Hvað er til ráða?

Fyrir mörgum árum,voru gerðar tilraunir með svifnökkva til að fara á milli lands og eyja.Þessar tilraunir þótti ekki gefast vel vegna brims.

Nú má ef til vill endurgera þær tilraunir þar sem að garðarnir í Bakkafjöru munu veita skjól gegn brimi.Og því auðvelda landtöku svifnökkva.

Dýpi hafnarinnar verða aldrei stöðugt.Við getum hugsað okkur dæmi.

Barn er á leik í fjöru.Það grefur holu.En holan verður horfin innan nokkra mínúta.

Þetta litla og saklausa dæmi,segir okkur að fullum fetum,hvernig ástand er og verður í höfninni.


mbl.is Lóðsinn sat fastur í höfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég lengi vellt því fyrir mér,hversvegna í ósköpunum var höfnin ekki byggð austan Markarfljót.Hér hlýtur að vera mistök af hálfu Siglingamálastofnun.

Framburður Markarfljóts berst alltaf vestur,þar að vesturfallið er miklu sterkara,en austurfallið.

Annars tel ég,að eini staðurinn fyrir höfn á suðurströndinni,sé vestan við Reynisdranga,á milli þá og Dyrhólaey.En það er önnur saga.

Ingvi Rúnar Einarsson, 8.9.2010 kl. 14:25

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hefði ekki verið betra að fá hentugra skip og nota Þorlákshöfn eins og áður og leggja frekar fé í endurbætur á höfninni í Þorlákshöfn_?

Hörður Halldórsson, 8.9.2010 kl. 20:34

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég sá ekki,að Herjólfur væri óhentugur.Höfnin í Þorlákshöfn hefur verið mjög góð,á síðustu árum.Við tilkomu inri hafnar hefur minnkað súgurinn,sem einu sinni var.

Það er aftur móti Vestmannaeyjahöfn,sem að Herjólfur orðið fyrir vandræðum.Enda mjó renna upp með Básaskelsbryggju.

Það eina sem var verið setja út á,að ferðatíminn væri of langur.

Af þessu sögðu teldi ég að Herjólfur ætti að halda áfram siglingum frá Þorlákshöfn,og aðallega með vörur,en svifnökkvi yrði notaður til farþegaflutninga í Landeyjarhöfn.

Ingvi Rúnar Einarsson, 8.9.2010 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband