Frétt í Mbl.2002
8.9.2010 | 21:38
Svifnökkvi milli lands og Eyja?
Samgönguráðherra verður falið að láta kanna til hlítar kosti þess að nota svifnökkva til fólks- og vöruflutninga milli Vestmannaeyja og Landeyjasands nái þingsályktunartillaga, sem lögð hefur verið fram á Alþingi, fram að ganga.
Það er Ísólfur Gylfi Pálmason, þingmaður Framsóknarflokksins, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar og hann vill að niðurstöður könnunarinnar liggi fyrir ekki síðar en 1. nóvember nk. Í greinargerð með tillögunni segir að Vestmannaeyingar hafi nokkra sérstöðu í samgöngumálum á Íslandi. Einungis Grímseyingar búi við sambærilegar aðstæður. Góðar samgöngur séu undirstaða búsetu í nútímasamfélagi og að um nokkurt skeið hafi fólki fækkað í Vestmannaeyjum. Ein ástæðan sé hugsanlega ónógar samgöngur milli lands og Eyja sem íbúar sætti sig ekki við.
"Um tíma var flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í mikilli óvissu, þau mál hafa nú leyst. Þannig hefur Flugfélag Íslands hætt flugi til Eyja eftir áratuga þjónustu við Vestmanneyinga, en Íslandsflug tekið við. Lítið má vera að veðri til þess að flugi sé aflýst á þessari leið. Flugfélag Vestmannaeyja heldur uppi góðri þjónustu með flugferðum milli Vestmannaeyja og Bakkaflugvallar í Landeyjum og Selfoss. Margir Vestmannaeyingar telja að ferðir Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar séu ekki nægilega tíðar og að í hraða nútímasamfélags sé þriggja klukkustunda ferð milli þessara staða of langur tími," segir í greinargerðinni.
Þar er bent á að göng milli lands og Eyja séu enn fjarlægur draumur enda þótt framþróun í gangagerð sé hröð. Flutningsmenn benda hins vegar á að vegna tilkomu Ermarsundsganga bjóðist nú nokkrir notaðir svifnökkvar til sölu á tiltölulega sanngjörnu verði. Telja þeir einboðið að kannað verði til fullnustu hvort svifnökkvar henti til flutninga milli Vestmannaeyja og Landeyjasands og segja að notkun slíkra farartækja gæti gerbreytt samgöngum milli lands og Eyja. Ferðatími myndi styttast til mikilla muna og staða Vestmannaeyja sem samfélags gerbreytast.
Athugasemdir
Lesandi góður,ég vil vekja athygli á frétt þessari.Þar sem svifnökkvi kemur til greina.Nökkvinn þótti ekki gefa góða raun þá vegna brims.En við tilkomu garða,sem ná út fyrir brimgarðinn ætti að vera góður möguleiki að nýta höfnina fyrir svifnökkva.
Ath.Afsakið á að það fylgdi leiðbeiningar um aðgerðir með,þegar ég tók greinina úr Mbl.is af kunnáttuleysi.
Ingvi Rúnar Einarsson, 8.9.2010 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.