Vekjum athygli á vilja þjóðarinnar.

Þó að sumir telja að Björk sé að vekja athygli af sjálfri sér,má það hins vegar færa,að með því er hún ekki síður að vekja athygli á landinu,sem hún aldist upp á.Hún hefur  vakið heimsfrægð á sínu sviði,þannig það má ætla að það fólk,sem hún höfðar til, opnar hlustir hvað hún hefur að segja.

 En hún vekur athygli á þeirri staðreynd,að við er að selja frá okkur þær auðlindir,sem þjóðin og afkomendur hennar verða lifa á í komandi framtíð.

 Gulleggin okkar eru í auðlindum landsins.Auðlindir ber þjóðin að nýta til að ná okkur út úr kreppunni,og nota þær til framreiðslu á varningi,sem við getum komið á markað,en ekki selja þær.

Étum ekki útsæðið.

Ég þakka Björk og öllum þeim,sem vilja verja auðlindir landsins,hvort sem þeir búa hér á landi eða annars staðar.


mbl.is Björk: „Afgangar af spillingunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það er kominn tími til að þú og fleiri sem haldið því fram að verið sé að selja auðlindir landsins kyninð ykkur betur staðreyndir málsins.  Auðlindir landsins eru ekki til sölu.  Skv núgildandi lögum á þjóðin auðlindirnar og það er ekki hægt að selja þær.  Hins vegar er möguleiki að selja orkuframleiðslu og sölu en það er ekki auðlindirnar heldur áhætturekstur.

Einnig er kominn tími til að fræga fólkið skilji svona einfaldar staðreyndir.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.7.2010 kl. 16:25

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þakka innlitið,Þórdís.Ég skil alveg,hvað þú meinar.Þegar verið að selja nýtingarétt til hálfra aldar,er hér verið múlbinda tveggja kynslóða þjóðarinnar.Enginn veit,hvað framtíðin ber í skauti sér.Nú er sá tími,að þjóðin veltir fyrir framtíð sína.Margir hafi góðar hugmyndir til að byggja upp,eftir hrunið,en á það er ekki hlustað.Þegar upp kemur að þær hugmyndir voru góðar,en vegna þess að búið að binda auðlindir,er ekki að fylgja þeim.Við verðum hugsa til framtíðar,en ekki gera falla fyrir von um skyndigróða,sem að bjarga greiðslu á einni skuld.

 Fyrir mér er ég ekki að hugsa um mig,vegna aldurs míns,heldur er tvær kynslóðir börnin mín og barnabörn.Framtíðin er þeirra,sem og annara á þeirra aldri.

Ingvi Rúnar Einarsson, 19.7.2010 kl. 16:51

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Auðvitað eru þetta verðmæti sem þjóðin á og engin efast um það.  Málið er því að hafa gjaldið fyrir nýtingaréttinn nógu hátt til að þjóðin hagnist. Það er aðalatriði málsins. 

Það er ekki nóg að þarna sé auðlind og gullmoli ef engin má nýta auðlindina.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.7.2010 kl. 18:08

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Ingvi Rúnar, góður punktur hjá þér og vissulega á að spyrja þjóðina, Þórdís Það mætti til dæmis nýta þessa umframorku í ódýrara verði til okkar, nú eða til Bændarstéttarinnar, Sjávarútveginn og Garðyrkjuna sem ættu að njóta allra lægsta verð vegna þess að þar er vinna sem að skilar sér í aukinni framleiðslu sem gerir meir að selja og meir í Ríkisjóð... Það má alveg fara að opna bókhald þessa fyrirtækis OKKAR sem heitir OR sem virðist vera svo ílla rekið að það á ekki fyrir sjálfan sig, það væri gaman að fá að vita hver er heildar innkoma á mánuði eða ársfjórðungs og fá að sjá í hvað þessir peningar eru að fara...  Er einhver með tölu á hversu mörg heimili eru tildæmis á höfuðborgarsvæðinu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.7.2010 kl. 23:12

5 identicon

Þórdís: Ég get átt tannbursta en leigt nýtingaréttinn til ókunnugra. Ókei, ég eignast pening, en ég þarf samt að tannbursta mig. Og hvernig geri ég það nema með leyfi frá þeim ókunnuga?

Það er sama hversu hátt leiguverðið verður. Valdið er alltaf þess sem hefur nýtingaréttinn. Hann hefur alltaf rétt til að rukka meira fyrir afnotin en hann borgar fyrir leiguna. Í alvöru viðskiptum er þessi staðreynd bara falin nógu vel til þess að eigandinn taki eftir því.

Því þegar allt kemur til alls. Hvers virði eru peningar þegar þú hefur heitt vatn? Og hvers virði er heitt vatn þegar þú hefur peninga?

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 23:44

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Nýtingaréttur er verið mikils virði í dag,en hvað verður mikils virði eftir tíu eða tuttugu og jafnvel þrjátíu ár.Vill einhver svara því?

 Ingibjörg.Ung kona hringdi til Útvarp Sögu,í morgun og var með tillögu,og vísaði á orkuna,sem Hellisheiðarvirkjun spúði frá sér út í andrúmsloftið.Hún vildi byggja upp fjölda gróðurhúsa á svæðinu.Sem framleiddi alla okkar þörf fyrir á ávöxtum og grænmeti.Hér er ein af hugmyndum unga fólksins,sem eiga að vekja athygli stjórnmálamanna.

Ef svo þessi tillaga kæmi til  framkvæmda,yrði borga miklar upphæðir til þeirra,sem hafa nýtingaréttinn.Jafnvel svo mikið,að ekki væri grundvöllur framkvæmdinni.

Þetta er bara eitt dæmi af mörgum,sem stjórnmálamenn verða að huga að.

 Því skora ég á ráðamenn þjóðarinnar að gera ekkert nema af vel athuguðu máli.Erlendir fjárglæframenn vita í hvaða ástandi þjóðin er,og koma með ýmis gylliboð,sem mynda dollaramerki í augu manna,er svo ekki nema til þess gerð að fleyta rjómann.Og sumir er svo óskammfeilir að óska eftir láni frá íslenskum bönkum fyrir að stofnsetja fyrirtæki og ætla hirða gróðann eða láta þjóðina um tapið.Eftir því hvernig til tekst.

Nafni.Ég þakka inngrip þitt og dæmisöguna.

Ingvi Rúnar Einarsson, 20.7.2010 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband