4000-5000 störf til sjós.

 Framtíð sjávarútvegsins.  Menn hafa vellt því fyrir sér,vegna þess ástand í peningamálum,sem yfir okkur hefur dunið.Hver verður framtíð sjávarútvegarins. Hér er bæði átt við farskipa-,sem og fiskiskipaútveginn. 

Ef við tækjum fyrst farskipaútveg.Þá er ég þeirra skoðunnar að hér verður mikil breyting á.Fyrst ber að huga að þeim útgerðum,sem eru hér og eru í stórfelldum vandræðum.Niðurstaða er sú að ríkið(þjóðin) hefur aftur eignast ."Óskabarn þjóðarinnar",því yrði það hæg heimatökin,stjórn þessa lands að skrái skip þess hér á Íslandi.

 En þau hafa verið skráð í Færeyjum.?

 Þar sem að krónan hefur fallið er væntanlega mikið ódýrara að skrá skipin hér heima.Þá má hugsanlega verða krafist að skipin sé mönnuð íslenskum sjómönnum.Ekki aðeins yfirmönnum,heldur undirmönnum,hér væri um 400-500 störf.Það er vissulega þörf að það gerist,ekki síst vegna þess að meðalaldur skipstjórnarmanna,er kominn vel yfir 50 ár.Er full ástæða,að ímynd sjómannsins,vakni hjá þjóðinni og ungir menn sjái einhvern tilgang að læra fög skipstjórnar.

.Þá má einnig hugsanlega gera ráð fyrir að erlendar farskipaútgerðir vilji skrá skipin sín hérna,likt og þá útflöggun hefur átt sér stað undanfarin ár til Panama,Kýpur og fleira ríkja. Einnig má hugsa það að erlendar farskipaútgerðir stofna hér dóttirfélög . Þá kemur upp sú staða,þrátt fyrir atvinnuleysi,höfum við einhverja,sem vilja starfa við sjómennsku.Er ekki komin sú staða að sjómannastéttin sé týnd eða útbrunnin,og það finndist engin maður sem kunna til verka.  Nú hvað með fiskiskipaútgerð.Eins og menn muna,voru veðsetning leyfð á kvótanum.Frá þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á högum sjómanna,þar sem að kvótinn færðist á fáar hendur.Sumir útgerðir fengu veð í kvótanum og keyptu meira kvóta og kvótinn hækkaði í verði,sem var til þess að losnaði um meira veð,sem var svo notað til frekari kvótakaupa,þetta gekk svona koll af kolli. Sama átti sér til við kaup á bönkunum.Lán fengin til að kaupa hlutabréf.Þau hækkuðu en losnaðu um veð,sem voru nýtt til frekari kaupa á hlutabréfum. Nú er svo komið að útgerðarmenn skulda að talið 500-700 milljarða.Sjálfsagt kemur fljótlega til að þeir þurfi að borga af skuldunum.Ekkert lausafé.Bankarnir sem að þeir stjórnuðu neita þeim um frekari lán.Hvað er þá til ráða?Jú nú verður leitað til erlendra lánardrottna,sem grípa það feginshendi að fá veð í kvóta.Það verður ekki ónýtt fyrir þá,að eignast kvóta.En því  hefur haldið fram að þeir verði að selja hann innan árs.Hvað er í vegi fyrir því að þessir aðilar kaupi eða stofni hér útgerðarfélagi,í samneyti við Íslendinga.Ekkert. Einnig má velta því fyrir sér hvort þeir útgerðarmenn,sem vantar handbært fé selja hluta og aftur hluta af kvóta sínum, til að bjarga sér.Þar til að þeir verða orðnir kvótalausir.Þarna geta þeir,sem vildu hefja útgerð séð sér leik á borði.Þetta segir manni að breyting verður á útgerðarmunstri til hins gamla.Það er að segja fleiri vertíðarbátar og smærri skip.Þar kemur aftur upp sú staða að það vantar sjómenn.Hvar eru þeir sjómenn sem fóru í landi fyrir tuttugu árum.Þeir hafa fækkað úr um níu þús.niður í fimm þús.Ef það skyldi verða myndi hér vanta 4 þúsund sjómenn. Margir eru líkt og ég komnir á ellilífeyri eða orðnir gamlir og útbrenndir.Unga fólkið sem vildi fara áður  á sjó,en fengu ekki pláss,þegar skipunum fækkuðu.Mörg ungmenni vilja núna fara á sjó vegna atvinnuleysis,en kunna þó ekkert til verka. Það verður að upphefja ímynd sjómannsins á ný og efla kennslu í sjómennsku,ekki seinna en strax. Sjómenn!Þið sem en starfa að greininni.Nú verðið þið að koma  til skjalanna,þið verðið að efla kynningu á störfum ykkar áður en þið verðið allir.Unga fólkið á að taka við.Við búum á eyju,þar sem að alltaf verður þörf fyrir sjómenn.Ekki má gleyma því að framundan kann að vera miklar uppsveiflur,vegna opnun Norður-Austur siglingaleiðina.og kannske olíuvinnslu,þar sem að leitað er til sjómanna við ýmisstörf.Það lífspursmál fyrir þjóðina,að hér séu frambærilegir sjómenn.                                                                        Ingvi R.Einarsson                                                                                Fv.skipstjóri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Ingvi Rúnar !

Um flest; hin áhugaverðasta grein, hér hjá þér - en; hvar ég er, af hinum gamla skóla þjóðernisstefnunnar, vildi ég skoða allar aðrar leiðir, en að útlendingar kæmust inn í okkar sjávarútveg, á komandi tímum.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason,

Sérhæfður fiskvinnzlumaður; og blikksmíða nemi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 02:49

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Ingvi.

Í ljósi sögunnar, hafa ýmsar svartsýnisspár reynst rangar. Þegar álverið var byggt í Straumsvík, sögðu andstæðingar þess, að erlent fjármagn væri hættulegt, það átti að vera slæmt að fá útlendinga í íslenskt atvinnulíf.

Ástæðan fyrir því að erlendir aðilar og íslenska þjóðin hefði hag af fjárfestingum í sjávarútvegnum er sú, að ekki er hægt að flytja fiskimiðin í burtu, við eigum þau samkvæmt lögum og íslenskir skipstjóra og sjómenn, eru hæfastir til starfa á fiskiskipum við íslandsstrendur.

Svo með fraktarana, það er fáránlegt, að menn skuli þurfa að flagga þeim út og leyft útlendingum að njóta skattteknanna. Íslenska ríkið á að búa þannig um hnútanna, að skipafélögin hafi hag að því að vera með skipin á Íslandi. Betra er að hafa litlar tekjur af skipunum, en engar. 

En ég er sammála Óskari að því leiti, að íslendingar eiga ekki að láta útlendinga stjórna sér, við eigum að njóta þess sem þeir hafa upp á að bjóða og láta þeim líða vel, en ekki láta þá stjórna okkur. Til þess þarf vit og skynsemi, en hvorttveggja er til staðar hjá íslendingum og alltaf hægt að þjálfa þessa eiginleika betur.

Jón Ríkharðsson, 5.1.2010 kl. 13:19

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt mjög goð grein og orð i tíma töluð ,sammála þessu að mestu /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.1.2010 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband