Ferðamannaiðnaður.

Ferðamannaiðnaður er talið þriðja stærsti gjaldeyrisskapandi grein,hér á landi.

Það má víða bera niður í því sambandi.Hvað er það sem ferðamaðurinn sækir í?

Ef við byrjum á skemmtiferðaskipin.Skemmtiferðaskipin taka land í Reykjavík,ferðamennirnir þar umborð hafa mismunandi vilja um hvað skal gera í landi.Fjöldinn óskar eftir því að ferðast um suðurlandið,og skoða perlur okkar.Þingvöll,Gullfoss og Geysir.Þarna gefst rútufyrirtækin að auka við sinn kost.Ferðaskrifstofur innheimta fyrir þessar ferðar,þá spyr maður hvernig sá reikningur er.Kostnaður er sjálfsagt,rúta með bílstjóra og fararstjóra,og vinna starfsmanna á ferðaskrifstofunnar.En hvað er greitt fyrir að berja perlur okkar augum?

Við komu á Akureyri,eru ekki síður perlur að sjá,má þar nefna Ásbyrgi,Dettifoss,Hljóðakletta,Goðafoss og Mývatn.Hef ég sömu hugleiðingar gagnvart hlut ferðaskrifstofu og kostnað.En því spyr ég,hvað er greitt fyrir að berja perlur augum.Okkur er það ljóst að aðsókn fólks á þessa staða,valda miklum átroðningi,sem og spillingu á svæðum.Til verndar á svæðum,þarf auka við mannskap við eftirlit og halda við svæðum.Það sjálfsagt í flestum ríkjum,að ferðamaðurinn greiði þann kostnað,með áhveðni gjaldtöku.

Annað ferðafólk sækir í ýmislegt,td.hvalaskoðun,lax og silungsveiðar,hreindýraveiðar og sjóstangaveiðar og aukning er að gerast í golfferðir hingað til lands.

Þjóðgarðar erlendis eru áhveðin söluvara.Hér á Íslandi 4-5 þjóðgarðar,sem útlendingar hafa sótt að.Þar vantar fleiri þjónustumiðstöðvar.

Allt þetta gefur af sér gjaldeyrir og það er vel,en spurning er hvort hægt er að auka tekjurnar af með því byggja upp aðstæður.Bændur og búalið hefur staðið vel i að breyta búum sínum,í hina svokölluðu bændagistingu,þar sem afurðir búsins eru nýttar til að fæða ferðamenn.

Þá velltir maður,fyrir sér hverjir hagnast mest á ferðaiðnaðnum.Eigendur hvalaskoðunnarfyrirtæki hafa barist gegn hvalveiðum.Hér er ákveðin auglýsingatækni viðhorf,enda öll umfjöllun í fjölmiðlun um stríð hvalveiðimanna og hvalaskoðunarmanna,skapar athygli.

Sjóstangaveiði er vinsælt á meðal útlendinga.Í nýlegum fréttum er Þjóðverji veiddi stórlúðu,kom fram að 60 bátar á Suðureyri væru leigðir til sjóstangaveiða,og aðsókn til þeirra veiða verið mikil.Þá kom það fram að þeir sem standa að þessari atvinnu verða leiga kvóta til veiðanna.Það kom einnig fram að leiguverð til þeirra er hærra,en markaðsverð.Þarna liggur það fyrir að þeir kvótaeigendur eru að hagnast á ferðamennskunni.Var ætlast til þess,er útgerðarmönnum var úthlutaður kvóti.

Margt fólk hefur komið að ferðmennskunni með sölu á ýmsum heimaunnum vörum,bæði flíkum og mat.Þarna er kannske verið að brjóta lög í ýmsum skilningi,heimaslátrun,sultugerð og köku-og brauðbakstri,o.fl.Þó hafa ýmsir fengið leyfi,þar sem að eftirlit með húsakynnum og hreinlæti er viðhaft.En alla vega má ætla að markaður fyrir þessar vörur fer vaxandi.Því teldi ég að eftirlit með því yrði ekki með algerðu banni,heldur yrði eftirlitið til leiðsagnar um hvað ber að gera,til að þetta standist lög.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband