Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
Skila Færeyingum.
30.9.2010 | 17:57
Er ekki rétt að við Íslendingar skilum aftur láninu,sem fengum frá þeim.
Við höfum fengið lán AFG,sem er talin nægja okkur.
Sýnum Færeyingum þakklæti.
Örlög Eikar banka ráðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvílík ræða.
28.9.2010 | 14:06
Ég hlustaði rétt í þessu,ræðu Þórs Saari á Alþingi.
Ég skora á alla,sem ekki heyrðu að verða sér úti,um ræðuna,á neti Alþingi.
Hér er sonur þjóðarinnar,sem hún má vera stolt af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt dæluskip nauðsynlegt.
28.9.2010 | 13:22
Siglingamálastofnun segir að þarf að útvega sanddæluskip til nota.
Ef sanddæluskip yrði tekið á leigu einungis til þeirra verkefna til að dæla úr höfninni,er hætt við að leigugjald yrði nokkuð hátt,þar sem að skip hefði ekki annað verkefni.
Verkfræðingur hefur lagt til að dælubúnaður yrði settur við höfnina,tekur undir tillögu,sem ég hef áður lagt til.Þá spyr maður hvort kostnaður á slíkum dælubúnaði hefur verið kannaður,og ekki síður hvort það sé gerlegt að koma upp slíkum búnaði,sem gæti virkað.
Í viðtali við fréttamiðla,segir verkfræðingur Siglingamálastofnun,að þeir bíði eftir sv-eða v-átt,sem myndi hreinsa upp það efni,sem sækir í höfnina.Ég vil benda á,að vestanátt hefur ekkert að segja varðandi hreinsun hafnarinnar.Það er straumur,sem skiptir öllu máli.Vesturfall er það sterk,en austurfall er ekkert.
Rök fyrir þessum skrifum er sú,að ef út er sett baugja(t.d.netabaugja),þó að sé vestanátt leitar hún á móti vindáttinni,vegna straums.Þar að segja að hafaldan kemur á hafnargarðanna í yfirborðinu,en straumur undir yfirborðinu ber sand í gagnstæðaátt.
Nýtt sanddælusskip nauðsynlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslendingar þurfa ekki að fara inn í lögsögu annara ríkja.
25.9.2010 | 11:28
Ég hef áður sagt,að samningur um veiðar á makríl,má aldrei verða í þá veru að erlend skip komi inn í íslenska lögsögu til að veiða makríl.Því getum við tekið undir það að Íslendingar veiði makríl innan sinnar lögsögu,en ekki annara.
Hér er um mikilvægt atriði,ekki síst vegna meðafla.
ESB hleypi Íslendingum ekki inn í lögsöguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sofna undir stýri.
24.9.2010 | 15:53
Það er ekki fyrsta sinn að slíkt hendir,og sjálfsagt mikið um það,þó ekki hafa hlotist af því slys.
Hér má vera ljóst,að fámenni umborð,er því að kenna.Umborð í þessum bátum er mikil vinna,samhliða löngum stöðum.
Við tilkomu fiskveiðistefnunnar,hefur fækkun sjómanna á skipum orðið til þess að stöður þeirra hafa aukist.Vaktaskipti hafa verið lögð af,og krafa til réttindamanna hefur engin verið.
Útgerðarmenn hafa farið fram á fækkun réttindamanna,t.d. að krafa til 2.stýrimanns verði lögð af á öllum skipum nema togurum og fjölveiðiskipum.
Fækkun í áhöfn var áður sjómönnum til góða,þar að hlutur þeirra,sem fækkað var kom í viðbót þeirra sjómanna,sem eftir voru.Oftast var það gert vegna samþykki skipstjóra,þar að hann hafð duglega og góða áhöfn.
Yfir þessu urðu útgerðarmenn ósáttir,þeir vildu fá þann hlut til sín.Þá var haldið fram að þeir hefðu kostað hagræðingu við veiðarnar,sem gerði það að verkum,að hægt væri að fækka sjómönnum.Þetta fengu útgerðarmenn í gegn,sem varð til þess að þeir heimtuðu fækkun.Þá var ekki tillit til þess,hverskonar mannskapur var umborð.Mín reynsla var sú að sumum tilfellum voru afköstin með 10 mönnum betri,en hjá 12 mönnum.
Auk má það koma fram að útgerðarmenn eru farnir að ráða undirmenn,sem var alfarið í höndum skipstjóra áður fyrr.Þá er ekki spurt að getu viðkomandi sjómann,heldur var vinur eða venslamaður útgerðarmanns,sem óskaði eftir ráðningu hans.
Af þessum sökum kemur yfirálag á þá,sem eru vanir.Því þeir verða vinnu þeirra óvönu.
Svo að víki aftur að þessum bátum,sem fréttin segir af.Þá er þetta línubátar jafnvel með beitingarvél.Þá er þetta stanslaus vinna frá því,að skipið kemur á miðin,þar nægur afli er kominn til landferðar.Þarna eru fjórir menn að vinna sömu vinnu og 11-12 mönnum á öðrum línubátum.
Þetta er ein ástæða fækkunar í sjómannastéttinni.
Skipstjórar sofna við stýrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig væri að skellinum væri jafnt skipt?
24.9.2010 | 14:14
Öllum er ljóst,að við hrunið,varð verðtrygging að hækka.En þar sem að hrunið var ekki skuldurum að kenna,heldur þeim,sem réðu bönkunum.
Í ljósi þess verður að taka tillit að tapið var mikið.En staðreyndin er sú að bankarnir,sem og íbúðalánasjóður eru bæði með belti og axlabönd,þegar svona hrun verður.En skuldarar eru berskjaldaðir.
Því teldi ég að skuldarar og lánveitendur eiga taka jafnt á sig skellinn.Þar að segja, að höfuðstóll lána hækkuðu um 50% miðað við fulla verðbólgu.
Allt tal um að setja 4% þak,sem er vissulega fjarstæðukennt,því er þessi tillaga lögð fram,til að koma á móts við skuldara.Vissulega leysir það ekki nema brot af stöðu heimilina.
En það er alveg ljóst að ríkisstjórnin ætlar sér ekki að gera neitt.Landið er að rísa vegna þess að bönkunum hefur verið bjargað,segir Steingrímur. Á meðan sefur Össur ásamt sínu fylgdarliði í stúku Íslendinga hjá SÞ.þjóðinni til skammar.Og Jóhanna setur sig á stall með konum,sem hafa verið sínum þjóðum til sóma.Þar á hún ekki heima.
Vilja þak á verðbætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvert er álit hershöfðingann?
23.9.2010 | 15:46
Frétt þessi segir okkur ekkert,nema komi fram álit hershöfðingann á gæslunni.
Var honum sagt að,ekki er hægt að reka varðskipin okkar eða þyrlur vegna fjármagnsörðuleika?
Var honum sagt,hvað við værum illa í stakk búnir til að halda uppi björgunarsveit,vegna skort á tólum og tækjum?
Var honum sagt,að ekki væri hægt að halda uppi nauðsynlegum mannafla vegna skerðingu á fjármagni til gæslunar?
Bandarískur hershöfðingi heimsótti Gæsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fundur með forseta Rússlands.
22.9.2010 | 18:14
Á fundi forsetanna var rætt um að auka samvinnu Íslands og Rússlands með sérstöku tilliti til mikilvægis Norðurslóða á komandi árum og áratugum. Bæði ríkin eru stofnaðilar að Norðurskautsráðinu og voru forsetarnir sammála um að efla það og styrkja enda væru Norðurslóðir óðum að verða eitt mikilvægasta svæði veraldar. Þar væri að finna um fjórðung vannýttrar orku jarðarinnar; loftslagsbreytingar og bráðnun íss yrðu sífellt hraðari og líkur væru á því að ný siglingarleið mundi opnast meðfram norðurströnd Rússlands. Hún myndi tengja Asíu við Evrópu og Norður-Ameríku á nýjan hátt. Lega Íslands væri afar mikilvæg í þessu sambandi.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti fundaði með forseta Rússlands,eins og kemur fram hér að ofan,eru Íslendingar ein af þeim þjóðum,sem eiga tilkall til Norður-slóða.Því ber ríkisstjórn landsins að vera vel vakandi,að aðrar þjóðir séu ekki að fjalla um svæðið,án þess að þeim er það kunnugt.
Það er stór hætta á því,að þegar ríkisstjórn og aðrir embættismenn eru svo uppteknir af sjálfum sér og hruninu.
Ég vil leifa mér,að þakka Forseta Íslands að standa vaktina fyrir Íslands hönd.Ekki veitir af,á meðan sama ruglið,torveldar allar vitrænar hugsannir,bæði í ríkisstjórn og Alþingi landsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forsetinn fundar.
21.9.2010 | 11:49
Sem betur fer höfum við mann,það sjálfan Forseta lýðveldis, á meðan ríkistjórn og alþingismenn eru svo uppteknir af sjálfum sér,sem gerir sér það ljóst að verið er að halda Íslandi fyrir utan viðræðum um N-Íshafið.
Þegar stjórn Kanada kallaði til fundar um N-Íshafið,voru Íslendingar ekki kallaðir til.Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna undrandi yfir því,og sagði það berum orðum.Ekki þótti ríkisstjórn Íslands ástæða að mótmæla.Heldur lét aðra troða yfir okkur,af því að hún var svo upptekin,á ICESAVE málinu og nú yfir því,að kenna hvoru öðru um sakir á hruninu.
Norðmenn og Rússar hafa gert sér samkomulag um að þær þjóðir einar,eiga rétt að nýta sér,sem undan ísnum kemur.Hér en verið að troða á Íslendingum,því Þeir eiga fullan rétt til þessa svæðis.
Þegar Forseti Íslands fer til áðurnefndan fund,ætti hann að hafa sér til fullþingis,Þjóðréttar-og hafréttarfræðinga,ef þeir finnast hér á landi.
Ég vil óska Forseta Íslands,góðar ferðar.Ég veit að hann mun berjast fyrir rétti Íslendinga.
Forsetinn fundar með Pútín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Dagur iðrunnar.
18.9.2010 | 12:50
Samkvæmt Gyðingatrúar er í dag,dagur iðrunnar.
Hvernig væri að allir þeir,sem hafa staðið að því,með bankaráni og stuld út úr sjóðum tryggingafélaga,lífeyrissjóða og annara félaga,komi fram fullir iðrunnar og viðurkenni hlut sinn,og skili aftur öllu því fjármagni,sem þeir tóku ófrjálsi hendi.
Margir telja það,að þeir hafi ekki brotið lög,en að fara í kringum þau,er einungis verið að plata almenning.Það er vitað að það er 4-5 leiðir í kringum lög og reglugerðir.Í flestum tilfellum hafa þeir,sem ætluðu sér að gera það,höfði ráðið til sín lögfræðinga og endurskoðanda,til að finna smugurnar.
Það kemur í fréttum,hvern dag um hvers kyns hrókeringar um fjármagn í allar áttir.
Allar þessar gjörðir hafa gerbreytt lífi almenning,sem og framtíðarvættingar hjá ungu fólki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)