Sitt sýnist hverjum.

Forkálfar LÍÚ eru að tjá sig,um inngöngu í ESB.

Það þótti frétt er Adolf formaður sagði að við Íslendingar yrðum að halda áfram aðildarviðræðum.En hann hefur þó dregið nokkuð tilbaka.

Friðrik framkvæmdastjóri segir að við inngöngu í ESB missi Íslendingar forræði á samningum um veiðar á deilistofnum,hér er verið að tala um makríl,Norsk-íslenska síldarstofninn,kolmunna og úthafskarfa.

Þorsteinn forstjóri hefur talið,að hans fyrirtæki Samherji sé með 90% rekstur sinn erlendis m.a.í Þýskalandi,en þar er hann með talsverðan kvóta frá ESB,sem myndi sennilega aukast við inngöngu Íslendinga í ESB.

Guðmundur forstjóri Brims telur að við inngöngu í ESB munum við(Íslendingar) þurfa hlýta lögum og reglugerðum ESB.Þar af leiðandi ekki vera ráðamenn yfir auðlindum landsins.

En það er akkurat það,sem Guðmundur segir er naglinn á höfuðið.ESB hefur sín lög og reglugerðir,sem eru sjálfsagt að finna í Lissabon-sáttmálanum.Eftir því verður farið í einu og öllu.Hvort samningamenn okkar geta fengið einhverja aðlögun,þá verður hún aldrei varanleg og ber að taka það þannig að innan eins eða nokkra ára við inngöngu verðum við alfarið að hlýta stjórn ESB.Draumur um eitthvað annað, er fjarstæðukenndur.

Ef þú ert að hugsa um þig,skaltu ganga í ESB.En ef þú ert að hugsa um börnin þín og framtíð þjóðarinnar,skaltu halda þér víðfjarri ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rétt

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2010 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband