Vangaveltur um skoðannir frambjóðanda.

Eins og komið hefur fram eru 522 frambjóðendur til stjórnlagaþings.Við lestur á skoðun frambjóðanda til stjórnlagaþings kemur víða fram að flestir vilja réttlæti,jafnræði og virk og gagnsætt lýðræði.

Þá eru flestir á því að aðskilja löggjafa-framkvæmda og dómsvald.Þá lagt til af sumum að ráðherrar séu utanþings og jafnvel að forsætisráðherra ráði aðra ráðherra eftir faglegum grunni.Þar að segja að þeir hafi reynslu og kunnáttu á því sviði,sem þeir fást við.

Þá kemur fram að forsetaembættið og forsætisráðherraembættið veri sameinað,og eitt ráðandi afl verði æðsta vald á Íslandi.

Margir vilja breyta þannig að Ísland verði eitt kjördæmi.Þarna má ætla að þeir sem leggja því fram fái ekki mörg atkvæði frá íbúum utan höfuðborgarsvæðisins.

Einn af frambjóðendum(7319) vill setja tímamörk á setu þingmanna á Alþingi,eigi að miðast við tvö kjörtímabil,þá veltir maður því fyrir sér hvort æðstu embættismenn stofnanna á vegum ríkisins ættu ekki að hlýta þeim mörkum,ekki eins og er í dag,að þeir séu æviráðnir.

Þá komu nokkrir inn á persónukjör við alþingiskosningar.Þá yrði blandað kerfi inn á Alþingi,annars vegar flokkræði og hins hópur einstaklinga utan flokka.Við þá breytingu yrði kosningar að fara með sviðuðu sniði og nú er gert í kosningum til stjórnlagaþings.

Þá virðist margir vilja aðskilnað ríkis og kirkju.Ýmsar uppákomur á síðasta ári hafa valdið því að slík hugsun er á hávegum höfð.

Athyglisvert að einungis einn frambjóðandi(4756) telur að það þurfi að vera markviss viðurlög fyrir broti á stjórnarskrá.Þá er rétt að víkja að ummælum dr.Sigurð Líndal,að þarf ekki að breyta stjórnarskránni,heldur eigi að fara eftir henni.Það er óþolandi að þingmaður,sem er að hefja þingstörf,sver eið að starfa eftir stjórnarskránni og starfa eftir sinni sannfæringu,brýtur svo heit sín á fyrsta degi.

Þá eru flestir ef ekki allir inn á því að auðlindir Íslands til sjávar og lands verði í eigum þjóðarinnar,og verði ekki framseldar til nokkra aðila.En nýtingaréttur verða til takmarks tíma.Auðlindir geta verið á mörgum toga.Á landi:Ferskt vatn,heittvatn(gufa) fallvötn og afréttar og þjóðgarðar og síðast,sem ekki síst náttúruundur,sem víða er.Þarna má vissulega huga að eignarhaldi jarðareiganda á vatnslindum og hitavatnsæðum.Hafsvæðið:Fiskur og önnur sjávarföng.Auðlindir undir sjávarbotni.Þarna er mikill ágreiningur um nýtingarett(kvóta og kannske nýtingarétt á olíulindum.)

Einn frambjóðandi (8804) vill að framsal á fullveldi þjóðar þurfi að minnsta kosti 75% atkvæði kosningabæra manna til að slíkt framsal yrðu samþykkt.t.d. ef fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB.Ég tel að þetta ákvæði þurfi að ná að ganga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Ingvi, ég er ekkert endilega sannfærður um að það þurfi að breyta stjórnarskránni, alla vega ekki á þessum tímapunkti.

Núna er þjóðin reið og í sárum. Þegar búin er til stjórnarskrá þá þarf að gera það á yfirvegaðan hátt og æskilegt er að þeir sem það gera, hafi yfirburðarþekkingu á lögfræði og státi ennfremur af góðri og traustri dómgreind.

Reiðin sefar dómgreindina eins og allir vita. Við þurfum verðmætasköpun fyrst og fremst auk þess þarf að rétta við kjör þeirra sem undir hafa verið af völdum kreppunnar.

Og þessi frasi með að landið skuli verða eitt kjördæmi, það þýðir eins og þú bendir réttilega á, atkvæðavægi höfuðborgarsvæðisins eykst við það.

Jón Ríkharðsson, 21.11.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er á því að það þurfi einmitt að breyta stjórnarskránni - sérstaklega núna á meðan almenningur hefur áhuga á því. Slíkar breytingar bjarga engu sem er búið og gert. En þær geta kannski dregið úr líkum á því að annað eins klúður eigi sé stað aftur.

Sumarliði Einar Daðason, 22.11.2010 kl. 13:59

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sælir félagar.Ég er í raun sammála ykkur báðum.Það er rétt að dómgreind geta breyglast vegna ástandsins,sem leysa svo engan vanda.

Það er líka rétt að ákveðin atriði í stjórnarskrá þarf að skerpa á,þannig að öll mikilsvæg mál verði lögð til þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Og síðan tek undir einum frambjóðanda að það þarf að hafa viðurlög,ef um brot sé að ræða.Allar lagabreytingar þurfa fá,faglegar umfjallannir um hvort verið sé að brjóta stjórnarskránna eða ekki.

Ingvi Rúnar Einarsson, 22.11.2010 kl. 14:46

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Athyglisvert er að nemi Ásgerður Heimisdóttir leggur til að stjórnarskráin verði lögð fram sem námsefni í grunnskólum.Þetta segir okkur að unga fólkið vill fylgjast með.

Ingvi Rúnar Einarsson, 22.11.2010 kl. 17:22

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Margar blaðsíður um forsetaembættið mættu eflaust hverfa- og forsetar með.

Við höfum ekki efni á fjáraustri í dekur.

Það mætti bæta mannrettindum ALLRA EKKI BARA GLÆPAMANNA INN Í STAÐINN ?  Erla Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 22.11.2010 kl. 21:52

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Mannréttindakafli stjórnarskárinnar er nógu ljós nú þegar.En brotin á þeim ákvæðum er fv.og nv.stjórnvöldum til skammar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 22.11.2010 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband