Forsetinn fundar.

Sem betur fer höfum við mann,það sjálfan Forseta lýðveldis, á meðan ríkistjórn og alþingismenn eru svo uppteknir af sjálfum sér,sem gerir sér það ljóst að verið er að halda Íslandi fyrir utan viðræðum um N-Íshafið.

Þegar stjórn Kanada kallaði til fundar um N-Íshafið,voru Íslendingar ekki kallaðir til.Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna undrandi yfir því,og sagði það berum orðum.Ekki þótti ríkisstjórn Íslands ástæða að mótmæla.Heldur lét aðra troða yfir okkur,af því að hún var svo upptekin,á ICESAVE málinu og nú yfir því,að kenna hvoru öðru um sakir á hruninu.

Norðmenn og Rússar hafa gert sér samkomulag um að þær þjóðir einar,eiga rétt að nýta sér,sem undan ísnum kemur.Hér en verið að troða á Íslendingum,því Þeir eiga fullan rétt til þessa svæðis.

Þegar Forseti Íslands fer til áðurnefndan fund,ætti hann að hafa sér til fullþingis,Þjóðréttar-og hafréttarfræðinga,ef þeir finnast hér á landi.

Ég vil óska Forseta Íslands,góðar ferðar.Ég veit að hann mun berjast fyrir rétti Íslendinga.


mbl.is Forsetinn fundar með Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Ingvi, þetta hafa verið góðir pistlar hjá þér varðandi hugsanlega opnun siglingaleiða. Vitanlega eigum við íslendingar að nýta okkur þetta til fulls.

Við eigum að byggja góðar hafnir í framtíðinni sem og koma okkur upp góðri skipaútgerð sem flaggar heim og notast við íslenska sjómenn. Í þessu liggja mikil tækifæri.

Jón Ríkharðsson, 21.9.2010 kl. 12:51

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Jón.Ég þakka þér fyrir undirtektirnar.Maður er vonandi ekki skrifa fyrir daufum eyrum,alls þjóðarsamfélagsins.

En hvað kemur svo endanum út úr því,kemur í ljós.En verst af öllu finnst mér,hvað stjórnir félaga sjómanna,eru tregar til að taka undir skrif mín og ræður.Þetta er lífsspurmál,að ímynd sjómannsins,fái byr undir báða vængi.Íslenska sjómannastéttin,ekki síst farmannastéttin er að líða undir lok.Og að slíkt muni gerist hjá þjóð,sem byggir afkomu sína á siglingum og fiskveiðum.

Ingvi Rúnar Einarsson, 21.9.2010 kl. 13:42

3 Smámynd: Guðjón Petersen

Sæll frændi og takk fyrir ábendingar og athugasemdir. Sammála um að við verðum að leggja áherslu á að gæta réttar okkar á Norðurslóðunum. Bestu kveðjur

Guðjón Petersen, 21.9.2010 kl. 13:43

4 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Takk fyrir bloggið Ingvi!

Alveg sammála um að við verðum að gæta vel að rétti okkar á norðurslóðum

Bestu kveðjur

Ragnheiður Ólafsdóttir, 21.9.2010 kl. 14:25

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll frændi.Ég þakka fyrir undirtektirnar.Ég veit að þú,hefur verið viðstaddur,er ég hef oft bendt á þá staðreynd,að við  Íslendingar eigum þennan rétt.Kveðjur.

 Ragnheiður.þakka innlitið og orð þín.Bið að heilsa Sölva.Kveðjur.

Ingvi Rúnar Einarsson, 21.9.2010 kl. 15:31

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Mér er það minnisstætt þegar samið var við Norðmenn um Jan Mayen-svæðið.

Staðreyndin var sú að við áttum fullan rétt á Jan Mayen.Jan Mayen  var á Jan Mayen-hryggnum,sem tilheyrði Íslandi.Þar sem mestu máli skpiti í því máli var að ekki var búseta á eynni.Norðmenn þóttust hafa búsetu með því að þarna var sjálfvirk veðurathugunnarstöð.Og þeir þyrftu að koma þarna einhverja daga á ári,til að endurnýja tækin.

En Norðmenn vissu að þeim var ekki stætt á því.Þess vegna gerðu þeir íslenskri ríkisstjórn tilboð til sáttar,sem ríkisstjórnin stökk á,eins og köttur á mús.En tilboðið var að Íslendingar fengu 200 míla lögsögu að Jan Mayen.

Allir vita það nú að við þessi 200 mílna mörk er verið að rannsaka,vegna olíu þarna undir hafbotninum.Norðmenn geta nálgast þá olíu með skáborunum frá lögsögu Jan Mayen.

En staðreyndin var sú að við létun Norðmenn ræna Jan-Mayen frá okkur.Ef það hefði ekki gerst væri lögsaga Íslendinga 200 mílur norður af eynni,og ekki síst 200 mila þaðan í átt að Noregi.En miðlína á milli Grænlands og Jan Mayen.

Ingvi Rúnar Einarsson, 21.9.2010 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband