Víða er pottur brotinn.
13.1.2011 | 00:48
Víða er pottur brotinn í fiskveiðistefnu ríkja.Má það sjá að brottkast tíðkast ekki aðeins hér,heldur víða annars staðar.
Þó að ráðamenn ríkja,séu að þeirri skoðun,að sjómenn geti ákveðið hvaða tegund skal veiðast án þess að önnur tegund komi í veiðifærið er gjörsamlega út í hött.Sjómenn eru engir galdramenn eða að þeir geta ekki haft samband við fiskanna í sjónum,og komið boðum til þeirra,að einungis þessi ákveða tegund er heimilt að fara í veiðarfærið.
Það eitt af því vitlausasta,að úthluta sjómönnum kvóta af einni tegund,án þess að þeir hafi heimild til veiðar án annari.Það liggur í ljósi fyrir hvern heilvita mann,að ekki má koma með annan fisk að landi þá er honum hent.
Brotið er val sjómannsins.Á hann að koma með fiskinn í land og fá sekt fyrir eða á hann að henda honum aftur í sjóinn og fá sekt fyrir.Alla vega er staða hans sú að hann verður að velja.
Hér á landi er að vísu komið aðeins á móts við sjómenn,með svokölluðum VS-afla.Og er sá fiskur gerður upptækur og seldur á fiskmarkaði og andvirðið að mestu látið renna til rekstur Hafró.
Þessi aðgerð,er vísu umdeild af sjómönnum,sem starfa á skipunum þar sem að þeir fá ekkert fyrir þá vinnu,sem hlýst af.Aðgerð,ísun og löndun.
Sumir af eigendum á kvótalausum bátum hafa reynt að leiga kvóta fyrir meðaflanum,en þá með háu verði,en sú tíð er að verða liðin,þar sem að kvótaeigendum hafa haldið þeim fyrir sig.
Auðvitað þarf að stokka upp allt fiskveiðikerfið upp á nýtt,þó fyrr hefði verið.Þá er það fullljóst að sjávarútvegsmálaráðuneytið verður að eiga í vörslu hjá sér kvóta fyrir allar fisktegundir til að mæta óvæntum veiðum á öðrum tegundum,sem viðkomandi veiðiskip hefur ekki kvóta fyrir,en kemur með að landi.Auðvitað er hægt að misnota slíka aðferð,en þá má beyta refsiaðferð með riftun á veiðileyfi.
En alla vega verður að koma í veg fyrir,ef í raun á að minnka veiðina á ákveðnum tegendum,að fiskinum verði hent,því veit enginn hvort veiðin sé ekki talsvert meiri við minnkun á veiðiheimildum,heldur er í frjálsi veiði.Þar sem að rányrkjan og brottkastið á sér stað í þeim tilfellum,sem kvóti hefur verið settur á veiddan fisk.
![]() |
Fiskistríð gegn stefnu ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.