Fundur með forseta Rússlands.
22.9.2010 | 18:14
Á fundi forsetanna var rætt um að auka samvinnu Íslands og Rússlands með sérstöku tilliti til mikilvægis Norðurslóða á komandi árum og áratugum. Bæði ríkin eru stofnaðilar að Norðurskautsráðinu og voru forsetarnir sammála um að efla það og styrkja enda væru Norðurslóðir óðum að verða eitt mikilvægasta svæði veraldar. Þar væri að finna um fjórðung vannýttrar orku jarðarinnar; loftslagsbreytingar og bráðnun íss yrðu sífellt hraðari og líkur væru á því að ný siglingarleið mundi opnast meðfram norðurströnd Rússlands. Hún myndi tengja Asíu við Evrópu og Norður-Ameríku á nýjan hátt. Lega Íslands væri afar mikilvæg í þessu sambandi.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti fundaði með forseta Rússlands,eins og kemur fram hér að ofan,eru Íslendingar ein af þeim þjóðum,sem eiga tilkall til Norður-slóða.Því ber ríkisstjórn landsins að vera vel vakandi,að aðrar þjóðir séu ekki að fjalla um svæðið,án þess að þeim er það kunnugt.
Það er stór hætta á því,að þegar ríkisstjórn og aðrir embættismenn eru svo uppteknir af sjálfum sér og hruninu.
Ég vil leifa mér,að þakka Forseta Íslands að standa vaktina fyrir Íslands hönd.Ekki veitir af,á meðan sama ruglið,torveldar allar vitrænar hugsannir,bæði í ríkisstjórn og Alþingi landsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.