Færsluflokkur: Bloggar
Endurvekjum sparisjóðina.
26.5.2010 | 11:01
Þegar maður velltir fyrir sér,hvað bankahrunið hefur valdið mörgum búsifjum.Fólki sem hefur lifað,eftir þeirri hugsjón að eiga fyrir sig og sína.Safna fyrir framtíðina og menntun barnanna og stuðla að velferð með fyrirhyggju og sparsemi.Nýtingu á því sem það á,en ekki fleyja hlutum,vegna þess að tæknin,hefur aðeins breytt hlutum,sem hefur valdið því,að hlutur verður orðinn úreltur,þó að notagildi hans er í fullu í samræmi við notkun hans.
Hjá því fólki,sem hafði ráðdeild að leiðarljósi,naut þess að skipta við sparisjóðina,vegna þess að það hentaði þeim betur,en stóru bankarnir.Við stofnun á sparisjóðunum,var fé safnað hjá bæjarbúum og gerðust þeir stofnfjáreigendur.Tilgangur var að stuðla að uppbyggingu í bæjarfélaginu og menntun og velmegun íbúa þess.Ávöxtun bankastarfsemi sparisjóðana var ekki greidd út í arð,heldur til lækkunar þjónustu gjalda eða hækkun vaxta sparifjáreiganda eða lækkun vaxta lána,sem voru sérstaklega lánuð til uppbyggingar fyrirtækja í byggðalaginu.
Á græðgisárunum var einkavæðing öllu,sem talið var einhvers virði,var ráðist á sparisjóðina,þar sem að menn,sem höfðu erft stofnfjárbréf,sáu fram að hér var leið að fá mikla peninga fyrir þau.Einn alþingismaður ,sem var einn að eigendum slíkra bréfa.Taldi að í sparisjóðunum væri fé án hirðis.
Þetta er eitt af mörgum tilfellum,þar sem að erfingjar hafa eyðilagt mikinn dugnað feðra sinna við uppbyggingu byggðarlagsins og fyrirtækja þeirra.Það sorglegt að sjá stór fyrirtæki,fara lóðbeint niður,vegna grægi erfingjana.
Nú ætti fólk innan byggðalaga að endurvekja sparisjóðina.Þá mætti hugsa það að yfirtaka hluta af þeim sparisjóðum,sem ríkið hefur tekið yfir,og fá lífeyrissjóðina að hjálpa til að fjármagna rekstur til að byrja með.
Tilgangurinn verði sparisjóðina,verði sá sami,sem upphaflega var við stofnun þeirra í upphafi,og verði þá rekinn,sem sjálfseignarstofnun,og í lögum þess verði ekki leifðar breytingar til einkahlutafélagans form.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvað þýða orðin?
11.5.2010 | 00:16
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hæstiréttur dæmir.
6.5.2010 | 17:11
Eftir löng réttarhöld,hefur hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að Vestmannaeyjabær fái greiddar bætur frá Olíufélögunum,en útgerðarfyrirtæki ekki.Auðvitað er þetta nokkuð skrýtin niðurstaða,sem gerir það að verkun,að það eru ekki allir sem fá bætur.þó að hér er um brot að ræða,sem allir landsmenn hafa orðið fyrir.
Í dag velltir maður því fyrir sér hvort ekki sé enn til staðar samráð hjá olíufélögunum.Það er þó hafður sá háttur á,líkt og í fjósi,að ein kýrin pissar,pissa allar.Staðsetning bensínstöðvana ræður nokkuð um,en mismunur á verði á sama svæði,er nánast engin.Athygisvert er það,að ef t.d.er keypt bensín í Reykjavík,þá er það talsvert ódýrara en t.d.Hveragerði.Þannig að menn ættu að fylla á,áður en farið er úr bænum,en ekki láta sér detta það í hug,að taka bensín á leiðinni.
Annað er athuglisvert er að það skuli vera ódýrara hjá OB og Orkunni,þar sem að þær stöðvar eru í eigu stærri stöðvanna,og eru jafnvel staðsettar á sömu lóð og höfuðstöðvarnar.
Mér finnst að samkeppnisráð eiga að fara aftur í saumana á olíufélögunum.
Olíufélög greiði Vestmannaeyjabæ bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt millidómstig aðkallandi.
4.5.2010 | 10:19
Í Fréttablaðinu í dag.Ráðherra og dómarar segja nýtt millidómsstig aðkallandi.
Dómskerfið er að springa,segir form.rannsóknarnefndar Alþingis.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra var formaður nefndar,sem haustið 2008 lagði til við þáverandi dómsmálaráðherra að tekið yrði millidómstig með lágmarki sex dómara.
En hún hefur tekið við embættinu fyrir ári síðan,og ætti því að vera búin að koma þessu í gegn.Það bráðnauðlegt að flýta réttarfari á þeim,sem tengdir eru bankahruninu.Ekki síst vegna þess að "Dómstóll götunnar "hefur nú þegar dæmt,og er tilbúinn að refsa þeim,sem ábyrgð höfðu á hruninu.
Aðferðirnar sem "Dómstóll götunnar" er að beyta aðsúg og sárum orðleggingum,ekki aðeins meintum sökudólgum,heldur fjölskyldum þeirra og gert þeim ólíft að búa hér á landi.
Ég hef áður minnst á nauðsyn viðbótarréttarkerfi sjá bloggheiti"Alvarlegar ávirðingar" skrifað 10.apr.s.l.
Það öllum fyrir bestu að ljúka málaferlum sem fyrst.Ekki síst fyrir meinta sakborninga,því sök ber að sanna eða afsanna,svo að réttlæti geti þrifist hér á landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sprengja holuna.
3.5.2010 | 16:23
Það engin vafi að þetta mengunarslys á eftir að hækka olíuverð á heimsmarkaði,sem veldur hækkun á bensínverði hér.Alla vega er hér ástæða fyrir hækkun.Ekki veitir olíufélögunum af,að fá ástæðu,því viljinn vantar ekki fyrir hækkunum.
En skil ekki,hvað þjóð eins og Bandaríkin,sem er tæknivæddasta þjóð heims,finni ekki ráð til að stöðva olíurennslið.
Ég mundi álíta að sprengja þurfi holuna,þá myndi hún lokast.Þetta er mín skoðun.
Engin olía á land enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrákelkni skapar ævivarandi óvild.
2.5.2010 | 11:42
Þrákelkni þeirra,sem bera ábyrgð á hruninu og allri óeyrðinni í fjármálum,að segja af sér,verður þeim aldrei til framdráttar.Fólkið er ekki tilbúin að fyrirgefa neinum,sem ekki víkur af sviði fjármála,pólitík og öðrum málum,sem hefur dregið hefur það til örbrigðar.
Það verða fleiri atvik,sem fólk sýnir óvild við þau á stöðum,þar sem almennt fólk kemur saman.Persónulega lendir það í hremmingum,þar sem aðsúgur er gert að þeim.Þeim er ekki hlýft þó að þau séu með börn sín.
Dæmi:Einum af útrásarvíkingum ætlaði í leikhús.Þegar hann ásamt eiginkonu komu seint og þurfti,að fá fólk til að standa upp fyrir sér,en einn af þeim gestum neitaði að standa upp fyrir honum,þannig að hann neiddist til að fara út.
Dæmi 2:Ein af þeim,sem talin bera ábyrgð af fjármálasukki kom ásamt börnum sínum í verslun,sem hún hefur verslað í gegnum tíðina lenti í því,að konur gerðu aðsúg að henni.Lenti hún í orðaskaki við aðrar konur,sem voru þarna.Þetta endaði með því verslunarstjóri kom til að stilla til friðar.
Verst af öllu er að börn viðkomandi,verða fyrir barðinu á sínum jafnöldrum í skólum,íþróttasvæðum og öðrum svæðum,sem börn koma saman.Börn hlífa engum,þau eru dómhörð. Eftir að hafa hlustað á foreldra sína heima fyrir ræða um umstandið.
Þetta segir okkur,að það er eina ráðið,hjá þeim sem eru taldir eiga ábyrgð,að víkja strax,áður en umræðan verði meiri um þeirra mál.Því meiri sem umræðan verður um viðkomandi,verður heiftin meiri í garð þeirra,sem skapar þeim og fjöldskyldu þeirra ólíft hér á þessu landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfir 10% af eignum sjóðsins hugsanlega afskrifaðar.
28.4.2010 | 23:31
Á árfundi kom meðal annars fram hvað mikil upphæð,verða hugsanlega afskrifaðar,vegna fall bankanna og gjaldþrota nokkra hlutafélaga.Hér var um að ræða yfir tuttugu milljarðar.Ekki er vitað hvað fæst hugsanlega tilbaka.Hér er um gífurlega blóðtaka,sem Lífeyrissjóðurinn Gildi ber.
Vilhjálmur var spurður hvað vinnuveitendur væri að gera í stjórn Gildi.Hann taldi að vinnuveitendur greiddu til sjóðsins og vildu því tryggja það,að einhverjir og einhverjir færu ekki með féð til ávöxtunnar í einhverja vitleysu.Hann myndi beita sér fyrir því,innan SA að ekki yrði greitt til lífeyrissjóð,sem þeir hefðu ekki aðgang að stjórn þess.
Með öðrum orðum,að sjóðfélagar væru svo vitlausir,að þeir gætu ekki varðveitt eða ávaxtað það fé,sem inn kæmi inn í sjóðinn.-Einnig er hann með það í hausnum að greiðslur frá vinnuveitendum,sé eitthvað annað,en umsamin laun sjóðfélaga.
En eðlilega eru sjóðfélagar á öðru máli.
Sjóðsstjóri Gildis fer frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Lífeyrissjóðurinn Gildi.
20.4.2010 | 18:14
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Síðasti þáttur Spaugstofunnar í kvöld.
17.4.2010 | 22:47
Í kvöld var síðasta þáttur þeirra,Karl,Sigurjóns,Pálma og Arnar"Spaugstofan.Það verður eftirsjá í þeim.
Þátturinn í kvöld,var mjög góður,eins og venjulega.Það er ótrúlegt hvað hafa tekið atburði líðandi stunda,og í raun flutt þá inn á heimilin á spaugilegan hátt
Þeir hafa sagt,allt sem aðrir vildu segja,og virðast ekkert vera feimnir með það.
Srákar.Hafið þökk fyrir skemmtilegan þátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vírusinn hennar Jóhanna.
17.4.2010 | 19:48
Afsökunarræða Jóhanna,var einungis gerð til að kenna öðrum um.Hún sagði að við einkavæðingu bankanna,að tilstuðlum Framsóknar-og Sjálfstæðisflokkana, hefði myndast vírus,sem hefur verið smitberi á milli marga Íslendinga.Og er þar Samfylkingin engin undantekning.Þetta er að vísu rétt hjá Jóhönnu,en vírusinn var ekki að myndast þá.Hann hefur krumað allt frá því ári,þegar Jóhanna og Steingrímur ásamt sínum flokksbræðrum og systrum samþykki að veðheimildir á kvótanum.
Einkenni þeirra,sem tóku þennan vírus var græðgi í völd og fjármunir.Græðgi þessi lokaði augum fyrir því,að hér var verið að ræna byggðalögum lifibrauð sín og atvinnu fjölda íbúa.Ræna gamalreyndum útgerðar-og sjómönnum,fyrirtækjum,sem þeir höfðu byggt upp á lífsleiðinni.
Við einkavæðingu bankanna hélt þetta áfram,með því að bankarnir voru seldir misyndismönnum,sem hikuðu ekki við,að ræna úr þeim sparifé almenning.
Því segi ég það,að það er enginn af fjórflokkunum,sem lýst getur yfir sakleysi sínu.
Jóhanna og allir stjórnmálmenn síðustu tuttugu ára.Lítið í eiginn barm,ég er viss um það að finnur þinn þátt í hruninu.Þegar þú finnur þinn þátt,vertu manneskja og viðurkenndu það,og láttu þjóðina um það,að gera það upp við sig,hvort hún kýs að njóta krafta þína á komandi árum.
Létum þetta líðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)