Aðskilja löggjafarvald og framkvæmdavald.
14.9.2010 | 09:29
Ég hef alltaf verið hlynntur því,að aðskilja löggjafar-og framkvæmdavald.Vilmundur Gylfason heitinn,lagði það til á sínum tíma,en ekki var undir það tekið.
Forsætisráðherra ber að kjósa sérstaklega,og hann skipaði síðan ráðherra í embætti.Það yrði líkt og er í Bandaríkjunum.Frambjóðandi til forsætisráðherra yrði að hafa að minnsta 20 þúsund kosningabæra manna.
Hér er eitt af verkum löggjafarþing í vetur,að gera tillögu á þessum breytingum.
Einnig væri það athugandi að fækka alþingismönnum.Við höfum oft verið vitni af því,að þegar verið er að setja ný lög,þá eru helmingur af þingmönnum fjarverandi.Ég teldi það,að ef þingmaður getur ekki verið viðstaddur,þegar verið er að greiða atkvæði um ný lög,er það skylda að kallaður verði til varaþingmaður.
Auka verður sjálfstæði þingsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.