Er ekki kominn tími til þess að,íslensk fragtskip beri aftur íslenska fánann?

 Framtíð sjávarútvegsins.                              

Nú þegar skipafélögin  þurfa endurskipleggja rekstur sinn,vegna bágra stöðu,sem og minnkandi flutninga.

Ríkið (þjóðin) er orðin aftur stór eigandi af Óskabarni þjóðarinnar.

                                                                                                   Hvað verður þá um skipin,sem eru nú í þeirra eigu,en eru skráð í Færeyjum.? Þar sem að krónan er orðin lá,er væntanlega mikið ódýrara að skrá skipin hér heima.Þá má hugsanlega verða krafist að skipin sé mönnuð íslenskum sjómönnum.Ekki aðeins yfirmönnum,heldur undirmönnum lika.Þá má einnig hugsanlega gera ráð fyrir að erlendar farskipaútgerðir vilji skrá skipin sín hérna,likt og þá útflöggun hefur átt sér stað undanfarin ár til Panama,Kýpur og fleira ríkja. Einnig má hugsa það, að erlendar farskipaútgerðir stofna hér dóttirfélög . Þá kemur upp sú staða,þrátt fyrir atvinnuleysi,höfum við einhverja,sem vilja starfa við sjómennsku.Er ekki komin sú staða að sjómannastéttin sé týnd eða útbrunnin,og það finndist engin maður sem kunni til verka.

Við vitum það að meðalaldur skipstjórnarmanna í farmannageiranum er hættulega hár.

 Heil kynslóð farmanna horfið.

 Það verður að hefja ímynd sjómannsins aftur til þess vegar,og hún var áður.

 Það verður að gera ungum mönnum fært að komast til sjós, og strax.Þá getur aukist áhuga unga manna,að skipstjórnarnámi.

 Ef við hugsum til framtíðar,má vissulega vera bjartsýnn og skoða til hvað það væri miklir möguleikar fyrir okkur,ef skipaleiðir um heimskautasvæðið opnuðust,vegna hlýnunnar sjávar.Hér mætti vera stór umskipunnarhöfn,þar sem að minni skipafélög tæki að sér að dreifa vörur um alla Evrópu,og austrhl.N-Ameríku.

 Ef í raun okkur tekst að nýta okkur Drekasvæðið,er enn einn möguleiki,fyrir skipafélög.

 Íslenskan fána,á okkar skip.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þegar ég minntist á umskipunnarhöfn.Þá er mér hugsað til þess,að það mætti sameina höfn,sem sinnti þessu hlutverki og höfn sem þjónaði olíuvinnslu á Drekasvæðinu.T.D.við Gunnólfsvík eða jafnvel  á Bakka við Húsavík,þar vantar stóra höfn fyrir súrálsskip,ef af álverkssmiðja myndi þar rísa.

Ingvi Rúnar Einarsson, 14.10.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband