Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Enn eitt ríki ESB í skuldavandræðum.

Það er óskiljanlegt að stjórn ESB,sé í aðildarsamræðum við önnur ríki,á meðan lönd sem eru innan bandalagsins,eru í djúpum skít vegna skuldavanda.

Ítalía er að bætast í hóp með Írum,Grikkjum og Spánverjum sem eru í miklu basli,vegna skuldavandræða.

Hvernær ætla íslensk stjórnvöld að skilja að Íslendingar hafa ekkert þarna inn að gera,ef við teljum að munum hagnast af því og okkar vandræði verði leyst.Heldur liggur það ljóst fyrir,að Ísland er stór kostur fyrir ESB.


mbl.is Ítalska hagkerfið á hættusvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbrögð er þörf.

Þ að er rétt að ekki er tilefni til viðbragða,vegna ákvarðanna frá ESB,vegna löndunnarbann.Þegar ekki næst samkomulag um deilistofna,er ekki leifð löndun hér á landi.

Má þar nefna að skip sem veiða karfa á Reykjaneshrygg,án samning fá ekki að landa hér.Einnig kemur til að Norðmenn og skip frá ESB fá ekki að landa makríl hér.

En viðbrögðin eru gegn óbilgirni Norðmanna og ESB um eðlilega skiptingu á makrílveiðistofni,er rétt að mótmæla.Þar má sjá að aðildarviðræður við ESB er ekki raunhæfar,ef fulltrúar ESB sýni sömu viðbrögð gegn samninganefnd Íslendinga.Því ber að hætta öllum viðræðum,og kalla okkar fólk heim.


mbl.is Ekki tilefni til viðbragða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að rétta upp fingurinn?

Evrópusambandið er að sýna Íslendingum,hverjar verða skorðurnar,sem verða lagðar á okkur,þegar við göngum í sambandið.Engar hvalveiðar og deilustofnarnir verða skipt niður eftir áskrift áhveðina ríkja.Það mun einkennast af frekju og yfirgangi.

Norðmenn og ESB,(en eru fremstir í flokki Skotar),hafa einhliða ákveðið sinn makrílkvóta.En þar sem að makríll hefur gengið á mið Færeyinga og Íslendinga,er það ekki óeðlilegt að þær þjóðir geri slík hið sama.Allt má þetta rekja til óbilgirni Normanna og Skota í samningaviðræðum.

En fyrst og fremst sýna hótannir ESB,hvað þetta samband mun kúga smáar þjóðir,sem ganga í raðir þeirra.En löndunnarbann hefur ekkert að segja,við seljum okkar afurðir til annara þjóða,því væri rétt að hætta öllum aðildarviðræðum við sambandið og rétta þeim bara fingurinn.


mbl.is Skipum verði bannað að landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náðu samkomulagi.

Samkomulag um leit og björgun. unnið upp úr Fr.bl.Leitar-og björgunarsvæði.Norðurskautsráðið hefur náð samkomulagi um leita-og björgunarsvæði ríkja á norðurslóðum.Ísland gæti þurft aðstoð við að ráða við ábyrgð sína.

Kjarni samningsins er að aukið samstarf ríkjanna sem mun auðvelda Íslendingum mjög við að ráða við ábyrgðina á leit og björgun á sínu svæði,því við getum leitað aðstoðar nágrannaríkja eftir því hvar slys á sér stað.

Ég hef áður bloggað um að vegna skort á björgunartækjum væri okkur um megn að sinna skyldum gagnvart umferð flugvéla og skipa,þá ekki síst skemmtiferðaskipa.Í þeim skrifum hef lagt ríka áherslu um að við verðum að leita til nágrannaríkja um uppsetningu gæslunets með björgunarstöðvum á ákveðnu millibili.

Eins og má sjá á korti hér á ofan er hér um gífurlega stórt svæði,sem er innan leitar-og björgunarsvæðisins,sem samið var um.Um 500 sml.í SV og annað eins í NA.Langt umfram lögsögu landsins.Þessu samþykkt kallar á að við verðum að sinna Landhelgisgæslunni betur en hefur verið gert.Því ber að endurskoða rekstraskilyrði og fjárveitingar til Gæslunnar.

Fv.dómsmálaráðherra Ragna Árnadóttir sá að hér þurfti að breyta miklu hjá Gæslunni,en henni var skammtað með niðurgreiðslum fjármagn til allra aðgerða.

Íslendingar verða nú að fylgja samkomulaginu og huga betur að leitar-og björgunartækjum,og ekki síður að leita til aðildarríkjanna,að þessu samkomulagi,um þá aðstoð,sem ætlast til af þeim og varast alla þá oflæti að okkur verði auðvelt að sinna verkefninu.


Þau verða mörg skilyrðin.

Mörgum er það ljóst ,að þau verða mörg skilyrðin,sem Íslendingum verða gangast undir vegna umsóknar um aðild að ESB.Eitt af þeim eru hvalveiðar.

Þjóðir þær,sem eru innan ESB eru engan veginn ljóst um tilveru hvala.Þær hafa heyrt og lesið það í fjölmiðlum að hvalir,séu sjávar spendýr,sem lifa í hafinu og séu útrýmingarhættu vegna ofveiði þeirra þjóða,sem eru nánd við þessi dýr.

Ákveðin samtök nýta sér vanþekkingu þjóða,með alskonar áróðri, sem einungis er notaður til leita fjárs til starfsemina.Áróður þessi er skaðvaldur,fyrir þær þjóðir,sem eru í návígi við þessi dýr og vita hversu offjölgun þeirra er mikil.Margar tegundur  hvala eru ekki útrýmingarhættu,má þar nefna langreyði,hrefnu og ekki síður sú tegund,sem hefur verið friðuð í allt nær heila öld,en þar á ég við hnúfubak.

 Við fjölgun mannkyns,liggur það ljóst fyrir,að hafið verður sú matarkista,sem allar þjóðir reiða sig á.En til þess að halda jafnvægi í dýraríki hafsins verður að veiða fleiri hvali og seli.Ekki mæli ég til þess að veiðar á t.d.selum verði ekki til að sækja þar einungis í skinnin,heldur er hér matur,sem þjóðir hafa lifað af í gegnum aldirnar.

Annars skulum við Íslendingar ekki vera að velta okkur upp úr skilyrðum ESB.Við sem þjóð, ætlum ekki þarna inn.Það eru ákveðnir einstaklingar,sem sjá gull og græna skóga,við inngöngu í ESB.En það er bara glýja í augum þeirra.


mbl.is Skilyrði að Íslendingar hætti hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgangur ESB.

Íslendingar eru ekki óvanir hótunum um þvingannir frá öðrum þjóðum.Því tel ég að Íslendingar eiga ekki að uppveðrast yfir því.

 Það er ekki óeðlilegt að talsmaður skoskra sjómanna,sé að hlaupa upp á nef sér,og leita til ESB til þvinganna á Íslendingum,hann á ekki í önnur hús að venda.Þau ríki sem eru innan ESB verða að klaga til stóra bróðir,af því að þau geta ekkert sjálf gert í málunum.Má það líkja við smákrakka,sem eru að klaga til stóra bróðir um að verið sé að hrekkja sig.

Þarna er  verið að hugsa um að ákveðnar þvinganir á Íslendinga,sem  koma harðast niður á aðrar þjóðir innan ESB .Má þá nefna granna þeirra í Englandi í Hull og Grimsby.

Það má líka nefna þær þvingannir,sem ESB hefur boðað vegna hvalveiða Íslendinga.Hvergi hafa þær komið fram.Sem segir okkur að allar þvingannir á önnur ríki koma verst niður á þeim sjálfum.

Skotar hljóta skilja það,að Íslendingar vildu samninga,en samningstilboð frá ESB og Noregi við samningsborðið voru móðgandi og fjarri öllu því sem sanngjarnt var.


mbl.is Hóta þvingunum vegna makríls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðarleiki og gagnsæi.

Heiðarleiki og gagnsæi er eitt,sem blundar á meðal manna innanlands og utan.En þá veltur maður því fyrir sér,hvort hér á við á meðal,utanríkismála og viðskipta.

Þar sem að Kristinn skorar á Össur um að láta til sín taka í málum Wikileaks,þá veltir maður því fyrir sér hvort Össur hafi ekki sent tölvubréf í sínu starfi,sem að hann vilji ekki ,að komi fyrir sjónir almennings.

Það hefur verið magt sagt,um umfang utanríkisþjónustu Íslendinga.Of mörg sendiráð o.s.fr.En þá er vitnað því til að ekkert mál sé að senda bréf eða halda fundi í gegnum tölvur.Þá verður maður hugsað til þess að ef það sé hægt að opinbera allt það sem þar fer á milli,þá er hætt við það verði óhugsandi,að slíkt verði gert.Því má ætla að meira verður úr ferðum utanríkisráðherra og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu út um allan heim.

Í viðskiptum er ávalt staðið í harðri samkeppni á milli aðila,því teldi ég að gagnsæi getur ekki þrifist innan þann geira.Þar sem að leynd um hugmyndir,uppfinningar og virðismat verður alltaf að vera.Því annars er  hætta á markaðsstuld,iðnaðarnjósnum og lagaflækjum.

Að framansögðu teldi ég lítinn vilja hjá Össuri að skipta sér af þessu máli.


mbl.is Skorar á Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband