Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
Gott framtak skipstjóranna.
28.7.2011 | 13:36
Skipstjórar Herjólfs hafa tjáð sig um aðstæður og siglingar til Landeyjarhafnar.Þeirra álit er það eina sem mark er á takandi.Þeir vita manna best um aðstæður,þeir vita manna best um siglingu og hegðun skipsins,bæði um afl vélar og ekki síður um móttöku þess í mismunandi öldurót.
Vonandi verður tekið tillit til þeirra skoðanna.Vonandi hefur þeirra tjáning ekki til þess að þeir missi störf sín,en því miður hafa margir skipstjórar orðið að víkja úr störfum,vegna þess að þeir hafa staðið á sínu gagnvart vinnuveitendum(útgerðarmönnum og ráðumönnum útgerða).
Segja Landeyjahöfn ekki tilbúna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Afleiðing afskipta Össurar.
20.7.2011 | 15:02
Öfgasamtök í Bandaríkjunum hafa löngum haft afskipti af hvalveiðum annara þjóða.Enda eru þau rekin með fjármagni frá fólki,sem trúir þeim,að hér sé verið að útrýma hvölum.
Þessi samtök forðast að tilgreina þá miklu rányrkju á hvölum,sem Bandaríkjamenn sjálfir fremja á smáhvölum og öðrum sjávarspendýrum, sem festast í reknet sjómanna við Kyrrahafsstrendur.
Annars kemur manni það ekki óvart að Bandarískir Gyðingar séu að hefna fyrir ummæla Össurar utanríkisráðherra á dögunum,um Palestínu.Og vilja refsiaðgerðir gagnvart Íslendingum, og grípa þá til þessara úrræða.Það er engin launungarmál að Gyðingar eru í mörgum æðri störfum Bandaríkjanna.
Aðgerðir vegna hvalveiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þáttur björgunarsveitanna.
19.7.2011 | 00:30
Allir eru glaðir yfir því,ef menn finnast,sem óttast er um uppi á hálendi.
Ekki líður sá dagur,sem er kallað til sveitanna,í alskonar verkefni.
Það væri fróðlegt,að hafa tölur yfir þann tíma,sem fer í öll þau verk og reikna það út í vinnustundum.
Eins og flestir vita,þá er þetta starf allt unnið í sjálfboðavinnu.Og telja björgunnarsveitirnar það ekki eftir sér.
En það verður að líta raunhæft á málið,þarna er verið að kosta miklu til.Ekki er það mér vitandi,að annar kostnaður sé kostaður af ríkinu,svo sem bensín,olía og annar rekstrakostnaður.Hér hljóta vera margar milljónir um að ræða.
Því vil ég,eins og ég hef áður sagt,að allir ferðilangar kaupi sér tryggingu,ef þeir eru að fara í óvissuferð.Þetta á ekki síst við erlenda ferðamenn.Ferðaskrifstofurnar eiga að sjá um þann þátt.
Íslendingar leggja einhvern skerð við að kaupa flugelda og blys fyrir gamlárkvöld,en ekkert kemur frá erlendum ferðamönnum,sem leggja út í svona ferðir,jafnvel án fyrirhyggju.
Ekki ætla ég að hætta þessum skrifum,án þess að minnast á þátt þyrlanna frá Gæslunni.Eins og alþjóð veit er rekstrarkostnaður Langhelgisgæslunnar í molum,en þó er ætlast til að þyrlurnar séu til taks í hvaða verkefni sem er.
Mennirnir þrír fundnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gert úlfalda úr mýflugu.
10.7.2011 | 12:45
Enn og aftur eru náttúruhamfarir um að kenna,að gífurlegur skaði verði fyrir ferðaþjónustu.
Ég minnist fréttur frá flugfélögunum um mikinn skaða vegna þess að ekki var hægt að fljúga vegna öskuryk.Var tapið nokkuð.Við hljótum ætla þess að farþegar þeir,sem ætluðu að fljúga umræddann tíma,hafa sjálfsagt frestað sínu flugi,en ekki hætt við.Því hefur fjármagnið sem flugfélögin þóttust hafa tapað skilaði sér.Einungis er tapið,ef einhver hefur alveg hætt við fyrirhugaða ferð.
Nú er verið að væla yfir miklu tapi í ferðaþjónustu vegna þess að brúin yfir Múlakvísl fór.Hér rætt um neyðarástand.Ferðamenn hætta ekki við,þeir endurskipuleggja ferðalag sitt,þannig að fjármagn það sem fer til ferðaþjónustuna flytst á milli aðila.Tap nokkra verður að gróða annara.
Neyðarástand í ferðaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þessi yfirlýsing á fyllilega rétt á sér.
6.7.2011 | 13:31
Mat skipstjóra Herjólfs,er það eina sem ber að fara eftir.Þeir hafa tilfinningu fyrir stjórn skipsins.Það eru mörg atriði,sem hann hefur við stjórn skipsins.Má þar nefna;hreyfingu þess,hvernig það lætur að stjórn við mismunandi beitingu vélarafl þess,hvernig skipið verst sjólagi,og þá hvar skipið er veikast fyrir við að taka sjó á sig,og svo framvegis.
Skipin eru eins misjöfn og þau eru mörg,hvað þau fyrrnefndu atriði snertir.Þetta vita skipstjórar,og að þeir þurfa læra á skipin,hvert um sig.
Enginn skipsstjóri á að láta utanákomandi hafa áhrif á hans mat.Hann má alls ekki láta undan útgerðarmönnum eða öðrum ráðandi mönnum,vitandi þess að hann sé að stefna skipi,farþegum og áhöfn í hættu.
Allt ögrana tal ,eins og t.d.hræðslu,veikleika og veimiltítuhátt,og hótannir um uppsögn má aldrei hafa áhrif,heldur er betra að víkja úr starfi.
Fyrst og fremst látið skipstjóranna um það hvort það sé óhætt að fara inn í höfnina eða ekki.Reynsla hans á því nú,hverju hann má búast við í aðkomu til hafnarinnar dýrmæt honum,einnig tel ég að hann á láta skoðun sína,um hvað má betur fara í að lagfæra höfnina í ljós,við hönnuði og yfirráð samgöngumála.
Skipstjórar Herjólfs fái vinnufrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vantar alþjóðareglur?
5.7.2011 | 10:27
Nú er það orðið söluvara hjá flugfélögum að fá rými í flugvélum.
Þá spyr maður.Eru ekki einhver reglugerð um hversu lágmarksrými hver farþegi á að hafa.
Þrengsli í flugvélum hefur valdið farþegum skaða og jafnvel dauða.
Það verður að líta á að farþegar eru misjafnir í vaxtalagi,t.d.stórir og feitir og litlir og grannir.Oft hafa stórir og feitir menn þrengt að öðrum.
Fyrir mitt leyti,þá líður mér illa í flugvélum vegna skort á fótarými,enda nokkuð hár.Þetta veldur mér hærri blóðþrýsting,auk dofa í fótum vegna ónóg blóðrennsli til fótanna.Langar flugferðir eru því kvalræði fyrir mig.
Þetta uppátæki flugfélaganna er móðgun við sína farþega.Þá ætti að vera til sá útbúnaður að hægt sé að breikka bilið á milli sæta með einu handtaki og þá leggja sætin sem ekki eru notuð, saman.Ef ekki er um fulla vél að ræða.Hér er verið að láta farþega greiða fyrir auðu sætin,ef ekki næst að fylla vél.
Boðið meira fótapláss fyrir 33 evrur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað er það,sem á að rannsaka?
4.7.2011 | 22:21
Rannsaka atvik við Landeyjarhöfn.
Það liggur nú þegar ljóst fyrir að skipið hefur fengið öldu undir hornið á stjórnborða,sem hefur snúið skipinu.Þetta veit skipstjórinn.
Til að koma í veg fyrir að svona hendi,er nauðsynlegt að austurgarðurinn verði lengdur.Þannig að skipið geti komið að höfninni úr suðvestri,og snúið inn í hafnarmynnið er það kemur í skjól af garðinum.
Þegar höfnin í Þorlákshöfn var byggð voru steyptir steinar,sem líktust ankeri.Þessir steinar kræktust saman.Garður úr slíkum steinum drap niður ölduna.
Slíka steina á að nota við lenginguna.
Ég einnig vil benda á að við hafnarmynnið í Hirtsal í Danmörku er hluta hafnargarðsins með slíkum steinum.Þegar siglt var inn fyrir garðinn,var komið sléttan og hreyfingalausan sjó,þó að hér væri fyrir opnu hafi,og talsverð bræla fyrir utan.Þetta vita margir íslenskir sjómenn,sem stunduðu síldveiðar í Norðursjó og seldu aflann sinn í Hirtsal.
Vissulega yrði sú aðferð kostnaðarsöm.En það er sama ,ef á að nota þessa höfn til framtíðar verðurekki og á ekki að horfa í hann.Stórslys á fólki er ekki mælt í peningum.
Ég vil ekki skilja við skrif mín um Landeyjarhöfn,en ítreka hugmynd mína um að hleypa hluta af Markarfljóti í gegnum höfnina.Þá myndi árstraumurinn mæta hafstraumnum og slæva hann.
Rannsaka atvik í Landeyjahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)