Spilling,spilling og aftur spilling.
18.11.2010 | 12:47
Í viðtali við Guðlaug Þór kemur fram að Íbúðalánasjóður er í raun gjaldþrota.Hver er ástæðan?Jú,íbúðalánasjóður hefur tapað gífurlegum upphæðum á kaupum á sjóðsbréfum og skuldabréfum gömlu bankanna.
Þá spyr maður,var þetta hlutverk Íbúðalánasjóð,eða voru þetta gæluverkefni stjórnanda sjóðsins.Það verður að rannsaka það hvort hér sé ekki brot á lögum um rekstraform sjóðsins.
Þá spyr maður.Hver var tilgangur með stofnun Byggðastofnun?Jú ég hef haldið að hér væri stofnun,sem ætti að aðstoða fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins.Enda var ætlun að halda uppi byggð um land allt.Hér var reiknað með að áhveðin upphæð frá ríkinu til dreifingar um allt land.Og áttu stjórnendur,að sjá það.En nú kemur í ljós,að Byggðarstofnun hefur ábyrgst lán til kaupa á rækjukvóta upp á annan milljarð með veð í kvótanum.En við aðgerðir sjávarútvegsmálaráðherra við að gera rækjuveiðar frjálsar,hafa gert veðhæfi kvótans að engu.Þá spyr maður.Hver gefur stjórnendum Byggðastofnun leifi að lána stórar upphæðir til einstaklinga með veð í kvóta?Er þetta heimilt samkvæmt lögum eða reglugerðum um Byggðastofnun?Er ekki einhver takmörk hversu háar upphæðir hver einstaklingur fær til áhveðins verkefni?
Það má segja að spillingaröflin,hafa leitað uppi alla geymslusjóði fjármagns,til að tæma,ekki aðeins bankanna,lífeyrissjóðanna,tryggingafélaga o.fl.
Stjórnendur stofnanna hafa allir fallið í þá gryfju,að taka þátt í sukkinu,en spurningin er alltaf sú.Hvaða heimild höfðu þeir að spila með eigur þjóðarinnar?
Athugasemdir
Ótrúlegar fréttir af íbúðalánasjóði.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2010 kl. 10:51
Sæll félagi, "bragð er af þá barnið finnur" hélt að veðsetnig á kvóta væri ólögleg, sama hvaða tegund væri, sé ekki betur en með gjörningnum sé verið að brjóta landslög, þá hlýtur að eiga að sækja á gerendur( þá sem er treyst fyrir aurunum) fyrst, ekki sjálfkrafa á ríkissjóð !
Snorri Gestsson, 20.11.2010 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.