Sandurinn verður alltaf til vandræðar.

Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn.Það hefur alltaf verið ljóst,að sandurinn verður til trafala í Landeyjahöfn.Sérfræðingar Siglingamálastofnun voru þetta að fullu ljóst,því veit maður ekki hvaða öfl,hafa ýtt undir áhvörðun um að byggja þarna höfn.

Látum það vera um þá ákvörðun,heldur hönnun hafnarinnar.Þarna er nauðsynlegt gegnumstreymi,þannig að sandurinn sem kemur inn,streymi út.

Einnig mætti hanna dælukerfi,sem er í stöðugri vinnu við að dæla út úr höfninni.Þá mætti stýra hvert sandurinn fer.Þá er ég að hugsa hvort má nýta hann til marga hluta.

Skip Björgunnar hafa verið við vinnu þarna,en það liggur ljóst að dæling þarf að vera stöðug alla daga,því liggur það ljóst að dælakerfi þarf að tilheyra höfninni.


mbl.is Herjólfur hægði á sér í drullunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er einn hængur á að staðsetja þarna sanddælupramma, en höfnin er það þröng og lítil, að ég tel, að ekki sé pláss fyrir hann í höfninni og ef hann ætti að sigla út fyrir höfnina þegar von væri á Herjólfi yrði "effektífur" vinnutími hans svo lítill að ekki væri réttlætanlegt að hafa hann þarna...  Svo er spurningin: Hvað kostar að koma upp sanddælukerfi????

Jóhann Elíasson, 6.9.2010 kl. 10:56

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Jóhann,þakka innlitið.

Sanddæluprammi þarf ekki stór,ef dælan sjálf væri höfð upp á landi,og pramminn einungis burðarvirki fyrir fyrir enda á rana.

Hvað kostar sanddælukerfi,er framhald á hafnargerðinni.og ber því að bæta við kostnað hafnarinnar.

Einnig tel ég að þriðja garðinn ber að gera við austurgarðinn og þá í suðaustur.Sá garður myndi grípa þann sand,sem kemur frá ósi Markarfljóts.

Því miður verður stöðugur kostnaður á viðhaldi þessara hafnar,og ber að huga að því.Á að gefast upp strax eða halda áfram að berjast við náttúruöflin.

Ingvi Rúnar Einarsson, 6.9.2010 kl. 12:20

3 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Það er góð hugmynd að setja upp dælukerfi við garðinn, því þetta er ekki bara sandur, það er einnig leir sem að helst ekki í dæluskipinu Perlu, skolast um leið út þegar verið er að dæla, kannast við það ég var Styrimaður þar um tíma. 

 Herjólfur ristir 4 og hálfan meter en það er verið að dýpka niður í 5 og hálfan meter, það veitti ekki af því að fara í 7 metra dýpi, annars er hættan á því að þetta verði alltaf til vandræða. 

Sölvi Arnar Arnórsson, 6.9.2010 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband