Vantar ekki eitthvað upp á fréttina?

 Ný leg frétt var að Samherji hf.hafi keypt hluta útgerðar Brims hf.Það kemur fram í fréttinni að Landsbankinn hafi lánað 10.9 milljarða til kaupanna og Samherji hf greitt rúm 3 milljarða í peningum,sem koma frá eigin rekstri Samherja erlendis frá.

Þegar fréttir eru lagðar svona fram,án fullnægjandi skýringa,er einungis verið að espa upp almenning.

Menn ættu að spyrja hvað Brim hf,gerir við andvirðið.Þá hafa öllum verið ljóst,að Brim hf hefur skuldað miklar fjárhæðir.Þá velltir maður því sér hvort stjórnendur bankans hafi ekki farið fram á þennan gjörning,og Samherji yfirtekið skuldir Brims hf.

Ef svo hefði verið,er fréttin ekki  eins hneyslanleg.Af þessu sögðu teldi að Landsbankinn,Þorsteinn Már hjá Samherja og Guðmundur hjá Brim,að skýra málið fyrir almenningi.Þjóðin þarf á gagnsæi að halda,leynimakk gerir bara ýlt verra,sem er skiljanlegt miðað við hvernig hún hefur orðið úti í kreppunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samherji er alfarið í Hollenskri eigu. Það að taka yfir skuldir er ekkert nýt. Sérsaklega skiljanlegt þegar engin önnur leið er fyrirliggjandi að afskrifa þær.

En hvað sem því líður, þá er Samherji ekki Íslenskt fyrirtæki nema að nafninu til.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.5.2011 kl. 13:37

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þakka innlitið og athugasemdir.

Það sem þú segir,vekur það spurningar um það,hvort rekstur Samherja hf í Þýskalandi,Hollandi og fleiri ríkjum,sé að tryggja sig,ef niðurstaða verði að Ísland gangi inn í ESB,að fá mikinn kvóta úthlutað frá sambandinu.

Allt þetta brölt með breytingu á fiskveiðikerfinu hér á landi,geta alveg verið til einskis,ef við göngum þangað inn,því að við fáum engu ráðið um fiskveiðistefna hér við land,nema kannske með fárra ára vegna aðlögun.

Ingvi Rúnar Einarsson, 3.5.2011 kl. 14:19

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Í dag kom grein í Fréttablaðinu,svarar spurningu minni.Guðmundur hjá Brim,að salan tengjist ekki skuldauppgjöri.Þá spyr maður,af hverju ekki?

Í.feb.2010 er skuldastaða Brims og tveggja eignarhaldsfélaga upp á 24 milljarða.Því það er það ráðgáta af hverju söluverð er ekki lagt til að grynna á slíkri skuld.Landsbankinn hefur staðfest það að Brimi er ekki beytt neinum þrýstingi,um að greiða sína skuld.En eitthvað hljóta veð hafa rýrnað.

Það verður næsta,sem þjóðin fréttir,er að skuldir eignahaldsfélaga Brim verði afskrifaðar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 3.5.2011 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband