Reykingar
16.9.2009 | 14:43
Ég vil ekki mæla reykingum bót,þó að ég reyki.Tillögur Læknafélags um að hækka verð á tóbaki eða banna alfarið sölu þess.eru ekki til grundvallar kostnað samfélagsins,vegna veikinda fólks,sem neytir tóbaks.
Það má kannske segja það,að ef aldrað fólk deyr fyrr en ella,vegna reykinga,er það hagur fyrir þjóðarbúið,lífeyrissjóðina og þeirra,sem greiða lífeyrir,vegna þess að losnar,því við að greiða áunninn ellilífeyrir.
Heimdallur andvígur sölubanni á tóbaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Læknir afa mín bannaði honum að hætta að reykja pípuna; það gæti valdið honum meiri skaða. Hann var rúmlega 93ja þegar hann dó.
Skorrdal (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:45
Ég þakka fyrir athugasemdina.Það er svo,að reykingar séu höfuðorsakir allra veikinda.Sem er að sjálfsögu áróður.En lít svo á að áróður gegn reykingum,sé af hinu góða.En að refsa fólki sem reykir með hækkun á verði tóbaks,sem og banni á sölu þess,tel ekki líðandi.
Ég tel víst að allir þeir,sem reykja nú orðið,vilja hætta,en skortir sjálfsaga til þess.
Ingvi Rúnar Einarsson, 16.9.2009 kl. 17:53
Nikótín er meira ávanabindandi en nokkuð annað fíkniefni; dauðaskammtur þess er uþb. það sem tveir pakkar innihalda. En að selja fólki dóp - og refsa þeim síðan fyrir það með of háu verið - er engu betri stefna, en að hafa dópið ólöglegt og láta svarta-markaðinn sjá um verðlagninguna.
Enn sem komið er, sem betur fer, er tóbak löglegt, og fólk ekki sett í fangelsi fyrir að hafa það á sér. Miðað við fáránleika samfélagsins, kæmi mér ekkert á óvart að þannig væri raunveruleikinn eftir einhver ár.
Skorrdal (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.