Hvert er svar ríkisstjórnarinnar?
11.8.2010 | 13:51
Hér full þörf fyrir svörum ríkisstjórnarinnar,bæði til landa innan ESB og Noregs.Ríkisstjórnin virðist ekki vilja stygga fulltrúa ESB.Þó hér liggur ljóst,hvað koma skal í viðskiptum við ESB,og samningaviðræðum.
Ég tel að hótannir um að aðildarviðræður um inngöngu verði hætt vegna makrílveiða,sé undirtónninn í að okkur verði fleygt út í horn á þeirri stundu og aðild yrði samþykkt.
Svör rikisstjórnarinnar ættu að vera.
1.Íslendingar hafa óskað eftir að koma,að samningaborði um veiðarnar,en verið hafnað.
2.Makríllinn er að eyða miklu af lífríki sjávar umhverfis Íslands.Veiðar Íslendinga eru að verjast því.
3.Þar sem að makrílinn sækir á aðrar slóðir,má ætla að endurreisn verði á öðrum fisktegundum á miðum ESB.
4.Öllum skilyrðum,til inngöngu að hálfu ESB,er hafnað þegar í stað.Og munum við hlýta því að aðildarviðræðum verði hætt.
Spáir makrílstríði" við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér Ingvi Rúnar.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.8.2010 kl. 14:51
Það eina rökrétta í málinu Ingvi er að draga umsókn okkar um ESB aðild til baka nú strax og standa vörð um hagsmuni okkar, þeir eru ekki í ESB.
Rafn Gíslason, 11.8.2010 kl. 15:19
Þakka innlitið Ingibjörg.
Mér hugsað til þorskastríðsins,á áttugasta áratug síðustu aldar.Þá var engin sundrung í stjórnarheimilinu.Menn eins og Ólafur Jóhannesson,Einar Ágústsson og Lúðvík Jósepsson,blessuð sé minnig þeirra,börðust samtaka við ofurefli og höfðu alla þjóðina með sér.Þó þeir væru ekki í sama flokki,var samvinna þeirra í þessu máli aðdáunnarleg.Margreat Thauscer var þeim Þrándur Í Götu,enda var hún ekki kölluð"járnfrúin"fyrir ekki neitt.
Stjórn Íslands í dag,er aftur á móti tilbúin að gefa allt frá sér til að koma Íslandi innan ESB.Come back"Jóhanna"hefur eyðilagt allt það,sem hún byggði upp á sínum ferli.Steingrímur sveik allt það,sem hann taldi kjósendum sínum trú um,að hann ætlaði að gera,ef hann kæmist til valda.
Treystum við þessu fólki til að snúast í vörn gegn ofurefli?Ég held ekki.
Ingvi Rúnar Einarsson, 11.8.2010 kl. 15:24
Vissulega væri það best fyrir þjóðina að hætta þessum aðildarviðræðum strax.
En þetta varðandi makrílinn. Ég las viðtalið við Hrólf Gunnarsson um daginn, en fáir hafa eins góða þekkingu á uppsjávarfiskum og hann. Þú ert trúlega í sama hópi og Hrólfur.
Þess vegna hvet ég þig Ingvi og aðra reynslubolta til að fræða almenning um það, hvað makríllinn er að gera mikinn skaða í lífríkinu.
Jón Ríkharðsson, 12.8.2010 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.