,og var ársafli nokkur tonn.En þegar var lagst í það að gera út á veiðar,var lagt til að kvóti yrði settur.En hvers vegna?Útgerðarmenn kröfðust þess,ekki til vernda stofninn,heldur til þess að gera kvótann að verðmæti.

Nú er svo komið,að skötuselurinn er orðinn mikið dreifðari,hans hefur orðið vart út af vesturlandi,vestfjörðum og inn í Húnaflóa.Eru stór vandræði hjá sjómönnum,þar sem að hann eykst,sem meðafli.

Það er ekkert vitað um skaðsemi þennan fisk á aðrar fisktegundir.Hann getur eytt öðrum fisktegundum.Þá spyr maður,er rétt að friða fisk,sem er að eyða öðru lífríki.

Þá kem ég að ákvörðun sjávarútvegsráðherra,þar sem að hann hefur ákveðið að,auka veiðar um jafnvel 2000 tonn umfram það sem Hafró leggur til,og verður það ekki úthlutað á grundvelli aflahlutdeilda,heldur verði leigt af ríkinu á kr.110.-En LÍÚ og Félag fiskvinnslufyrirtækja eru alveg æfir út af þessu.En af hverju?Sköturselurinn er lítill þáttur í kvótakerfinu.Jú þeir telja að hér sé komið fordæmi fyrir fyrningu.

Ég tel að sjávarútvegsmálaráðherra að taka skötusel út úr kvóta.Síðan getur hann innheimt veiðigjald á skötusel,þegar komið er með hann að landi.Ef til vill mætti gera þetta við fleiri tegundum t.d.úthafsrækju og veiðar á Flæmska hattinum.Þá myndi það koma í veg fyrir að þeir sem eru handhafar á veiðheimildum,gætu ekki nýtt sér það til tegunda tilfærslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband