Lífeyrissjóðurinn Gildi.

Lífeyrissjóðurinn Gildi var stofnaður 2005,við samruna Lífeyrissjóðsins Framsýn og Lífeyrissjóð sjómanna.Stjórn sjóðsins nú er hálfu vinnuveitanda:Vilhjálmur Egilsson framkv.stj.Samtaka atvinnulífsins,formaðurFriðrik J.Arngrímsson framkv.stj.LÍÚ.Heiðrún Jónsdóttir framkv.stj. hjá EimskipSveinn Hannesson framkv.stj.GámuþjónustunnarAð hálfu.launþega:Sigurður Bessason form.Eflingar varaform.Guðmundur Ragnarsson formaður VMKonráð Alfreðsson form.Sjómannafélags EyjafjarðarSigurrós Kristinsdóttir varaform.Eflingar. Menn hafa oft vellt því fyrir sér.Hvað eru vinnuveitendur að gera í stjórn lífeyrissjóða.Þetta eru peningar,sem launþegar eiga.Eitt svar fekkst við því,að vinnuveitendur hefðu kunnáttu,að ávaxta inngreiðslur,en launþegar hafa ekkert vit á því sviði.En samkvæmt lögum,er gerð skilyrði til vörslu sjóðsins,að leitað sé til viðurkennda ráðgjafa um ávöxtun sjóðsins.Því er engin þörf fyrir fulltrúa frá vinnuveitendum.Ég held að,það sé í lögum lífeyrissjóðanna frá Alþingi,að skipan stjórnar er eins og hún er,en oddamaður kemur frá ríkinu.Þannig að breyting er í hendi löggjafans. Nú er stjórn Gildi,að fara fram á skerðingu á áunnum réttindum um 7% frá 1.jan.2010.Lækkun á greiðslum lífeyris skal 3,5% 1.júní 2010 og 3,5% 1.nóv. 2010.þó hefur hrein eign aukist á síðasta ári um 18 milljarða.En eru eignir í raun,sú sem haldið er fram.Mikið af eignum sjóðsins er í gjaldþrota fyrirtækjum. Ársfundur verður haldinn á miðvikudag 28.apríl n.k. kl.17.00.á Grand HótelLaunþegar.Mætið og  spyrjið stjórnina spjörunum út úr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Lífeyrissjóðirnir tala um eignir sínar séu um 1700 milljarðar. Það er enginn sjóður búinn að afskrifa hlutabréfaeign í bönkum og fjármálafyrirtækjum og fyrirtækjum útrásavíkinga, þá er hætta á að 1700 milljaranir falli niður fyrir 1000 milljarða. Eignir lífeyrisjóðanna eru ekki eign þeirra heldur launafólks. Lífeyrir er hluti að launum fólks, sem er ætlað að taka við launagreiðslum þegar fólk hættir að vinna.

Stjórnir lífeyrisjóðanna hafa sólundað í allskonar áhættufjárfestingar og bruðlað hægri vinstri fyrir utanlandsferðir og laxveiði. Spilling af vertu gerð. Til að fegra stöðu sína tóku lífeyrissjóðinir stöðu geng krónunni. Enginn stjónamaður hefur sagt af sér , ekki í einum einasta lífeyrissjóði.

Komum öllum lífeyrissjóðum inn í Seðlabankann og fellum niður verðtryggingu strax.

Ingvar, 20.4.2010 kl. 18:53

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Ingvar.Þakka innlitið.

Það er rétt hjá þér að stjórnir sjóðanna bera að víkja . Það þarf að gera aðra skýrslu sérstaka um lífeyrissjóðina.

Í stjórnum sjóðanna eru menn,sem eru á fullum launum hjá þeim félögum,sem þeir eru fulltrúar fyrir.Því ætti stjórnarlaun að vera engin,eða þau ættu að renna til félagana sjálfa.

Ef kemur í ljós að stjórnarmenn eru að þiggja utanlandsferðir,laxveiði og annað því um líkt,er hér um að ræða mútur.

Ingvi Rúnar Einarsson, 20.4.2010 kl. 19:59

3 Smámynd: Snorri Gestsson

Sæll Ingvi, í stjórn sjóðsins okkar, eru að eigin áliti, mestu snillingar íslandssögunnar.

Þetta eru menn sem sífellt er vitnað í, og eru í endalausum viðtölum ef eitthvað bjátar á, en hvað er okkur að opinberast eftir viðtalið við V.E. um afkomu sjóðsins þar sem hann talar um "hjarðmennsku " í meðferð á annara manna fé, sýnir okkur svo ekki er um villst, að þetta fólk er gjörsamlega óhæft í því sem það gefur sig út í.

Það var skorið niður um 10% 2009 og þá hefði átt að fara að hitna undir rassgatinu á framkvæmdastjóra og enn er skorið og nú ætti öll stjórnin að hipja sig og taka stjóran með.

Ef það er rétt sem V.E. segir þá getum við látið hvern sem er vera þarna við stjórnvölinn.

Vonum að þetta verði tekið upp á Alþingi og lögum um stjórnir sjóðanna verði breytt.

Snorri Gestsson, 22.4.2010 kl. 14:56

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

 Snorri,ég sammála þér.Ég get ekki sætt mig við það,að Vilhjálmur Egilsson og Friðrik J.Arngrímsson gæti peningana mína.Það er ekki eðlilegt að vinnuveitendur séu í stjórn Lífeyrissjóðanna,og það jafnmargir og launþegar.Oddamaður frá ríkisstjórn er yfirleitt sammála vinnuveitendum.Þar að leiðandi hafa launþegar ekkert yfir sjóðunum að ráða.Ég er sammála því að þessu ber að breyta,en það verst af öllu að "vitringarnir"á Alþingi eiga að sjá um þau mál.

Ingvi Rúnar Einarsson, 22.4.2010 kl. 16:12

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þess ber að gæta,í athugasemdum við rekstur Lífeyrissóðsins,að í lögum hans,er að framkvæmdastjóri má ekki gera neinar aðgerðir,án leifa frá stjórnar,eins er það skýrt tekið fram að viðurkenndum,menntuðum og hlutlausum ráðgjafa skal leita til í meiriháttar aðgerðum.Þá er einnig tekið fram að allar fjárfestingar skulu til langtíma,en ekki til stundar fyrirgreiðslu fyrir einhvern og einhvern.Þá getur komið til að slíkar fyrirgreiðslur,séu til að fresta gjaldþroti eða til að bjarga ráðamönnum fyrirtækja um fjármuni,sem þeir geta svo flutt út úr fyrirtækjum með klækjum og komið þeim fyrir á leyndum stöðum.Ég tel allir launþegar eigi að krefjast þess,að skýrsla,sem er sambærileg og skýrslan um bankanna verði unnin.Um fram allt,það verður að komast í botn,um rekstur lífeyrissjóðanna,og finna allt,sem hefur misfarist og er refsivert.

Ingvi Rúnar Einarsson, 23.4.2010 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband