Englasöngur

Ég hef ekki orð til lýsa minni hrifningu yfir söng  Jóhönnu Guðrún á tónleikum Hvítasunnusöfnaðins.Sannlega segi ég það,að fekk gæsahúð,við að hlusta á það eyrnakonfekt,sem hér var verið að flytja.

Þetta atvik minnir þjóðina,hversu  mikla  gersema hún á,ekki aðeins í listum,heldur á mörgu öðru sviði.Það er skandall,að þessi þjóð þarf að líða fyrir örfárra græðgiskónga,sem hefur gert þjóðinni þau ranglæti,sem verður vart staðið upp úr.En mér finnst ,að unga fólkið ætlar að berjast fram í rauðan dauðann,fyrir því að þjóðin  fái endurreisn sína.Ekki verður einungis barist við erlendar ríkisstjórnir,heldur innlenda aðila,sem þráast við,að viðurkenna hlutdeild sína í hruninu og halda áfram að reyna bjarga sínu eiginn skinni,með brotum á löggjöfinni.

Þið verðið að afsaka skrif mín á sjálfri jólanótt,en heift mín kemur fram vegna þess að ég óttast,að stjórnvöld séu að klúðra öllu,sem hægt er að klúðra.Og gerir framtíðardraum unga fólksins að engu.

Guð veri með ykkur öllum,en lítið öll í ykkar barm og hugleyðið ykkar stöðu.Ef jólin eru ekki akkurrat tíminn til þess.Það þarf að bjarga Íslandi,en ekki einungis ykkar eigin skinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband