Nýta skýrsluna,sem lækningatæki í samfélaginu.

Þettu urðu orð forsætisráðherra í dag.Mér er spurn,Hvernig getur skýrslan orðið lækningatæki'

Upphaf spillinguna var við heimildar á veðsetningu kvótans.Þá hófst kapphlaupið í bankana,til að fá lánsfé til að kaupa kvóta.Kvóta til að veðsetja til að kaupa meiri kvóta,svona koll af kolli.Nokkrir ungir menn áttuðu sig á því,hvað sem koma skal og léku leikinn.Eldri fiskimenn,sem höfðu gert út með góðum árangri,sváfu á verðinum,og hugleiddu ekki hvað var að gerast.Dæmi:Miklir aflamenn létu byggja stórt og öflugt skip,skip þetta var dýrt,enda mikið borið í það.Nú sáu þeir fljótt að til að rekstur skipsins gæti gengið, yrðu þeir að fá meiri kvóta.Þá komust þeir að því,að ungu mennirnir höfðu keypt allan kvótann,sem falur var.Stjórnendur bankanna töldu að úr því að þeir gætu ekki rekið skipið vegna kvótaleysið,yrði þeir að selja ungu mönnunum skipið.Þar fór ævistarf þeirra gömlu,og lifibrauð heils bæjarfélags.Hér hefst meinsemdin og ekki reynt að lækna,enda lækningtæki til staðar.

Þá hefst einkavæðing banka og fyrirtækja.Síminn,Sementverksmiðjan,Áburðarverkssmiðjan o,s.frv.voru seld og yfirleitt á sportpris,annað verra að söluverð var upp á krít.Sem átti að borga eftir minni,án nokkra veða nema kannske í fyrirtækinu sjálfu.Bankarnir voru seldir og kaupverðið var greitt með lánsféi,þar sem veð var í bönkunum sjálfum eða krosseignar veði frá öðrum banka.Stjórn landsins dásemaði kaupendur,þar sem að þeir voru að komu frá útlöndum með mikið fjármagn í erlendum gjaldeyri.En það fjármagn skilaði sér engan veginn upp í kaupverðið.Meinsemdin magnast en enginn áhugi fyrir því,að komast fyrir meinið.

Þá er komið að hrunadansinum.Bankarnir fara á hausinn,heimili og fyrirtæki tortímast,margir missa aleigu sína og meira til,fjölda fólks verður atvinnulaust.Þjóðin er reið og krefst þess að þeir sem áttu hlut að máli svari til saka.

En nú er skýslan komin.Forsætisráðherra fagnar segir.Góðir Íslendingar lækningatækið er komið,nú verður breyting í samfélaginu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Eftir þriðju málsgrein átti að standa,Kýlið er sprungið.Meinsemdin breiðist yfir þjóðina.Spurning hvers og eins er: Lifi ég og fjölskyldan mín af eða ekki.

Ingvi Rúnar Einarsson, 13.4.2010 kl. 11:25

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður er skíthræddur við framhaldið.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2010 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband