Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
Skipun skilanefndar og skiptastjórnar.
24.5.2011 | 15:19
Eins og kemur fram í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna,sem var lögð fram fyrir Alþingi.En þar er ýmislegt,sem kemur að óvænt.
Þar kemur fram að ríkisstjórnin skipar menn(konur) í skilanefndir og skiptastjórnar.Þarna er átt við einstaklinga,en ekki fyrirtæki.Þessir einstaklingar eru eigendur fyrirtækja,sem sinna hliðstæðum störfum.
En eins og ég sagði,voru einstaklingarnir skipaðir í starfið samkvæmt lögum,en ekki fyrirtæki þeirra.Því má ætla að það sé ríkisstjórnin,sem ákveðir laun þeirra.
En í raun er hér annar háttur hafður á,þar sem að fyrirtæki viðkomandi,eru sagðir verktakar á verkefninu,og leggja fram reikninga.Útseld vinna,prósenta af innheimtu o.s.fr.
Ég hef alltaf talið að þegnar þessa lands,sem eru skipaðir í störf,eru launaðir eftir ákvörðun af launanefnd ríkisins.
Það væri fróðlegt,að fá skýringu á þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kristján er ekki sá maður,sem gefst upp.
10.5.2011 | 17:47
Það hlakkar í Alþjóðadýraverndarsamtökum yfir því,að ekki verði veiddir Langreyðar í sumar.Þau samtök eru einungis að mikla sjálfum sér,yfir því að hafa sigrað Kristján.
Þarna er bara verið,að benda styrktaraðilum á að þeir hafi unnið fyrir þeim peningum,sem samtökin hafi svindlað út úr saklausu og auðtrúa fólki um að verið sé að eyða hvölum.
Það má vel vera að ekki sé allur hvalur seldur frá veiðum síðasta árs,en stað reyndin er sú að aðrar þjóðir en Japanar éta ekki hval.Svo ástandið í Japan eftir jarðskjáltana veldur því,að þeir verða halda að sér.En eitt er víst að Japanir eru dugleg þjóð,sem á eftir að stíga upp úr þeim þremmingum,sem þeir eru í.
En svo við snúum okkur að þeirri staðreynd að hvalir hafa fjölgað mikið á síðustu árum,og er því sá stofn,sem á eftir að ganga að fiskistofnunum,í ríkara mæli.Því er það skandall að fleiri þjóðir hafi ekki séð framhjá,hinu svokölluðu "dýraverndun"og neitt hvalaafurðir.
Fjölgun mannkynsins á eftir að kalla á meiri fæðu,því má ætla og þjóðir opni augun fyrir því að þarna er matur,sem getur fætt marga munna.
Segja Kristján undir gríðarlegum þrýstingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staðreynd,sem fólk vildi ekki hlusta.
8.5.2011 | 22:07
Áratugnum 1970-1980 rak Jón Gunnarsson(heitinn) Sædýrasafnið í Hafnarfirði.Til að geta fjármagnað þann rekstur,leigða hann síldarbát til veiða á háhyrningum fyrir sædýrasöfn vítt um heiminn.
En við tilkomu kvikmyndarinnar"Free Willy",var eins og flestir íbúar heimsins,töldu að veiðar á þessum kvikindum,væri mannvonska að hæsta stigi,og yrði að hætta þegar í stað.
Mörg af "náttúruverndarsamtökum" heims græddu stórar fúlgur úr höndum fólks,sem höfðu ekki hugmynd um grimd þessara dýra og fjölda.Nú eins og menn muna var Keiko,sem var í raun annað nafn á Willy,sendur hingað heim til að hægt að sleppa honum á svæði því,sem var veiddur á.Hér voru eyddar margar milljónir í það verkefni.
En íslenskir sjómenn vissu alltaf ,að þessi skepna var óhemju grimm,og gerðu þeim mjög erfitt fyrir,sérstaklega á reknetum(síldveiðar) eða á lúðuveiðum.Manni er það sérstaklega minnisstætt,er sjómenn fengu ameríska herinn til að henda sprengjum á reknetasvæði til að granda þeim,enda olli þeir stórskaða á veiðarfærunum.Á lúðuveiðum hrifsuðu þeim stórlúðunum af krókunum,þegar verið var að draga línuna.
Nýlega voru sýndar sjónvarpmyndir,þar sem að háhyrningar sótti selkópa upp í fjörur,einnig hafa sjómenn orðið vitni á því,að þeir ráðast í hópum á stórhveli,líkt og úlfar og ljón ráðast á stór dýr.
Hér viða í hafinu í kringum land eru víða stórar hjarðir af háhyrningum,og þá einkunn á síldarmiðum.
Það væri ekkert að því,að drepa þúsundir af honum,en því miður veit enginn hvernig hægt væri að nýta hann.En ég teldi ekkert athugavert við það að veiða hann til að þjálfa,í dýrasöfnun líkt og áður var gert.Það yrði enginn skaði skeður.
Háhyrningur konungur dýranna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vantar ekki eitthvað upp á fréttina?
3.5.2011 | 13:09
Ný leg frétt var að Samherji hf.hafi keypt hluta útgerðar Brims hf.Það kemur fram í fréttinni að Landsbankinn hafi lánað 10.9 milljarða til kaupanna og Samherji hf greitt rúm 3 milljarða í peningum,sem koma frá eigin rekstri Samherja erlendis frá.
Þegar fréttir eru lagðar svona fram,án fullnægjandi skýringa,er einungis verið að espa upp almenning.
Menn ættu að spyrja hvað Brim hf,gerir við andvirðið.Þá hafa öllum verið ljóst,að Brim hf hefur skuldað miklar fjárhæðir.Þá velltir maður því sér hvort stjórnendur bankans hafi ekki farið fram á þennan gjörning,og Samherji yfirtekið skuldir Brims hf.
Ef svo hefði verið,er fréttin ekki eins hneyslanleg.Af þessu sögðu teldi að Landsbankinn,Þorsteinn Már hjá Samherja og Guðmundur hjá Brim,að skýra málið fyrir almenningi.Þjóðin þarf á gagnsæi að halda,leynimakk gerir bara ýlt verra,sem er skiljanlegt miðað við hvernig hún hefur orðið úti í kreppunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)