Kristján er ekki sá maður,sem gefst upp.

 Það hlakkar í Alþjóðadýraverndarsamtökum yfir því,að ekki verði veiddir Langreyðar í sumar.Þau samtök eru einungis að mikla sjálfum sér,yfir því að hafa sigrað Kristján.

Þarna er bara verið,að benda styrktaraðilum á að þeir hafi unnið fyrir þeim peningum,sem samtökin hafi svindlað út úr saklausu og auðtrúa fólki um að verið sé að eyða hvölum.

 Það má vel vera að ekki sé allur hvalur seldur frá veiðum síðasta árs,en stað reyndin er sú að aðrar þjóðir en Japanar éta ekki hval.Svo ástandið í Japan eftir jarðskjáltana veldur því,að þeir verða halda að sér.En eitt er víst að Japanir eru dugleg þjóð,sem á eftir að stíga upp úr þeim þremmingum,sem þeir eru í.

 En svo við snúum okkur að þeirri staðreynd að hvalir hafa fjölgað mikið á síðustu árum,og er því sá stofn,sem á eftir að ganga að fiskistofnunum,í ríkara mæli.Því er það skandall að fleiri þjóðir hafi ekki séð framhjá,hinu svokölluðu "dýraverndun"og neitt hvalaafurðir.

Fjölgun mannkynsins á eftir að kalla á meiri fæðu,því má ætla og þjóðir opni augun fyrir því að þarna er matur,sem getur fætt marga munna.


mbl.is Segja Kristján undir gríðarlegum þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband