Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Yfir 10% af eignum sjóðsins hugsanlega afskrifaðar.
28.4.2010 | 23:31
Á árfundi kom meðal annars fram hvað mikil upphæð,verða hugsanlega afskrifaðar,vegna fall bankanna og gjaldþrota nokkra hlutafélaga.Hér var um að ræða yfir tuttugu milljarðar.Ekki er vitað hvað fæst hugsanlega tilbaka.Hér er um gífurlega blóðtaka,sem Lífeyrissjóðurinn Gildi ber.
Vilhjálmur var spurður hvað vinnuveitendur væri að gera í stjórn Gildi.Hann taldi að vinnuveitendur greiddu til sjóðsins og vildu því tryggja það,að einhverjir og einhverjir færu ekki með féð til ávöxtunnar í einhverja vitleysu.Hann myndi beita sér fyrir því,innan SA að ekki yrði greitt til lífeyrissjóð,sem þeir hefðu ekki aðgang að stjórn þess.
Með öðrum orðum,að sjóðfélagar væru svo vitlausir,að þeir gætu ekki varðveitt eða ávaxtað það fé,sem inn kæmi inn í sjóðinn.-Einnig er hann með það í hausnum að greiðslur frá vinnuveitendum,sé eitthvað annað,en umsamin laun sjóðfélaga.
En eðlilega eru sjóðfélagar á öðru máli.
Sjóðsstjóri Gildis fer frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Lífeyrissjóðurinn Gildi.
20.4.2010 | 18:14
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Síðasti þáttur Spaugstofunnar í kvöld.
17.4.2010 | 22:47
Í kvöld var síðasta þáttur þeirra,Karl,Sigurjóns,Pálma og Arnar"Spaugstofan.Það verður eftirsjá í þeim.
Þátturinn í kvöld,var mjög góður,eins og venjulega.Það er ótrúlegt hvað hafa tekið atburði líðandi stunda,og í raun flutt þá inn á heimilin á spaugilegan hátt
Þeir hafa sagt,allt sem aðrir vildu segja,og virðast ekkert vera feimnir með það.
Srákar.Hafið þökk fyrir skemmtilegan þátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vírusinn hennar Jóhanna.
17.4.2010 | 19:48
Afsökunarræða Jóhanna,var einungis gerð til að kenna öðrum um.Hún sagði að við einkavæðingu bankanna,að tilstuðlum Framsóknar-og Sjálfstæðisflokkana, hefði myndast vírus,sem hefur verið smitberi á milli marga Íslendinga.Og er þar Samfylkingin engin undantekning.Þetta er að vísu rétt hjá Jóhönnu,en vírusinn var ekki að myndast þá.Hann hefur krumað allt frá því ári,þegar Jóhanna og Steingrímur ásamt sínum flokksbræðrum og systrum samþykki að veðheimildir á kvótanum.
Einkenni þeirra,sem tóku þennan vírus var græðgi í völd og fjármunir.Græðgi þessi lokaði augum fyrir því,að hér var verið að ræna byggðalögum lifibrauð sín og atvinnu fjölda íbúa.Ræna gamalreyndum útgerðar-og sjómönnum,fyrirtækjum,sem þeir höfðu byggt upp á lífsleiðinni.
Við einkavæðingu bankanna hélt þetta áfram,með því að bankarnir voru seldir misyndismönnum,sem hikuðu ekki við,að ræna úr þeim sparifé almenning.
Því segi ég það,að það er enginn af fjórflokkunum,sem lýst getur yfir sakleysi sínu.
Jóhanna og allir stjórnmálmenn síðustu tuttugu ára.Lítið í eiginn barm,ég er viss um það að finnur þinn þátt í hruninu.Þegar þú finnur þinn þátt,vertu manneskja og viðurkenndu það,og láttu þjóðina um það,að gera það upp við sig,hvort hún kýs að njóta krafta þína á komandi árum.
Létum þetta líðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Utanþingsráðherra vinnur sína vinnu.
16.4.2010 | 15:41
Ég var á hlusta það sem fór fram í þingsölum í dag.Vakti það athygli mína,að Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra flutti hvert frumvarpið á fætur öðru.Einnig fannst mér að þau fáu andsvör frá þingmönnum hvort þeir voru í ríkisstjórnarflokkum eða ekki,voru eingöngu til að hrósa tilkomu frumvarpsins.
Eitt af frumvörpum ráðherra var að sameina þjóðskrá og fasteignaskrá.Það komu fram í andsvari,hvort ekki væri tilvalið að sameina fleiri skrár.Ráðherra taldi svo vera,en þær skrár voru undir önnur ráðuneyti,því gat hún ekki haft áhrif á það.
Svona er búið að unga út alskonar stofnunum,á milli ráðuneyta. Skráarsöfn ber að koma undir eina stofnun,mér datt í hug að þjóðskjalasafn væri höfuðstöðin að slíku.Það myndi skapa mikið hagræði bæði ríkisstjórnar og almenning.Almenningur þarf þá ekki,að vera þeytast á milli stofnanna til að ná í gögn.
Ríkisskattstjóri virðist hafa greiðan aðgang að þessum skjölum,það má sjá á skattskýrslu almenning,þar sem að skattstjóri veit allt,um okkar hag og hefur fyllt okkar skýrslu,sem þarnast ekki nema undirskriftar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hjartanlega til hamingju.
15.4.2010 | 14:24
Vigdís Finnbogadóttir er 80 ára í dag.Ég held að ég tali fyrir hönd alla Íslendinga,er ég segi að hér er persóna,sem hefur verið sameiningartákn þjóðar sinnar,í orðsins fyrstu merkingu.
Sú vinsemd og hjartahlýja,sem skinið hefur af henni,allar götur síðan hún kom fyrir almenningssjónir,hefur opnað hjörtu manna,og það stolt sem hún hefur vakið hjá þjóðinni,er hún hefur mætt tignarfólki alheimsins,með því fasi,að alþjóð hefur dásemað hana.
Hér fór okkar dýrasta djásn,dóttir Íslands,og rændi hjörtum allra.
En og aftur til hamingju með afmælið,og hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sungu fyrir Vigdísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er "Breska ljónið" orðið tannlaust.
15.4.2010 | 13:40
Í fréttaflutningi í gærkvöldi,var sagt frá því,að "útrásarvíkingar"hefði allir nema þrír,flutt lögheimili sitt erlendis.Flestir höfðu flutt til Bretlands.
Þetta kemur mér nokkuð spans fyrir sjónir,þegar maður hugsar til þess,að Bretar er sú þjóð,sem útrásarvíkingarnir léku,fyrir utan Íslendinga,verst.Hópar aldraða,sveitarstjórnir og góðgerðahópa,svo eitthvað sé nefnt misstu aleigu sína vegna ICE-save,svona má lengi telja.Brown setti hryðjuverkalög gagnvart Íslendingum o.s.frv.sem er óþarfa að telja upp.
Hugsum okkur svipað dæmi.Þætti það ekki skrítið,ef Bandaríkjamenn leifðu að foringjar hryðjuverkasamtaka,að skrá lögheimili sitt í USA.
Nei "breska ljónið"er greinilega tannlaust,og breiðir sínum loppum(hrömmum)utan um þá,til vernda þá,gegn vonsku Íslensku þjóðarinnar.Kannske breskir ráðamenn séu svo hrifnir af því,hvernig þeir léku sér með fólk illa,hér á landi sem annars staðar og ætli sér að nota sér þá til að ráðast á hagkerfi annara ríkja, í náinni framtíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýta skýrsluna,sem lækningatæki í samfélaginu.
13.4.2010 | 00:32
Þettu urðu orð forsætisráðherra í dag.Mér er spurn,Hvernig getur skýrslan orðið lækningatæki'
Upphaf spillinguna var við heimildar á veðsetningu kvótans.Þá hófst kapphlaupið í bankana,til að fá lánsfé til að kaupa kvóta.Kvóta til að veðsetja til að kaupa meiri kvóta,svona koll af kolli.Nokkrir ungir menn áttuðu sig á því,hvað sem koma skal og léku leikinn.Eldri fiskimenn,sem höfðu gert út með góðum árangri,sváfu á verðinum,og hugleiddu ekki hvað var að gerast.Dæmi:Miklir aflamenn létu byggja stórt og öflugt skip,skip þetta var dýrt,enda mikið borið í það.Nú sáu þeir fljótt að til að rekstur skipsins gæti gengið, yrðu þeir að fá meiri kvóta.Þá komust þeir að því,að ungu mennirnir höfðu keypt allan kvótann,sem falur var.Stjórnendur bankanna töldu að úr því að þeir gætu ekki rekið skipið vegna kvótaleysið,yrði þeir að selja ungu mönnunum skipið.Þar fór ævistarf þeirra gömlu,og lifibrauð heils bæjarfélags.Hér hefst meinsemdin og ekki reynt að lækna,enda lækningtæki til staðar.
Þá hefst einkavæðing banka og fyrirtækja.Síminn,Sementverksmiðjan,Áburðarverkssmiðjan o,s.frv.voru seld og yfirleitt á sportpris,annað verra að söluverð var upp á krít.Sem átti að borga eftir minni,án nokkra veða nema kannske í fyrirtækinu sjálfu.Bankarnir voru seldir og kaupverðið var greitt með lánsféi,þar sem veð var í bönkunum sjálfum eða krosseignar veði frá öðrum banka.Stjórn landsins dásemaði kaupendur,þar sem að þeir voru að komu frá útlöndum með mikið fjármagn í erlendum gjaldeyri.En það fjármagn skilaði sér engan veginn upp í kaupverðið.Meinsemdin magnast en enginn áhugi fyrir því,að komast fyrir meinið.
Þá er komið að hrunadansinum.Bankarnir fara á hausinn,heimili og fyrirtæki tortímast,margir missa aleigu sína og meira til,fjölda fólks verður atvinnulaust.Þjóðin er reið og krefst þess að þeir sem áttu hlut að máli svari til saka.
En nú er skýslan komin.Forsætisráðherra fagnar segir.Góðir Íslendingar lækningatækið er komið,nú verður breyting í samfélaginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Alvarlegar ávirðingar.
10.4.2010 | 14:15
Hrunadansinn hefur fært þjóðinni,það mesta böl.Enn er leitað að sökudólgum. Flestum er kunnugt,hverjir þeir eru,en sökin er ósönnuð fyrir dómi.
Meintir sökudólgar bregðast misjafnlega við.Sumir með auðmýkt og afsökunnartón,en aðrir,líkt og Jón Ásgeir með hótunum og hroka.Seinni aðferðin er ekki til að bjóða þjóðinni sátt,heldur hið gagnstæða.Eðlilega er heift landsmanna mikil,hún vill fá upp á yfirborðið allt,sem viðkemur hruninu.Ekki síst vegna þess,að þá veit hún fyrir víst hverjir þeir eru,sem léku hana svona grátt.En seinagangurinn er öllum til vansa,og þjónar einungis þeim tilgangi að sakir verða fyrndar,en það er stefna meinta sökudólga,með kærum til blaðamanna og stjórnarliða,enda er hætt á því,að slík kærumál tefji fyrir framgangi aðalmálsins.
Ég beini því tillögu til dómsmálaráðherra,skipta hæstarétti í deildir,deild sem svo fjallar um mál,sem viðvíkur hruninu og deild sem fjallar um önnur mál.Það verður að fara keyra málin í gegn með meiri hraða.
Biður Steingrím að gæta orða sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vonbrigði.
9.4.2010 | 14:29
Þau orð sem Jóhanna hefur sagt í öllum sínum viðtölum eru Skoða og vonbrigði.
En er hún að skoða,hvort almenningur,sé ekki hliðhollur því að ganga í ESB.Alla vega telur hún,að fv.forveri hennar hafi rangt fyrir sér,er hún segir að ekki sé tímabært að vera í aðildarviðræðum við ESB.Ingibjörg Sólrún hefur greinilega skoðað vilja þjóðarinnar,en Jóhanna hefur verið að skoða eitthvað allt annað.
Það er hætt á því,að Jóhanna verði fyrir vonbrigðum:Er hún skoðar niðurstöður viðræðna.
Er hún skoðar óaðgengislegar kröfur ESB.
Er hún skoðar niðurstöðu atkvæðisgreiðslu um aðild.
Er hún skoðar neikvæðar vinsældir sínar.
Er hún skoðar reikninginn fyrir viðræðunum.
Ingibjörg Sólrún of svartsýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)