Þessi yfirlýsing á fyllilega rétt á sér.

Mat skipstjóra Herjólfs,er það eina sem ber að fara eftir.Þeir hafa tilfinningu fyrir stjórn skipsins.Það eru mörg atriði,sem hann hefur við stjórn skipsins.Má þar nefna;hreyfingu þess,hvernig það lætur að stjórn við mismunandi beitingu vélarafl þess,hvernig skipið verst sjólagi,og þá hvar skipið er veikast fyrir við að taka sjó á sig,og svo framvegis.

 Skipin eru eins misjöfn og þau eru mörg,hvað þau fyrrnefndu atriði snertir.Þetta vita skipstjórar,og að þeir þurfa læra á skipin,hvert um sig.

 Enginn skipsstjóri á að láta utanákomandi hafa áhrif á hans mat.Hann má alls ekki láta undan útgerðarmönnum eða öðrum ráðandi mönnum,vitandi þess að hann sé að stefna skipi,farþegum og áhöfn í hættu.

Allt  ögrana tal ,eins og t.d.hræðslu,veikleika og veimiltítuhátt,og hótannir um uppsögn má aldrei hafa áhrif,heldur er betra að víkja úr starfi.

Fyrst og fremst látið skipstjóranna um það hvort það sé óhætt að fara inn í höfnina eða ekki.Reynsla hans á því nú,hverju hann má búast við í aðkomu til hafnarinnar dýrmæt honum,einnig tel ég að hann á  láta skoðun sína,um hvað má betur fara í að lagfæra höfnina í ljós,við hönnuði og yfirráð samgöngumála.


mbl.is Skipstjórar Herjólfs fái vinnufrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ALltaf treysti ég nú skipstjórunum best.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2011 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband