Hvað átti eftir að gera?

Í viðtali við verkfræðing hjá Siglingamálastofnun,sagði verkfræðingurinn að þeir voru neiddir til að opna Landeyjarhöfn í sumar.Hann taldi að,ef þeir hefðu fengið að ráða,átti það ekki að ske fyrr en næsta sumar.

Þá spyr maður,hvað átti eftir að gera?

Þegar hefur verið unnið fyrir 4 milljarða,svo einhver kostnaður hefði þar bæst við miðað við að eitt ár hefði þurft til að fullgera höfnina.

Margar tillögur hafa komið fram til að bjarga höfninni.a.Vantar gegnum streymi,þá með að op verði á báðum görðum.b.Hleypa smá á,sem er þarna í nánd inn í höfnina.Þannig að ós hennar verði hafnarmynnið.c.Nýtt skip.Árni Johnsen hefur krafist nýtt skip,sem ristir grynnra.Ath.Lóðsinn hefur 2-3 metra djúpristu,þannig að það skiptu engu með nýtt skip.d.Svifnökkva.Þarna er en ein lausnin.Nökkvi gæti komist yfir sandrif,sem myndaðist utan við höfnina.e.Dælukerfi við höfnina þar sem dæla væri staðsett í landi,rani stýrður um höfnina.

Þessi upptalning er ekki tæmandi,en það væri forvitnislegt,hvað verkfræðingar hjá Siglingamálastofnun væru að hugsa.


mbl.is „Verra en við bjuggumst við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ver búin að benda á nökkva sem gæti notað aðstöðuna sem nú þegar er búið að gera.

Sigurður Haraldsson, 11.9.2010 kl. 13:43

2 Smámynd: Helga

svo eiga víst að vera til svokallaðar "tvíbitnur"...  þekki ekki mikið til skipa, en manni skilst að þær séu notaðar úti í heimi....?

Helga , 11.9.2010 kl. 14:18

3 identicon

Hefði bara mátt sleppa þessu, svo spurningu þinni sé svarað. En kjósendur fá það sem þeir verðskulda. Að Árna Johnsen meðtöldum.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 14:37

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Rétt Sigurður,ég er minnugur þess.Helga.Tvibytlur eru skip með tvo kili.Þau skip eru varhugaverð í þessu tilfelli..Annar kjölurinn gæti fest sig,með þeim afleiðingum að skipið myndi snúast,eða hvolfa.Ybbar gogg.Tækninni fleytir fram.Við munum leysa samgöngur á milli lands og eyja.Hvort þetta var rétta lausnin,verður að koma í ljós.Þakka innlitið.

Ingvi Rúnar Einarsson, 11.9.2010 kl. 18:41

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Skipstjóri á dýpkunnar skipinu Perlu,hefur sannreynt það,sem ég hefur áður skrifað um,að vesturfall straums er mikið,en austurfall nánast ekkert.

Ég hef í mörg ár reynt á þetta við veiðar.Oft er straumur það mikill að netabaujur  streytast í vestur,þó að stíf vestanátt er.

Þetta verða verkfræðingar að skilja.Því væri rétt að þeir lengi austurgarðinn á Landeyjarhöfn. og hafa mynni hafnarinnar í vestur.

Ingvi Rúnar Einarsson, 14.9.2010 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband