Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Uppgreiðslugjald.

Margar eru tekjuhliðar banka og lánastofnanna.Þá vil sérstaklega uppgreiðslugjald lána.Það er að segja,ef einhver vill greiða upp lán sín,er hann krafinn um greiðslu aukagreiðslu af áður greindu láni.

Við hljótum að spyrja hver tilgangur er með þessari,sem ég kalla skattgreiðslu.Það hljótur að vera hagur fyrir lánastofnannir, að sá viðkomandi,sem hefur tök á því að greiða upp lánin sín ,geti gert það.Í staðinn fyrir hann skattlagður af lánveitandanum.Þessi tilhögun vekur upp þá hugsun,að hér sé verið að neyða viðkomandi að vera með lánið áfram,sem getur síðar komi sér illa,ef fjárhagurinn minnkar.

Sjáum t.d. Íbúðalánasjóð.Þar er að vísa hafður sá möguleiki,að greiða mismunandi vexti,hvort inn í lánasamningnum er gert ráð fyrir uppgreiðslugjaldi eður ei.En þar sem að staða sjóðsins er slæm,að Ríkið þarf að leggja sjóðnum mikið fé,hlýtur að koma til greina að uppgreiðslugjald verði lagt af.Það ætti jafnvel að verðlauna þá sem vilja og geta greitt upp sín lán með því jafnvel að slá af upphæðinni,sem hann á að greiða.

Ekki veit ég hvernig Lánasjóður námsmanna tekur á þessu máli.

Veit gætum velt því fyrir okkur,að fyrirtæki sem er í góðum rekstri,og hefur tekjuafgang,að það geti lækkað skuldir sínar með gróðanum,í stað þess að greiða út arð.Það er staðreynd að fyrirtæki hafa gróða annað árið,en tap hitt.Tapið getur haft þær afleiðingar að fyrirtækið færi á hausinn,en þá lendir bankinn eða lánafyrirtækið í að annaðhvort að afskrifa skuldir og tapa því stórum upphæðum.Því hefði það verið betra fyrir þau(bankanna og lánafyrirtækin verðlauna uppgreiðslur).

Fleira má nefna þar sem uppgreiðslugjald kemur við sögu.En það er að ef viðkomandi stofnar reikning,sem er verðtryggður til þriggja ára,er hann skyldaður til að greiða ákveðnar prósentur á inneigninni í uppgreiðslugjald við útgreiðslu.Hér enn eitt dæmið um skattlagningu bankanna.Sem sagt ,þeir hirða stóran hluta af hugsanlegum fjármagnstekjum viðkomandi inneignar.

Þetta uppgreiðslugjald ber að leggja niður,og á að vera krafa til löggjafarvaldsins,að svo verði gert.


Kostnaður er mikill.

Það hefur komið víða fram,að allt fé,sem að nota til rannsóknar og endurheimtur vegna bankahrunsins,fari að mestu leita til þeirra,sem framkvæma eiga gjörninginn.

Eins kemur fram í þessari frétt,sýnir það glöggt að slitastjórnir(skiptastjórnir)fjármálaeftirlitið og endurskoðunarfyrirtæki og lögfræðingastéttin kemur til að hirða megnið af því fé,ríkið leggur til,sem og það fé sem endurheimtist.

Á meðan svona ástand stendur,verður það gosentímabil fyrir lögfræðinga og endurskoðendur.En þjóðin kemur ekki til að fá neina leiðréttingu sinna mála.


mbl.is Fé slitastjórnarinnar uppurið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurslóðir.

Á miðum

Össur Skarphéðinsson hefur vaknað frá draumi um ESB,og komist að það þarf annað að huga að.Nú hefur hann langt fám á Alþingi,þingályktunartillögu um Norðurslóðir.

Hann segir m.a.:"Alþjóðapólitísk ábyrgð og vægi Íslands og annara norðurskautsríkja mun fara vaxandi."Ég verð að segja að málefni norðurslóða í mínum huga,hefur verið eitt af þeim málum,sem tel að Íslendingar eiga að huga að.Tækifæri okkar er mikið,ef rétt er haldið á spilum.Við meigum ekki af nokkru leiti,að gefa eftir okkar rétt.Það á að mótmæla öllum alþjóðaráðstefnum,sem Íslendingum eru ekki boðið,að vera viðstaddir.

Auðvitað er ákveðinn fórnarkostnaður,til að standa rökræðum við aðrar þjóðir,en umfram allt ber okkur að standa á rétti okkar.

Nýlega var samþykkt leitar-og björgunnarplan,og var hlutur okkar mikill,jafnvel ofmikill að við getum sinnt því.Á þetta benti ég í blogg mínu.

Ég hef oft bent á möguleika okkar vegna siglinga um norðurslóðir,að við getum átt möguleika vegna umskipunnar,þá verður velja stað til þess,einnig getur svo farið að við verðum að auka við fragtskipaflotann.En þá er ég uggandi vegna þess,að farmannastétt Íslendinga er að verða útdauð,sem má kenna stjórnvöldum um.

Enn og aftur skora ég á samgönguráðherra og fjármálaráðherra,að stuðla að því að íslensk fragtskip verði með skráningu hér á landi.Íslenskur fáni á íslensk skip.

Ég vil að endingu taka undir orð Össurar"Eitt af grundvallaratriðum norðurslóðastefnu Íslands er að tryggja að Ísland hafi bein áhrif á þróun og alþjóðlega ákvarðannatöku í málefnum svæðisins."

Össur.Hafðu þökk fyrir.


Víða er pottur brotinn.

Mikið brottkast er stundað í Norðursjó, að sögn bresks baráttumanns.Víða er pottur brotinn í fiskveiðistefnu ríkja.Má það sjá að brottkast tíðkast ekki aðeins hér,heldur víða annars staðar.

Þó að ráðamenn ríkja,séu að þeirri skoðun,að sjómenn geti ákveðið hvaða tegund skal veiðast án þess að önnur tegund komi í veiðifærið er gjörsamlega út í hött.Sjómenn eru engir galdramenn eða að þeir geta ekki haft samband við fiskanna í sjónum,og komið boðum til þeirra,að einungis þessi ákveða tegund er heimilt að fara í veiðarfærið.

Það eitt af því vitlausasta,að úthluta sjómönnum kvóta af einni tegund,án þess að þeir hafi heimild til veiðar án annari.Það liggur  í ljósi fyrir hvern heilvita mann,að ekki má koma með annan fisk að landi þá er honum hent.

Brotið er val sjómannsins.Á hann að koma með fiskinn í land og fá sekt fyrir eða á hann að henda honum aftur í sjóinn og fá sekt fyrir.Alla vega er staða hans sú að hann verður að velja.

Hér á landi er að vísu komið aðeins á móts við sjómenn,með svokölluðum VS-afla.Og er sá fiskur gerður upptækur og seldur á fiskmarkaði og andvirðið að mestu látið renna til rekstur Hafró.

Þessi aðgerð,er vísu umdeild af sjómönnum,sem starfa á skipunum þar sem að þeir fá ekkert fyrir þá vinnu,sem hlýst af.Aðgerð,ísun og löndun.

Sumir af eigendum á kvótalausum bátum hafa reynt að leiga kvóta fyrir meðaflanum,en þá með háu verði,en sú tíð er að verða liðin,þar sem að kvótaeigendum hafa haldið þeim fyrir sig.

Auðvitað þarf að stokka upp allt fiskveiðikerfið upp á nýtt,þó fyrr hefði verið.Þá er það fullljóst að sjávarútvegsmálaráðuneytið verður að eiga í vörslu hjá sér kvóta fyrir allar fisktegundir til að mæta óvæntum veiðum á öðrum tegundum,sem viðkomandi veiðiskip hefur ekki kvóta fyrir,en kemur með að landi.Auðvitað er hægt að misnota slíka aðferð,en þá má beyta refsiaðferð með riftun á veiðileyfi.

En alla vega verður að koma í veg fyrir,ef í raun á að minnka veiðina á ákveðnum tegendum,að fiskinum verði hent,því veit enginn hvort veiðin sé ekki talsvert meiri við minnkun á veiðiheimildum,heldur er í frjálsi veiði.Þar sem að rányrkjan og brottkastið á sér stað í þeim tilfellum,sem kvóti hefur verið settur á veiddan fisk.


mbl.is Fiskistríð gegn stefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaðvaldur við haukalóð.

 Mynd 430979

 

 

 

Í skýrslu nefndarinnar kemur ekki fram,að háhyrningur er skaðvaldur,við veiðar á haukalóð.

Ég hef heyrt það frá þeim,sem veitt hafa með haukalóð,að háhyrningur er stórtækur í að rífa stórlúðuna af krókum haukalóðarinnar.

Það liggur eðlilega ekki ljóst hvað mikið magn fer í kjaft háhyrningsins,en sjálfsagt er hér áhveðið hlutfall af rýrnun stofnsins.Af þeim sökum má eðlilega mæla með banni á haukalóð.


mbl.is Ástand lúðustofnsins mjög bágborið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast?

Við lestur þessara frétt,verður ekki hjá því komist,að setja bíómynd"Helbruni"í samhengi,sem var sýnd í sjónvarpinu á Stöð 2 í gærkveldi,en framhald hennar verður í kvöld.

 Það hafa margir bent á það við bráðnun Grænlandsjökuls hækki sjávarborð um 7 metra,m.a. að mig minnir Magnús Tumi jarðfræðingur.En þá var verið að vara við byggingum á íbúðahúsnæði,á svokölluðu bryggjusvæðum.

 Ég hef bent á þetta nokkrum sinnum,enda mótfallin því að þrengt væri að höfnum,með íbúðabyggingum.Þá einnig velta því fyrir sér hvort nýja Hörpuhúsið,sé ekki á flóðasvæði.

En fólk verður að gera sér grein fyrir því,að hér er um há alvarlegt mál,sem það verður að taka mark á.


mbl.is Grænlandsjökull bráðnar ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband