Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
4000-5000 störf til sjós.
28.12.2009 | 00:42
Ef við tækjum fyrst farskipaútveg.Þá er ég þeirra skoðunnar að hér verður mikil breyting á.Fyrst ber að huga að þeim útgerðum,sem eru hér og eru í stórfelldum vandræðum.Niðurstaða er sú að ríkið(þjóðin) hefur aftur eignast ."Óskabarn þjóðarinnar",því yrði það hæg heimatökin,stjórn þessa lands að skrái skip þess hér á Íslandi.
En þau hafa verið skráð í Færeyjum.?
Þar sem að krónan hefur fallið er væntanlega mikið ódýrara að skrá skipin hér heima.Þá má hugsanlega verða krafist að skipin sé mönnuð íslenskum sjómönnum.Ekki aðeins yfirmönnum,heldur undirmönnum,hér væri um 400-500 störf.Það er vissulega þörf að það gerist,ekki síst vegna þess að meðalaldur skipstjórnarmanna,er kominn vel yfir 50 ár.Er full ástæða,að ímynd sjómannsins,vakni hjá þjóðinni og ungir menn sjái einhvern tilgang að læra fög skipstjórnar.
.Þá má einnig hugsanlega gera ráð fyrir að erlendar farskipaútgerðir vilji skrá skipin sín hérna,likt og þá útflöggun hefur átt sér stað undanfarin ár til Panama,Kýpur og fleira ríkja. Einnig má hugsa það að erlendar farskipaútgerðir stofna hér dóttirfélög . Þá kemur upp sú staða,þrátt fyrir atvinnuleysi,höfum við einhverja,sem vilja starfa við sjómennsku.Er ekki komin sú staða að sjómannastéttin sé týnd eða útbrunnin,og það finndist engin maður sem kunna til verka. Nú hvað með fiskiskipaútgerð.Eins og menn muna,voru veðsetning leyfð á kvótanum.Frá þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á högum sjómanna,þar sem að kvótinn færðist á fáar hendur.Sumir útgerðir fengu veð í kvótanum og keyptu meira kvóta og kvótinn hækkaði í verði,sem var til þess að losnaði um meira veð,sem var svo notað til frekari kvótakaupa,þetta gekk svona koll af kolli. Sama átti sér til við kaup á bönkunum.Lán fengin til að kaupa hlutabréf.Þau hækkuðu en losnaðu um veð,sem voru nýtt til frekari kaupa á hlutabréfum. Nú er svo komið að útgerðarmenn skulda að talið 500-700 milljarða.Sjálfsagt kemur fljótlega til að þeir þurfi að borga af skuldunum.Ekkert lausafé.Bankarnir sem að þeir stjórnuðu neita þeim um frekari lán.Hvað er þá til ráða?Jú nú verður leitað til erlendra lánardrottna,sem grípa það feginshendi að fá veð í kvóta.Það verður ekki ónýtt fyrir þá,að eignast kvóta.En því hefur haldið fram að þeir verði að selja hann innan árs.Hvað er í vegi fyrir því að þessir aðilar kaupi eða stofni hér útgerðarfélagi,í samneyti við Íslendinga.Ekkert. Einnig má velta því fyrir sér hvort þeir útgerðarmenn,sem vantar handbært fé selja hluta og aftur hluta af kvóta sínum, til að bjarga sér.Þar til að þeir verða orðnir kvótalausir.Þarna geta þeir,sem vildu hefja útgerð séð sér leik á borði.Þetta segir manni að breyting verður á útgerðarmunstri til hins gamla.Það er að segja fleiri vertíðarbátar og smærri skip.Þar kemur aftur upp sú staða að það vantar sjómenn.Hvar eru þeir sjómenn sem fóru í landi fyrir tuttugu árum.Þeir hafa fækkað úr um níu þús.niður í fimm þús.Ef það skyldi verða myndi hér vanta 4 þúsund sjómenn. Margir eru líkt og ég komnir á ellilífeyri eða orðnir gamlir og útbrenndir.Unga fólkið sem vildi fara áður á sjó,en fengu ekki pláss,þegar skipunum fækkuðu.Mörg ungmenni vilja núna fara á sjó vegna atvinnuleysis,en kunna þó ekkert til verka. Það verður að upphefja ímynd sjómannsins á ný og efla kennslu í sjómennsku,ekki seinna en strax. Sjómenn!Þið sem en starfa að greininni.Nú verðið þið að koma til skjalanna,þið verðið að efla kynningu á störfum ykkar áður en þið verðið allir.Unga fólkið á að taka við.Við búum á eyju,þar sem að alltaf verður þörf fyrir sjómenn.Ekki má gleyma því að framundan kann að vera miklar uppsveiflur,vegna opnun Norður-Austur siglingaleiðina.og kannske olíuvinnslu,þar sem að leitað er til sjómanna við ýmisstörf.Það lífspursmál fyrir þjóðina,að hér séu frambærilegir sjómenn. Ingvi R.Einarsson Fv.skipstjóri.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Englasöngur
25.12.2009 | 02:30
Ég hef ekki orð til lýsa minni hrifningu yfir söng Jóhönnu Guðrún á tónleikum Hvítasunnusöfnaðins.Sannlega segi ég það,að fekk gæsahúð,við að hlusta á það eyrnakonfekt,sem hér var verið að flytja.
Þetta atvik minnir þjóðina,hversu mikla gersema hún á,ekki aðeins í listum,heldur á mörgu öðru sviði.Það er skandall,að þessi þjóð þarf að líða fyrir örfárra græðgiskónga,sem hefur gert þjóðinni þau ranglæti,sem verður vart staðið upp úr.En mér finnst ,að unga fólkið ætlar að berjast fram í rauðan dauðann,fyrir því að þjóðin fái endurreisn sína.Ekki verður einungis barist við erlendar ríkisstjórnir,heldur innlenda aðila,sem þráast við,að viðurkenna hlutdeild sína í hruninu og halda áfram að reyna bjarga sínu eiginn skinni,með brotum á löggjöfinni.
Þið verðið að afsaka skrif mín á sjálfri jólanótt,en heift mín kemur fram vegna þess að ég óttast,að stjórnvöld séu að klúðra öllu,sem hægt er að klúðra.Og gerir framtíðardraum unga fólksins að engu.
Guð veri með ykkur öllum,en lítið öll í ykkar barm og hugleyðið ykkar stöðu.Ef jólin eru ekki akkurrat tíminn til þess.Það þarf að bjarga Íslandi,en ekki einungis ykkar eigin skinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðileg jól.
22.12.2009 | 13:25
Ég sendi bloggvinum mínum,gleðilegra jóla.sem og öllum öðrum landsmönnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju?
12.12.2009 | 13:19
Dyrnar eru að opnast,segir Steingrímur,en verða skellt í lás,ef við samþykkum ekki ný lög um ICESAVE.
Þá býr hann yfir svörum við mörgum spurningum,sem þjóðin þarf að vita.Svör,sem geta orðið til þess og endurskoði hug sinn.En engin fást svörin.
En af hverju eru lög,sem voru samþykkt í sumar,ekki látin gilda.Alþingi hefur sett lög og þeim verður ekki breytt.-Er það ekki áhveðin fordæmi,sem getur myndast fyrir Alþingi,að ef lög verði þar sett,geti hver sem er hafnað lagabreytingu,og krafist að Alþingi taki málið til endurskoðunnar.Ég er hræddur að virðing fyrir æðsta valdi þjóðarinnar verði að skornum skammti.
Icesave mun ekki hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veiðistofn minni.
4.12.2009 | 15:46
Bráðbrigðaniðurstöður rannsóknarleiðangur Hafró,telja að síldveiðistofninn sé minni.Þó er lagður fram sá fyrirvari,að aðstæður til mælinga hafa verið slæmar, vegna dreifingu síldarinnar,og slæms veður.
Það er ekki oft,sem Hafró vill viðurkenna að aðstæður spilli fyrir mælingum.Það er kannske vegna þess að sjómenn tóku þátt í leiðangrinum.
Við skulum vona að meira finnist.
Menn reka minnis til þess að hafnir,eins og í Vestmannaeyjum,Hafnarfirði og Keflavík fylltust af síld á síðasta ári.Hvar var sú síld er leitarleiðangurinn var við leit.Þetta kallar á þá hugmynd,að síldin sé ef til á grunnsævi,þar skip nái ekki til,og komi fram er veiðskip og háhyrningurinn hætta sínum aðgangi að henni.
Auðvitað er það bagalegt,að sýking síldarinnar er sú,sem raun ber vitni.En það er kannske ennþá verra,að spekingar okkar,geti ekki komist að niðurstöðu,hvað veldur.
En þar sem að Hafró er ekki búin að segja síðasta orðið,er enn von um að veiðkvótinn verði efldur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skattgreiðendur sektaðir um 232 milljónir
3.12.2009 | 18:38
Því hefur verið haldið fram,að það kostar ríkið 25 þús.pr.dag,að vista einn fanga.
Þessi upphæð segir okkur að kostnaður sé 8 milljónir á mann á ári.
29 ár þessara þriggja manna,mun því kosta ríkið,um 232 milljónir.
Er ekki önnur refsilausn í þessum málum.
Tveir í 10 ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sanngirnið hefur sigrað.
1.12.2009 | 18:25
EB,Færeyjingar og Norðmenn hafa boðið Íslendingum til viðræðna, um stjórn makrílveiðar.Enn hafa Íslendingar sigrað í fiskveiðideilum.
Þar sem að áður nefndar þjóðir,gátu ekki komist að niðurstöðu í sínum viðræðum um skiptingu á makrílkvótanum.Auk þess að, það kom á daginn að makrílinn hefur horfið af Noregsmiðum.Voru þær til neyddar að horfa til þess,að Íslendingar voru réttilega orðnir hlutaðilar í viðræðum.
Hvort sem við fáum út úr því,jafnstórar veiðheimildir,sem sjávarútvegsráðherra lagði til,130 þús.skal vera ósagt,en hitt er þó mikilsvirði að Íslendingar geta veitt hann víðar en á Íslandsmiðum,en það kemur í ljós.
Íslandi boðið til makrílviðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)