Vantar alþjóðareglur?

Þota frá Iceland Express. Nú er það orðið söluvara hjá flugfélögum að fá rými í flugvélum.

Þá spyr maður.Eru ekki einhver reglugerð um hversu lágmarksrými hver farþegi á að hafa.

Þrengsli í flugvélum hefur valdið farþegum skaða og jafnvel dauða.

Það verður að líta á að farþegar eru misjafnir í vaxtalagi,t.d.stórir og feitir og litlir og grannir.Oft hafa stórir og feitir menn þrengt að öðrum.

Fyrir mitt leyti,þá líður mér illa í flugvélum vegna skort á fótarými,enda nokkuð hár.Þetta veldur mér hærri blóðþrýsting,auk dofa í fótum vegna ónóg blóðrennsli til fótanna.Langar flugferðir eru því kvalræði fyrir mig.

Þetta uppátæki flugfélaganna er móðgun við sína farþega.Þá ætti að vera til sá útbúnaður að hægt sé að breikka bilið á milli sæta með einu handtaki og þá leggja sætin sem ekki eru notuð, saman.Ef ekki er um fulla vél að ræða.Hér er verið að láta farþega greiða fyrir auðu sætin,ef ekki næst að fylla vél.


mbl.is Boðið meira fótapláss fyrir 33 evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það ættu náttl. að vera reglur sem segja til um lágmarks rými, kannski eru þær til veit ekki, en aldrei er plássið of mikið.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2011 kl. 11:27

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég er sammála að aldrei plássið mikið.Ef alþjóðareglur eru ekki til,ber að setja þær á.Og ef þær eru þannig,að plássið sé lítið,að þær valdi farþegum ónotum eða geta valdið blóðtappa og jafnvel hjartastopp ber að breyta þeim.

Ingvi Rúnar Einarsson, 5.7.2011 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband